Norrænt stúlknaband safnar fé fyrir bágstadda 27. júlí 2007 03:30 Birgitta Haukdal hefur í félagi við þrjá aðra Íslendinga stofnað samtökin Navia, Norrænu kraftaverkasamtökin. Markmið þeirra er að hjálpa þeim sem minna mega sín í heiminum.Fréttablaðið/hörður „Okkar draumsýn er að láta gott af okkur leiða. Það er náttúrlega draumur ef maður getur unnið við það að hjálpa öðrum,“ segir söngkonan Birgitta Haukdal, sem vinnur nú með samtökunum Navia í félagi við þrjá aðra Íslendinga. Navia stendur fyrir The Nordic Miracle Group, eða Norrænu kraftaverkasamtökin. Markmiðið er að fólk á Norðurlöndunum taki höndum saman um að hjálpa þeim sem minna mega sín í heiminum. Að samtökunum standa auk Birgittu þau Bjarney Lúðvíksdóttir, sem áður starfaði hjá Eskimo og Casting, Trausti Bjarnason, sem getið hefur sér gott orð sem lagahöfundur í Eurovision, og Svanhvít Aðalsteinsdóttir sem starfar hjá Útflutningsráði. Að sögn Birgittu er hugmyndin með Navia að koma af stað samnorrænu verkefni sem leiði gott af sér, safna peningum fyrir þá sem þurfa á því að halda. Tónlistin verður þar í aðalhlutverki og eitt af verkefnunum verður að stofna norrænt stelpnaband. Liðsmenn þess verða frá öllum Norðurlöndunum, einn frá hverju landi, Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Íslandi. Ekki hefur enn verið gengið nákvæmlega frá því hvernig stúlkurnar verða valdar í bandið en unnið er að því í samstarfi við danskan leikstjóra. Búist er við því að tökur hefjist seint á þessu ári eða snemma á því næsta. Allt í allt verða þrettán sjónvarpsþættir sýndir um stúlknabandið nýja, sem mun heita Navia. Stúlknasveitin mun að líkindum ferðast um og syngja og spila til að safna fé fyrir bágstadda. Það verður meðal annars gert með framlögum frá fyrirtækjum. Á heimasíðu samtakanna, Navia.is, má sjá að sterkir aðilar hafa gengið til liðs við Navia, Sjónvarpið, True North, Rauði krossinn og Iceland Express svo einhverjir séu nefndir. Birgitta og aðstandendur verkefnisins fást ekki til að segja mikið um næstu skref en segja stórra tíðinda að vænta. Vitað er til þess að þau hafa fundað stíft síðustu mánuði, meðal annars um öll Norðurlöndin og skýrir það aðkomu Iceland Express að verkefninu. Birgitta hefur til þessa ekki verið áberandi á öðrum sviðum en tónlistinni. Hún segist spennt fyrir að prófa eitthvað nýtt. „Já, tónlistin hefur átt hug minn síðustu tíu árin eða svo en meðfram því hef ég líka verið að læra. Þetta verkefni var bara svo spennandi að ég varð að vera með. Það er svo frábært að geta starfað við eitthvað sem nýtist öðrum. Svo er bara vonandi að þetta verði svo flott verkefni að það haldi áfram þegar við erum öll farin yfir móðuna miklu.“ Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
„Okkar draumsýn er að láta gott af okkur leiða. Það er náttúrlega draumur ef maður getur unnið við það að hjálpa öðrum,“ segir söngkonan Birgitta Haukdal, sem vinnur nú með samtökunum Navia í félagi við þrjá aðra Íslendinga. Navia stendur fyrir The Nordic Miracle Group, eða Norrænu kraftaverkasamtökin. Markmiðið er að fólk á Norðurlöndunum taki höndum saman um að hjálpa þeim sem minna mega sín í heiminum. Að samtökunum standa auk Birgittu þau Bjarney Lúðvíksdóttir, sem áður starfaði hjá Eskimo og Casting, Trausti Bjarnason, sem getið hefur sér gott orð sem lagahöfundur í Eurovision, og Svanhvít Aðalsteinsdóttir sem starfar hjá Útflutningsráði. Að sögn Birgittu er hugmyndin með Navia að koma af stað samnorrænu verkefni sem leiði gott af sér, safna peningum fyrir þá sem þurfa á því að halda. Tónlistin verður þar í aðalhlutverki og eitt af verkefnunum verður að stofna norrænt stelpnaband. Liðsmenn þess verða frá öllum Norðurlöndunum, einn frá hverju landi, Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Íslandi. Ekki hefur enn verið gengið nákvæmlega frá því hvernig stúlkurnar verða valdar í bandið en unnið er að því í samstarfi við danskan leikstjóra. Búist er við því að tökur hefjist seint á þessu ári eða snemma á því næsta. Allt í allt verða þrettán sjónvarpsþættir sýndir um stúlknabandið nýja, sem mun heita Navia. Stúlknasveitin mun að líkindum ferðast um og syngja og spila til að safna fé fyrir bágstadda. Það verður meðal annars gert með framlögum frá fyrirtækjum. Á heimasíðu samtakanna, Navia.is, má sjá að sterkir aðilar hafa gengið til liðs við Navia, Sjónvarpið, True North, Rauði krossinn og Iceland Express svo einhverjir séu nefndir. Birgitta og aðstandendur verkefnisins fást ekki til að segja mikið um næstu skref en segja stórra tíðinda að vænta. Vitað er til þess að þau hafa fundað stíft síðustu mánuði, meðal annars um öll Norðurlöndin og skýrir það aðkomu Iceland Express að verkefninu. Birgitta hefur til þessa ekki verið áberandi á öðrum sviðum en tónlistinni. Hún segist spennt fyrir að prófa eitthvað nýtt. „Já, tónlistin hefur átt hug minn síðustu tíu árin eða svo en meðfram því hef ég líka verið að læra. Þetta verkefni var bara svo spennandi að ég varð að vera með. Það er svo frábært að geta starfað við eitthvað sem nýtist öðrum. Svo er bara vonandi að þetta verði svo flott verkefni að það haldi áfram þegar við erum öll farin yfir móðuna miklu.“
Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira