Tónlist

Mínus snýr aftur

Þetta er hljómsveitin Mínus, frá vinstri eru Bjarni, Siggi, Bjössi og Krummi.
Þetta er hljómsveitin Mínus, frá vinstri eru Bjarni, Siggi, Bjössi og Krummi.

Rokksveitin Mínus heldur tónleika á Grand Rokk annað kvöld, laugardaginn 14. júlí. Þetta verða fyrstu tónleikarnir þar sem sveitin er í aðalhlutverki síðan mannabreytingar urðu fyrir skemmstu. Eins og kom fram í fjölmiðlum sögðu Frosti Logason gítarleikari og Þröstur Jónsson bassaleikari skilið við Mínus. Í staðinn var fenginn bassaleikarinn Sigurður Oddsson úr Future Future.

Að sögn Björns Stefánssonar trommuleikara ætlar Mínus á þessum tónleikum að leika þverskurð af efni hljómsveitarinnar á níu ára ferli hennar. Sannarlega forvitnilegir tónleikar. Húsið opnar klukkan 23 og það kostar þúsundkall inn. Plötusnúðurinn Frosti Gringo hitar upp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×