Erlent

Íhuga að flytja inn etanólbíla

Innflutningur á Saab Bio-Power bifreiðum er til athugunar hjá Ingvari Helgasyni ehf. Bílarnir ganga fyrir etanóli og rafmagni og er útblástur koltvíoxíðs 90 prósentum minni en í hefðbundnum bensínvélum. Auk þess bindur hráefnið sem notað er í etanólið koltvíoxíð við ræktun.



Saab 9-3 og 9-5 Bio-Power bifreiðarnar hafa náð 38 prósenta markaðshlutdeild í sölu sparsamari bíla í Svíþjóð. Að sögn Lofts Ágústssonar, markaðsstjóra Ingvars Helgasonar, kemur til greina að flytja þá inn, fáist olíufélögin til að selja etanól.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×