Kristni stendur á traustum grunni Ágúst Valgarð Ólafsson skrifar 27. júlí 2007 06:00 Mér var bent á grein í Fréttablaðinu 16. júlí síðastliðinn (bls. 18), sem bar yfirskriftina „Viðheldur fáfræði kristninni?" Ég ætla ekki að mæla því bót að menn verji eða vinni að framgangi málstaðar með því að forðast tilteknar staðreyndir, eða með því að lifa gegn eigin sannfæringu. Enginn ætti að predika það sem hann trúir ekki innst inni. Þess finnast dæmi að fáfræði hafi viðhaldið kristni. Ég er hins vegar ósammála því að svo sé enn í dag fyrir hugsandi fólk sem kynnir sér málið. Það þarf einnig að hafa í huga að rök með blekkingum merkja ekki endilega að það sem er rökstutt sé rangt.Er Guð til?Steindór vitnar í þrjár bækur eftir Bart D. Ehrman. 28 mars 2006 áttu sér stað rökræður á milli Ehrmans og Williams Lane Craig um spurninguna „Eru sagnfræðileg rök fyrir upprisu Jesú?" Handrit af rökræðunum má finna áhttp://www.holycross.edu/departments/crec/website/resurrdebate.htm.Það sem raunverulega er tekist á um í rökræðum Ehrmans og Craigs er spurningin um tilvist Guðs. Þeir sem afneita tilvist Guðs geta ekki samþykkt kraftaverk sem útskýringu á sögulegum atburði. Þegar Ehrman segir að engin sagnfræðileg rök séu til um upprisuna, er hann í raun að segja að upprisan sé ekki besta skýringin á þeim ummerkjum (e. evidence) sem við höfum, en ekki að það séu engin ummerki. Ehrman afneitar tilvist Guðs (eða efast stórlega) og getur því ekki samþykkt kraftaverk sem sögulegan atburð. Niðurstaða Ehrmans er því sú að það séu engin söguleg rök fyrir upprisu Jesú.A.m.k. fjögur sagnfræðileg rök blasa hins vegar við þeim sem samþykkir tilvist Guðs, nefnilega (1) greftrun Jesú, (2) tóm gröf, (3) Jesú birtist lærisveinum sínum upprisinn og loks (4) útskýring á sannfæringu lærisveina Jesú um upprisuna.Heimsendir og fjölskyldugildiSteindór vitnar í orð Ehrmans um að Jesús hafi verið heimsendaspámaður og því hafi Hann ekkert kært sig um hefðbundin fjölskyldugildi og að alla síðustu öld hafi þetta verið sú mynd af Jesú sem meirihluti fræðimanna aðhylltist. Jesús sagði fyrir um endi þess heims sem við lifum í nú og umbreytingu yfir í annarsskonar heim. Hann er því vissulega „heimsendaspámaður" að mínu viti. Hvort Hann kærði sig ekkert um hefðbundin fjölskyldugildi fer bæði eftir því hvernig við skiljum boðskap Jesú og svo því hvað við flokkum sem hefðbundin fjölskyldugildi. Guðleysingi spyr Guð vitaskuld ekki að því hvaða fjölskyldugildi Guð hefur heldur leitar annað. Upphafspunktur guðleysingjans er ekki hjá Guði.Sá sem raunverulega trúir á tilvist Guðs skilur hins vegar að skilgreining á góðum fjölskyldugildum er ekki að finna í eigin ranni heldur hjá Guði, sem í upphafi hannaði bæði heiminn, hjónabandið og fjölskylduna. Kristinn maður reynir því að skilja fjölskyldugildi Guðs eftir bestu getu, að gera Guðs gildi að sínum eigin. Það er því við því að búast að ókristnir menn álíti Jesú hafa kært sig kollóttan um það sem þeir kalla hefðbundin fjölskyldugildi. Ef fjölskyldulíf fræðimanna eins og Paul Tillich bar að einhverju leyti vitni um hvað þeir álitu hefðbundin fjölskyldugildi er gott að þeir sáu Jesú ekki undirstrika þau. Þó að meirihluti fræðimanna sé á tiltekinni skoðun sannar það ekki að þeir hafi rétt fyrir sér eins og Ehrman bendir sjálfur á í rökræðum sínum við Craig (sjá bls. 19).Var Biblíunni breytt á fjórðu öld?Steindór vitnar svo í aðra bók eftir Ehrman þar sem segir „biblíuhandritunum var breytt." Þetta er einfaldlega ekki rétt, sjáhttp://www.agust.org/dvcisl.pdf. Það er tvennt sem er til umræðu hér. Annars vegar ásakanir um að einstökum bókum Biblíunnar hafi verið breytt, hins vegar það ferli að ákvarða hvaða bækur yrðu „inni" og hverjar „úti" þegar Nýja Testamentið var sett saman. Heimildir sýna að á fjórðu öld var einfaldlega staðfest það sem þegar hafði verið venja í yfir 200 ár hjá heilbrigðum kirkjum og leiðtogum þeirra. Það er tekið fram í íslensku biblíunni að seinustu vers Markúsarguðspjalls vantar í sum handrit. Það er enginn feluleikur hér. Ekkert mikilvægt í kristinni trú stendur né fellur með þessum versum né öðrum versum sem vantar í sum handrit.Höfundur er tölvunarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Mér var bent á grein í Fréttablaðinu 16. júlí síðastliðinn (bls. 18), sem bar yfirskriftina „Viðheldur fáfræði kristninni?" Ég ætla ekki að mæla því bót að menn verji eða vinni að framgangi málstaðar með því að forðast tilteknar staðreyndir, eða með því að lifa gegn eigin sannfæringu. Enginn ætti að predika það sem hann trúir ekki innst inni. Þess finnast dæmi að fáfræði hafi viðhaldið kristni. Ég er hins vegar ósammála því að svo sé enn í dag fyrir hugsandi fólk sem kynnir sér málið. Það þarf einnig að hafa í huga að rök með blekkingum merkja ekki endilega að það sem er rökstutt sé rangt.Er Guð til?Steindór vitnar í þrjár bækur eftir Bart D. Ehrman. 28 mars 2006 áttu sér stað rökræður á milli Ehrmans og Williams Lane Craig um spurninguna „Eru sagnfræðileg rök fyrir upprisu Jesú?" Handrit af rökræðunum má finna áhttp://www.holycross.edu/departments/crec/website/resurrdebate.htm.Það sem raunverulega er tekist á um í rökræðum Ehrmans og Craigs er spurningin um tilvist Guðs. Þeir sem afneita tilvist Guðs geta ekki samþykkt kraftaverk sem útskýringu á sögulegum atburði. Þegar Ehrman segir að engin sagnfræðileg rök séu til um upprisuna, er hann í raun að segja að upprisan sé ekki besta skýringin á þeim ummerkjum (e. evidence) sem við höfum, en ekki að það séu engin ummerki. Ehrman afneitar tilvist Guðs (eða efast stórlega) og getur því ekki samþykkt kraftaverk sem sögulegan atburð. Niðurstaða Ehrmans er því sú að það séu engin söguleg rök fyrir upprisu Jesú.A.m.k. fjögur sagnfræðileg rök blasa hins vegar við þeim sem samþykkir tilvist Guðs, nefnilega (1) greftrun Jesú, (2) tóm gröf, (3) Jesú birtist lærisveinum sínum upprisinn og loks (4) útskýring á sannfæringu lærisveina Jesú um upprisuna.Heimsendir og fjölskyldugildiSteindór vitnar í orð Ehrmans um að Jesús hafi verið heimsendaspámaður og því hafi Hann ekkert kært sig um hefðbundin fjölskyldugildi og að alla síðustu öld hafi þetta verið sú mynd af Jesú sem meirihluti fræðimanna aðhylltist. Jesús sagði fyrir um endi þess heims sem við lifum í nú og umbreytingu yfir í annarsskonar heim. Hann er því vissulega „heimsendaspámaður" að mínu viti. Hvort Hann kærði sig ekkert um hefðbundin fjölskyldugildi fer bæði eftir því hvernig við skiljum boðskap Jesú og svo því hvað við flokkum sem hefðbundin fjölskyldugildi. Guðleysingi spyr Guð vitaskuld ekki að því hvaða fjölskyldugildi Guð hefur heldur leitar annað. Upphafspunktur guðleysingjans er ekki hjá Guði.Sá sem raunverulega trúir á tilvist Guðs skilur hins vegar að skilgreining á góðum fjölskyldugildum er ekki að finna í eigin ranni heldur hjá Guði, sem í upphafi hannaði bæði heiminn, hjónabandið og fjölskylduna. Kristinn maður reynir því að skilja fjölskyldugildi Guðs eftir bestu getu, að gera Guðs gildi að sínum eigin. Það er því við því að búast að ókristnir menn álíti Jesú hafa kært sig kollóttan um það sem þeir kalla hefðbundin fjölskyldugildi. Ef fjölskyldulíf fræðimanna eins og Paul Tillich bar að einhverju leyti vitni um hvað þeir álitu hefðbundin fjölskyldugildi er gott að þeir sáu Jesú ekki undirstrika þau. Þó að meirihluti fræðimanna sé á tiltekinni skoðun sannar það ekki að þeir hafi rétt fyrir sér eins og Ehrman bendir sjálfur á í rökræðum sínum við Craig (sjá bls. 19).Var Biblíunni breytt á fjórðu öld?Steindór vitnar svo í aðra bók eftir Ehrman þar sem segir „biblíuhandritunum var breytt." Þetta er einfaldlega ekki rétt, sjáhttp://www.agust.org/dvcisl.pdf. Það er tvennt sem er til umræðu hér. Annars vegar ásakanir um að einstökum bókum Biblíunnar hafi verið breytt, hins vegar það ferli að ákvarða hvaða bækur yrðu „inni" og hverjar „úti" þegar Nýja Testamentið var sett saman. Heimildir sýna að á fjórðu öld var einfaldlega staðfest það sem þegar hafði verið venja í yfir 200 ár hjá heilbrigðum kirkjum og leiðtogum þeirra. Það er tekið fram í íslensku biblíunni að seinustu vers Markúsarguðspjalls vantar í sum handrit. Það er enginn feluleikur hér. Ekkert mikilvægt í kristinni trú stendur né fellur með þessum versum né öðrum versum sem vantar í sum handrit.Höfundur er tölvunarfræðingur.
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar