Foreldrar geti fylgst með börnum sínum 18. júlí 2007 02:45 Með nýjum gervihnattasímum má fylgjast með staðsetningu vina og fjölskyldumeðlima. Með nýjum GPS-farsímum geta foreldrar fylgst með staðsetningu barna sinna. Þetta segir Jón Ingi Björnsson, framkvæmdastjóri íslenska fyrirtækisins Trackwell. Fyrirtækið hefur þróað eftirlitsforrit frá árinu 1996. „Upp á síðkastið hefur þessi GPS-tækni orðið vinsæl og nú eru komnir símar sem eru bæði farsímar og GPS-tæki,“ segir Jón Ingi. GPS-tæknin nýtir fjölda gervihnatta á sporbaug um jörðina til að finna staðsetningu þeirra hluta eða fólks sem fylgst er með. Trackwell hefur hannað hugbúnað sem býður fólki upp á að fylgjast með öðrum með aðstoð farsímans síns. Fyrirtækið hefur selt kerfið til símafyrirtækis í Ástralíu, en að sögn Jóns Inga hefur tæknin ekki náð fótfestu hingað til. Með tilkomu GPS-farsíma verði tæknilegi hlutinn auðveldari. „Þetta hefur verið rætt hjá aðstandendum Alzheimers-sjúklinga og fólks með Downs-heilkenni. En einhver þarf að borga þetta,“ segir Jón Ingi. „Við ræddum þetta og mér finnst voða spennandi að skoða þetta,“ segir María Th. Jónsdóttir, formaður Alzheimerfélagsins. „Ef fólk með Alzheimer getur vanist því að ganga með öryggistæki eru meiri líkur á að það geti haldið því áfram þegar það verður mjög gleymið,“ segir María. Með forritinu MyBuddy Tracker býður Trackwell upp á að unglingar geti fundið staðsetningu vina sinna og gert þeim þar með auðveldara að hittast og eiga samskipti. Forritið MyChild Tracker gerir foreldrum kleift að fylgjast með ferðum barnsins. „Þú getur sett inn að klukkan níu eigi barnið þitt að vera komið í skólann. Ef það vantar í skólann færðu send smáskilaboð. Og ef barnið fer úr hverfinu færðu skilaboð.“ Foreldrar þurfa jafnframt að samþykkja ef barn vill leyfa öðrum en þeim að fylgjast með sér. „En ef barn slekkur á kerfinu eru foreldrarnir látnir vita,“ segir Jón Ingi. Vísindi Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Með nýjum GPS-farsímum geta foreldrar fylgst með staðsetningu barna sinna. Þetta segir Jón Ingi Björnsson, framkvæmdastjóri íslenska fyrirtækisins Trackwell. Fyrirtækið hefur þróað eftirlitsforrit frá árinu 1996. „Upp á síðkastið hefur þessi GPS-tækni orðið vinsæl og nú eru komnir símar sem eru bæði farsímar og GPS-tæki,“ segir Jón Ingi. GPS-tæknin nýtir fjölda gervihnatta á sporbaug um jörðina til að finna staðsetningu þeirra hluta eða fólks sem fylgst er með. Trackwell hefur hannað hugbúnað sem býður fólki upp á að fylgjast með öðrum með aðstoð farsímans síns. Fyrirtækið hefur selt kerfið til símafyrirtækis í Ástralíu, en að sögn Jóns Inga hefur tæknin ekki náð fótfestu hingað til. Með tilkomu GPS-farsíma verði tæknilegi hlutinn auðveldari. „Þetta hefur verið rætt hjá aðstandendum Alzheimers-sjúklinga og fólks með Downs-heilkenni. En einhver þarf að borga þetta,“ segir Jón Ingi. „Við ræddum þetta og mér finnst voða spennandi að skoða þetta,“ segir María Th. Jónsdóttir, formaður Alzheimerfélagsins. „Ef fólk með Alzheimer getur vanist því að ganga með öryggistæki eru meiri líkur á að það geti haldið því áfram þegar það verður mjög gleymið,“ segir María. Með forritinu MyBuddy Tracker býður Trackwell upp á að unglingar geti fundið staðsetningu vina sinna og gert þeim þar með auðveldara að hittast og eiga samskipti. Forritið MyChild Tracker gerir foreldrum kleift að fylgjast með ferðum barnsins. „Þú getur sett inn að klukkan níu eigi barnið þitt að vera komið í skólann. Ef það vantar í skólann færðu send smáskilaboð. Og ef barnið fer úr hverfinu færðu skilaboð.“ Foreldrar þurfa jafnframt að samþykkja ef barn vill leyfa öðrum en þeim að fylgjast með sér. „En ef barn slekkur á kerfinu eru foreldrarnir látnir vita,“ segir Jón Ingi.
Vísindi Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira