Í sama skóla og James Bond 11. júlí 2007 01:30 Heiða Rún segir fyrirsætustörf á Indlandi hafa hjálpað sér í inntökuprófum í leiklistarskóla. Fyrirsætan Heiða Rún Sigurðardóttir komst á dögunum inn í leiklistarskólann Drama Centre London en hann er hluti af hinum virta Saint Martins College of Art and Design. Það er hægara sagt en gert að fá inngöngu í Drama Centre því skólinn þykir meðal þeirra fimm bestu í leiklistarborginni London. Tvö þúsund manns sækja um á ári hverju en aðeins þrjátíu þeirra komast að. Heiða Rún Sigurðardóttir hefur ekki mikla reynslu af leiklist en segir fyrirsætustörf sín á Indlandi hafa komið að gagni þegar kom að inntökuprófunum. „Ég er búin að starfa sem fyrirsæta í Bombay síðan ég var 18 ára. Þar var ég svo heppin að fá að leika töluvert í bæði auglýsingum og tónlistarmyndböndum. Þess vegna hef ég verið töluvert fyrir framan myndavélar auk þess sem ég hef dansað á sviði frá því ég var krakki,“ segir Heiða en hún gekk í bæði Jassballettskóla Báru og Íslenska listdansskólann. „Í prufunum þurftum við að fara með tvær einræður til að byrja með. Annars vegar úr Shakespeare og hins vegar úr nútímaleikriti að eigin vali.“ Þegar Heiða kom í prufurnar voru dómararnir þegar búnir að bjóða 21 umsækjanda námsvist. „Mér datt ekki í hug að ég ætti möguleika enda voru bara níu pláss eftir, þar af örfá fyrir stelpur. Svo fékk ég bara símtal eftir tvo daga þar sem þeir buðu mér pláss,“ segir Heiða. Kynjahlutföll þeirra þrjátíu sem komast inn í skólann eru ekki jöfn því skólinn veitir helmingi fleiri strákum inngöngu en stelpum. „Þjálfunin í skólanum er klassísk og mikið byggð upp á leikritum eftir Shakespeare og ýmis rússnesk skáld,“ segir Heiða þegar hún er innt eftir því hvernig standi á þessu ójafnvægi milli kynja. „Í þessum verkum eru kvenhlutverk af skornum skammti. Þess vegna taka þeir færri stelpur inn, einfaldlega til þess að þær þurfi ekki að eyða náminu í að leika karlhlutverk.“ Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er eini Íslendingurinn sem numið hefur leiklist við Saint Martins en skólinn hefur einnig útskrifað stórstjörnur á borð við Paul Bettany, Colin Firth og James Bond-leikarann Pierce Brosnan. Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Fyrirsætan Heiða Rún Sigurðardóttir komst á dögunum inn í leiklistarskólann Drama Centre London en hann er hluti af hinum virta Saint Martins College of Art and Design. Það er hægara sagt en gert að fá inngöngu í Drama Centre því skólinn þykir meðal þeirra fimm bestu í leiklistarborginni London. Tvö þúsund manns sækja um á ári hverju en aðeins þrjátíu þeirra komast að. Heiða Rún Sigurðardóttir hefur ekki mikla reynslu af leiklist en segir fyrirsætustörf sín á Indlandi hafa komið að gagni þegar kom að inntökuprófunum. „Ég er búin að starfa sem fyrirsæta í Bombay síðan ég var 18 ára. Þar var ég svo heppin að fá að leika töluvert í bæði auglýsingum og tónlistarmyndböndum. Þess vegna hef ég verið töluvert fyrir framan myndavélar auk þess sem ég hef dansað á sviði frá því ég var krakki,“ segir Heiða en hún gekk í bæði Jassballettskóla Báru og Íslenska listdansskólann. „Í prufunum þurftum við að fara með tvær einræður til að byrja með. Annars vegar úr Shakespeare og hins vegar úr nútímaleikriti að eigin vali.“ Þegar Heiða kom í prufurnar voru dómararnir þegar búnir að bjóða 21 umsækjanda námsvist. „Mér datt ekki í hug að ég ætti möguleika enda voru bara níu pláss eftir, þar af örfá fyrir stelpur. Svo fékk ég bara símtal eftir tvo daga þar sem þeir buðu mér pláss,“ segir Heiða. Kynjahlutföll þeirra þrjátíu sem komast inn í skólann eru ekki jöfn því skólinn veitir helmingi fleiri strákum inngöngu en stelpum. „Þjálfunin í skólanum er klassísk og mikið byggð upp á leikritum eftir Shakespeare og ýmis rússnesk skáld,“ segir Heiða þegar hún er innt eftir því hvernig standi á þessu ójafnvægi milli kynja. „Í þessum verkum eru kvenhlutverk af skornum skammti. Þess vegna taka þeir færri stelpur inn, einfaldlega til þess að þær þurfi ekki að eyða náminu í að leika karlhlutverk.“ Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er eini Íslendingurinn sem numið hefur leiklist við Saint Martins en skólinn hefur einnig útskrifað stórstjörnur á borð við Paul Bettany, Colin Firth og James Bond-leikarann Pierce Brosnan.
Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira