Var alveg biðarinnar virði 23. júlí 2007 04:15 Kvikmyndatökumaðurinn verður á fleygiferð nánast allan tímann enda hefur myndinni verið lýst sem 51 mínútu löngum eltingarleik. „Það verður búið að skreyta Laugaveginn þegar ég kem heim,“ segir kvikmyndatökumaðurinn Óttar Guðnason. Hann er nú loksins kominn til Berlínar þar sem undirbúningur fyrir hasarmyndina Stopping Power er kominn á fullt. Leikstjóri myndarinnar er enginn annar en hinn hollenski Jan de Bont sem sjálfur hóf feril sinn í kvikmyndatökustólnum. Þótt enn sé rúmur mánuður þar til eiginlegar tökur hefjast hefur Óttar nóg fyrir stafni. Samkvæmt kvikmyndatímaritinu Variety hyggst de Bont tjalda öllu til og hefur Stopping Power verið lýst sem „51 mínútu eltingarleik þar sem bílar, einkaþotur, orrustuþotur og þyrlur koma við sögu,“ svo vitnað sé í kvikmyndabiblíuna Variety. Óttar getur að einhverju leyti tekið undir þessi orð og viðurkennir að hann sé með fiðring í maganum. „Þetta er alveg gríðarleg áskorun fyrir mig en um leið ákaflega spennandi,“ segir Óttar og bætir því við að í ljósi fortíðar de Bont sem kvikmyndatökumanns sé eilítið meiri pressa á hann að standa sig. Kvikmyndatökumaðurinn segist þó vera hvergi banginn þótt hann eigi eftir að vera á fleygiferð á lofti og láði enda sé de Bont búinn að velja í kringum sig marga af fremstu áhættuleikstjórum heims. „Þetta verður allt eins öruggt og hugsast getur.“ Stórleikarinn John Cusack er eini leikarinn hingað til sem staðfest hefur verið að leiki í myndinni. Hann mun fara með hlutverk venjulegs fjölskylduföður sem verður fyrir því að húsbílnum hans er rænt í miðborg Berlínar með dóttur hans innanborðs. Tvö önnur stórnöfn hafa verið nefnd í tengslum við myndina en Óttar vildi lítið tjá sig um það mál. Meira en ár er liðið síðan Óttar var ráðinn til verksins en síðan var myndinni frestað um óákveðinn tíma. Kvikmyndatökumaðurinn sagðist vera feginn að boltinn skyldi vera farinn að rúlla. „Maður hefur verið með þetta aftan í hnakkanum allan þennan tíma og nú bíður maður bara eftir því að komast í gírinn af fullum krafti.“ Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
„Það verður búið að skreyta Laugaveginn þegar ég kem heim,“ segir kvikmyndatökumaðurinn Óttar Guðnason. Hann er nú loksins kominn til Berlínar þar sem undirbúningur fyrir hasarmyndina Stopping Power er kominn á fullt. Leikstjóri myndarinnar er enginn annar en hinn hollenski Jan de Bont sem sjálfur hóf feril sinn í kvikmyndatökustólnum. Þótt enn sé rúmur mánuður þar til eiginlegar tökur hefjast hefur Óttar nóg fyrir stafni. Samkvæmt kvikmyndatímaritinu Variety hyggst de Bont tjalda öllu til og hefur Stopping Power verið lýst sem „51 mínútu eltingarleik þar sem bílar, einkaþotur, orrustuþotur og þyrlur koma við sögu,“ svo vitnað sé í kvikmyndabiblíuna Variety. Óttar getur að einhverju leyti tekið undir þessi orð og viðurkennir að hann sé með fiðring í maganum. „Þetta er alveg gríðarleg áskorun fyrir mig en um leið ákaflega spennandi,“ segir Óttar og bætir því við að í ljósi fortíðar de Bont sem kvikmyndatökumanns sé eilítið meiri pressa á hann að standa sig. Kvikmyndatökumaðurinn segist þó vera hvergi banginn þótt hann eigi eftir að vera á fleygiferð á lofti og láði enda sé de Bont búinn að velja í kringum sig marga af fremstu áhættuleikstjórum heims. „Þetta verður allt eins öruggt og hugsast getur.“ Stórleikarinn John Cusack er eini leikarinn hingað til sem staðfest hefur verið að leiki í myndinni. Hann mun fara með hlutverk venjulegs fjölskylduföður sem verður fyrir því að húsbílnum hans er rænt í miðborg Berlínar með dóttur hans innanborðs. Tvö önnur stórnöfn hafa verið nefnd í tengslum við myndina en Óttar vildi lítið tjá sig um það mál. Meira en ár er liðið síðan Óttar var ráðinn til verksins en síðan var myndinni frestað um óákveðinn tíma. Kvikmyndatökumaðurinn sagðist vera feginn að boltinn skyldi vera farinn að rúlla. „Maður hefur verið með þetta aftan í hnakkanum allan þennan tíma og nú bíður maður bara eftir því að komast í gírinn af fullum krafti.“
Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein