Tónlist

Mood með tónleika

Bergþór Smári og félagar í Mood spila á Næsta bar í kvöld.
Bergþór Smári og félagar í Mood spila á Næsta bar í kvöld.

Bergþór Smári, sem vakti athygli í síðustu Eurovision-keppni með laginu Þú gafst mér allt, spilar með hljómsveit sinni Mood á Næsta bar í kvöld. Mood var stofnuð árið 2003 og er skipuð, auk Bergþórs, þeim Inga Skúlasyni, bassaleikara Jagúars, og trommaranum Friðriki Júlíussyni.

„Við spiluðum upphaflega hina ýmsu „standarda“ en núna erum við mest með frumsamið efni,“ segir Bergþór Smári sem er fyrirtaks blúsgítarleikari. Nefnir hann David Gilmore og Jimi Hendrix á meðal helstu áhrifavalda sinna. „Við ætlum að koma með plötu á næstu mánuðum og erum að leggja lokahönd á hana,“ bætir hann við. Tónleikarnir í kvöld hefjast klukkan 21.00 og kostar 500 krónur inn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×