Tónlist

Bonsom í tónleikaferð

Hljómsveitin Bonsom er á leiðinni í stutta tónleikaferð.
Hljómsveitin Bonsom er á leiðinni í stutta tónleikaferð.

Djasskvartettinn Bonsom er á leiðinni í stutta tónleikaferð sem hefst í Krákunni á Grundarfirði í kvöld. Annað kvöld spilar kvartettinn í Deiglunni á Akureyri og á föstudags- og laugardagskvöld spilar hann á Mývatni.



Bonsom er að fylgja eftir samnefndri plötu sinni sem kom út um miðjan síðasta mánuð. Að sögn bassaleikarans Þorgríms Jónssonar hafa þeir félagar undanfarið verið að fikra sig í átt að rokki og þjóðlagatónlist og má því búast við skemmtilegri tónlistarblöndu á væntanlegum tónleikum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.