Allar vísbendingar teknar til greina 23. ágúst 2007 06:15 Thomas Grundt Þjóðverjarnir Thomas Grundt, 24 ára, og Mathias Hinz, 29 ára, komu til Íslands 27. júlí síðastliðinn. Vitað er um ferðir þeirra á tjaldsvæðinu í Laugardal skömmu eftir komuna til landsins en ekkert hefur frést af þeim síðan þá. Um 60 björgunarsveitarmenn af öllu Suðurlandi leituðu mannanna í gær og fínkembdu svæðið í nágrenni Skaftafells. Leitin hefur ekki borið árangur og að sögn lögreglu hafa engar nýjar vísbendingar komið í ljós. Vitað er að mennirnir hugðust skoða Skaftafell og jafnvel stunda ísklifur á jöklunum þar í grennd en þeir eru báðir vanir ísklifrarar. Mánudaginn 30. júlí tóku mennirnir á móti SMS-skilaboðum í síma skammt frá Skaftafelli en ekkert er vitað með vissu um ferðir þeirra síðan þá. Þeir áttu pantað flug heim til Þýskalands hinn 17. ágúst og þegar þeir skiluðu sér ekki í flugið lýsti lögreglan eftir þeim. Formleg leit björgunarsveita hófst síðan á þriðjudag. Fjölmargir hafa haft samband við lögreglu eftir að lýst var eftir mönnunum. Flestir telja sig hafa séð þá í nágrenni Skaftafells eða á Svínafellsjökli um mánaðamótin. Litlar sem engar vísbendingar hafa borist um ferðir mannanna síðan þá og því þótti eðlilegt að miða leitina við það svæði. Mathias Hinz Friðrik Jónas Friðriksson, formaður björgunarfélags Hornafjarðar, segir að þau svæði sem helst komi til greina hafi verið fínkembd í gær. Það er Skaftafellsjökull, Svínafellsjökull, Virkisjökull og fjalllendið þar í kring. Svokallaðir undanfarahópar, skipaðir reyndustu fjallabjörgunarmönnum Landsbjargar, fóru um hættulegustu svæðin en veður hamlaði leit fram eftir degi. Þyrla Landhelgisgæslunnar fór í loftið um leið og létti til upp úr hádeginu og björgunarsveitarmenn leituðu fram í myrkur. Friðrik sagði að bæri leitin ekki árangur væri stefnt að stórleit á laugardag með aðstoð allt að 400 björgunarsveitarmanna. Ólöf Snæhólm, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að allar vísbendingar séu teknar til greina við leitina. Lögreglan hafi rætt við skálaverði, leiðsögumenn og rútubílstjóra auk þess sem rennt hafi verið í gegnum gestabækur á ferðamannastöðum. Þá hafa upplýsingar frá þýskum miðli verið teknar til skoðunar en sá hefur oft aðstoðað lögregluna þar í landi í málum sem þessum. „Leitarfræðin segja okkur að útiloka ekki vísbendingar af þessu tagi svo lengi sem þær eru í samræmi við annað sem við vitum,“ segir Ólöf en miðillinn gaf lýsingu af stað sem á vel við jökulsporðinn í nágrenni Skaftafells þar sem björgunarsveitarmenn leituðu í gær. Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Sjá meira
Þjóðverjarnir Thomas Grundt, 24 ára, og Mathias Hinz, 29 ára, komu til Íslands 27. júlí síðastliðinn. Vitað er um ferðir þeirra á tjaldsvæðinu í Laugardal skömmu eftir komuna til landsins en ekkert hefur frést af þeim síðan þá. Um 60 björgunarsveitarmenn af öllu Suðurlandi leituðu mannanna í gær og fínkembdu svæðið í nágrenni Skaftafells. Leitin hefur ekki borið árangur og að sögn lögreglu hafa engar nýjar vísbendingar komið í ljós. Vitað er að mennirnir hugðust skoða Skaftafell og jafnvel stunda ísklifur á jöklunum þar í grennd en þeir eru báðir vanir ísklifrarar. Mánudaginn 30. júlí tóku mennirnir á móti SMS-skilaboðum í síma skammt frá Skaftafelli en ekkert er vitað með vissu um ferðir þeirra síðan þá. Þeir áttu pantað flug heim til Þýskalands hinn 17. ágúst og þegar þeir skiluðu sér ekki í flugið lýsti lögreglan eftir þeim. Formleg leit björgunarsveita hófst síðan á þriðjudag. Fjölmargir hafa haft samband við lögreglu eftir að lýst var eftir mönnunum. Flestir telja sig hafa séð þá í nágrenni Skaftafells eða á Svínafellsjökli um mánaðamótin. Litlar sem engar vísbendingar hafa borist um ferðir mannanna síðan þá og því þótti eðlilegt að miða leitina við það svæði. Mathias Hinz Friðrik Jónas Friðriksson, formaður björgunarfélags Hornafjarðar, segir að þau svæði sem helst komi til greina hafi verið fínkembd í gær. Það er Skaftafellsjökull, Svínafellsjökull, Virkisjökull og fjalllendið þar í kring. Svokallaðir undanfarahópar, skipaðir reyndustu fjallabjörgunarmönnum Landsbjargar, fóru um hættulegustu svæðin en veður hamlaði leit fram eftir degi. Þyrla Landhelgisgæslunnar fór í loftið um leið og létti til upp úr hádeginu og björgunarsveitarmenn leituðu fram í myrkur. Friðrik sagði að bæri leitin ekki árangur væri stefnt að stórleit á laugardag með aðstoð allt að 400 björgunarsveitarmanna. Ólöf Snæhólm, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að allar vísbendingar séu teknar til greina við leitina. Lögreglan hafi rætt við skálaverði, leiðsögumenn og rútubílstjóra auk þess sem rennt hafi verið í gegnum gestabækur á ferðamannastöðum. Þá hafa upplýsingar frá þýskum miðli verið teknar til skoðunar en sá hefur oft aðstoðað lögregluna þar í landi í málum sem þessum. „Leitarfræðin segja okkur að útiloka ekki vísbendingar af þessu tagi svo lengi sem þær eru í samræmi við annað sem við vitum,“ segir Ólöf en miðillinn gaf lýsingu af stað sem á vel við jökulsporðinn í nágrenni Skaftafells þar sem björgunarsveitarmenn leituðu í gær.
Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Sjá meira