Dularfullur Abrams 12. júlí 2007 06:00 Cruise og JJ. Framleiðandinn hefur haldið áhorfendum í heljargreipum eftir stutt myndbrot sem birtist á undan Transformers. Kvikmyndaframleiðandinn JJ Abrams hefur haldið bandarískum stórmyndaaðdáendum í heljargreipum eftir frumsýningu Transformers. Á undan myndinni hefur mátt sjá myndbrot úr kvikmynd sem gekk í fyrstu undir vinnuheitinu Cloverfield án þess að það sé upplýst einhvern tímann á sýningarferlinum. Á imdb.com hefur verið greint frá því að myndin verði byggð upp á myndbrotum New York–búa sem verða fyrir árás einhvers konar skrímsla. Málið er allt hið dularfyllsta og Abrams hefur hingað til neitað að tjá sig um málið, en fengið fína auglýsingu enda sló Transformers rækilega í gegn um síðastliðna helgi. Og áhuginn hefur verið slíkur á þessu myndbroti, það þykir reyndar æði kræsilegt, að væntanlega verður þessarar ónefndu myndar beðið með mikilli óþreyju. Empire Online tók málið upp á sína arma og greindi frá því að framleiðandinn stórtæki hefði opnað tvær heimasíður, aðra undir heitinu ethanhaaswasright.com og hina undir ethanhaaswaswrong.com. Abrams hafði síðan samband við vefsíðuna og útskýrði þar að þessar heimasíður ættu ekkert skylt við myndina sem nú hafði fengið nafnið 1.18.08 en vildi að öðru leyti ekkert tjá sig um málið. Aðdáendur Abrams hefðu hins vegar ekki átt að láta þessa hegðun hans koma sér á óvart því framleiðandinn er eins og mörgum ætti að vera kunnugt skapari sjónvarpsþáttanna Lost eða Lífsháska þar sem ekkert er eins og það sýnist og söguþráðurinn flóknari en elsta sápuópera. Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Kvikmyndaframleiðandinn JJ Abrams hefur haldið bandarískum stórmyndaaðdáendum í heljargreipum eftir frumsýningu Transformers. Á undan myndinni hefur mátt sjá myndbrot úr kvikmynd sem gekk í fyrstu undir vinnuheitinu Cloverfield án þess að það sé upplýst einhvern tímann á sýningarferlinum. Á imdb.com hefur verið greint frá því að myndin verði byggð upp á myndbrotum New York–búa sem verða fyrir árás einhvers konar skrímsla. Málið er allt hið dularfyllsta og Abrams hefur hingað til neitað að tjá sig um málið, en fengið fína auglýsingu enda sló Transformers rækilega í gegn um síðastliðna helgi. Og áhuginn hefur verið slíkur á þessu myndbroti, það þykir reyndar æði kræsilegt, að væntanlega verður þessarar ónefndu myndar beðið með mikilli óþreyju. Empire Online tók málið upp á sína arma og greindi frá því að framleiðandinn stórtæki hefði opnað tvær heimasíður, aðra undir heitinu ethanhaaswasright.com og hina undir ethanhaaswaswrong.com. Abrams hafði síðan samband við vefsíðuna og útskýrði þar að þessar heimasíður ættu ekkert skylt við myndina sem nú hafði fengið nafnið 1.18.08 en vildi að öðru leyti ekkert tjá sig um málið. Aðdáendur Abrams hefðu hins vegar ekki átt að láta þessa hegðun hans koma sér á óvart því framleiðandinn er eins og mörgum ætti að vera kunnugt skapari sjónvarpsþáttanna Lost eða Lífsháska þar sem ekkert er eins og það sýnist og söguþráðurinn flóknari en elsta sápuópera.
Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira