Djasshátíð í fjallafaðmi 13. júlí 2007 09:00 Sigurður Flosason, listrænn stjórnandi Jazz undir fjöllum, vonast eftir góðri aðsókn og vill endilega fá fólk úr nærliggjandi sveitum á Skóga. MYND/Vilhelm Árlega djasshátíðin Jazz undir fjöllum fer fram í fjórða skiptið á Skógum á morgun. Sigurður Flosason, listrænn stjórnandi hátíðarinnar frá upphafi, segir hana hafa fengið afar góðar viðtökur á liðnum árum. „Jazz undir fjöllum er skemmtilegur menningarviðburður í fallegu umhverfi. Það er ekkert allt of mikið af tónlistarhátíðum á Suðurlandi, svo hún er kærkomin viðbót í flóruna,“ sagði Sigurður, sem vonast til að fá gesti sem víðast að. „Fólk sem á leið um þjóðveginn kíkir væntanlega inn yfir daginn, og svo koma einhverjir sem staldra yfir nótt. Veðurspáin fyrir svæðið er góð, það skemmir ekki. En við viljum líka sjá fólk úr nærliggjandi sveitum og sýslum. Við viljum ekki síður skemmta því,“ sagði hann. Í ár fer hátíðin fram á einum degi, þegar fimmtán tónlistarmenn koma fram á sex tónleikum. „Formið á þessu hefur nú reyndar aldrei verið eins. Við höfum bæði haft tveggja og þriggja daga prógramm, en ætlum að prófa að hafa þetta á einum degi í ár. Við verðum með tónleika frá eitt um daginn og nánast til miðnættis, að undanskildu smá kvöldverðarhléi,“ útskýrði Sigurður. Fyrir kvöldverðarhlé leika ungir og efnilegir tónlistarmenn tónlist sína í kaffiteríu Byggðasafnsins á Skógum. Á kvöldtónleikunum stígur svo Tríó Björns Thoroddsens á stokk ásamt gestunum Andreu Gylfadóttur og Halldóri Bragasyni. „Þetta er mjög breiður hópur listamanna. Yfir daginn er þetta yngra fólk og upprennandi, þeir yngstu eru að ljúka námi við FÍH á næstunni og aðrir eru tiltölulega nýkomnir heim úr námi úti,“ sagði Sigurður. Ívar Guðmundsson og hljómsveit halda minningartónleika um trompetleikarann Viðar Alfreðsson klukkan 15. „Viðar, sem var frábær trompetleikari, átti ættir að rekja til Eyjafjalla og hljóðfæri hans eru geymd þarna á safninu. Við vorum með minningartónleika á fyrstu hátíðinni og datt núna í hug að gera þetta að árlegum viðburði,“ útskýrði Sigurður. Hátíðin hefst klukkan 13 á morgun og lýkur um miðnætti. Inn á kvöldtónleikana er aðgangseyrir 1.500 krónur. Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Árlega djasshátíðin Jazz undir fjöllum fer fram í fjórða skiptið á Skógum á morgun. Sigurður Flosason, listrænn stjórnandi hátíðarinnar frá upphafi, segir hana hafa fengið afar góðar viðtökur á liðnum árum. „Jazz undir fjöllum er skemmtilegur menningarviðburður í fallegu umhverfi. Það er ekkert allt of mikið af tónlistarhátíðum á Suðurlandi, svo hún er kærkomin viðbót í flóruna,“ sagði Sigurður, sem vonast til að fá gesti sem víðast að. „Fólk sem á leið um þjóðveginn kíkir væntanlega inn yfir daginn, og svo koma einhverjir sem staldra yfir nótt. Veðurspáin fyrir svæðið er góð, það skemmir ekki. En við viljum líka sjá fólk úr nærliggjandi sveitum og sýslum. Við viljum ekki síður skemmta því,“ sagði hann. Í ár fer hátíðin fram á einum degi, þegar fimmtán tónlistarmenn koma fram á sex tónleikum. „Formið á þessu hefur nú reyndar aldrei verið eins. Við höfum bæði haft tveggja og þriggja daga prógramm, en ætlum að prófa að hafa þetta á einum degi í ár. Við verðum með tónleika frá eitt um daginn og nánast til miðnættis, að undanskildu smá kvöldverðarhléi,“ útskýrði Sigurður. Fyrir kvöldverðarhlé leika ungir og efnilegir tónlistarmenn tónlist sína í kaffiteríu Byggðasafnsins á Skógum. Á kvöldtónleikunum stígur svo Tríó Björns Thoroddsens á stokk ásamt gestunum Andreu Gylfadóttur og Halldóri Bragasyni. „Þetta er mjög breiður hópur listamanna. Yfir daginn er þetta yngra fólk og upprennandi, þeir yngstu eru að ljúka námi við FÍH á næstunni og aðrir eru tiltölulega nýkomnir heim úr námi úti,“ sagði Sigurður. Ívar Guðmundsson og hljómsveit halda minningartónleika um trompetleikarann Viðar Alfreðsson klukkan 15. „Viðar, sem var frábær trompetleikari, átti ættir að rekja til Eyjafjalla og hljóðfæri hans eru geymd þarna á safninu. Við vorum með minningartónleika á fyrstu hátíðinni og datt núna í hug að gera þetta að árlegum viðburði,“ útskýrði Sigurður. Hátíðin hefst klukkan 13 á morgun og lýkur um miðnætti. Inn á kvöldtónleikana er aðgangseyrir 1.500 krónur.
Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira