Nerdrum selur Ingunni Borgarbókasafnshúsið 27. júlí 2007 02:30 Ingunn Wernersdóttir Fjárfestirinn Ingunn Wernersdóttir hefur keypt eitt fallegasta húsið í Reykjavík, Esjuberg, sem stendur á Þingholtsstræti 29a. Seljandi hússins er einkahlutafélag norska listmálarans Odds Nerdrum, sem á árinu 2002 keypti húsið af félaginu Frumkvöðlaaðstöðunni, sem var í eigu Guðjóns Más Guðmundssonar sem kenndur er við hugbúnaðarfyrirtækið OZ. Nerdrum mun vera fluttur frá Íslandi til býlis í firði í heimalandi hans, Noregi. Guðjón átti hæsta tilboðið þegar Reykjavíkurborg auglýsti húsið til sölu í tengslum við flutninga Borgarbókasafnsins í Grófina. Guðjón keypti húsið í nóvember árið 2000 og sagðist mundu reka þar frumkvöðlasetur fyrir ungt fólk. Ekkert varð úr þeim fyrirætlunum og við söluna til Nerdrums aflétti borgin öllum kvöðum og heimilaði að húsið yrði nýtt sem íbúðarhúsnæði. Guðjón greiddi 70 milljónir króna fyrir húsið en seldi Nerdrum það tæpum tveimur árum síðar á 100 milljónir króna. Viðskiptin með Þingholtsstræti 29a eru enn ekki að fullu frágengin og ekki fæst gefið upp hvað Ingunn Wernersdóttir greiddi Odd Nerdrum fyrir húsið en talið er víst að það sé alls ekki undir 200 milljónum króna og sennilega mun hærra. Nerdrum mun hafa endurnýjað húsið að innan að nokkru leyti þann tíma sem það var í hans eigu. Ekki náðist í Ingunni Wernersdóttur í gær. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun notkun hússins enn ekki endanlega ákveðin. Ingunn hefur sagst mundu fjárfesta í listum og menningu. Fyrir skemmstu keypti hún svokallað Alliance-hús að Grandagarði sem hún hyggst nýta undir listastarfsemi. Um bæði þessi hús gildir að ytra byrði þeirra er friðað. Odd Olav Nerdrum Farinn heim til Noregs. . Guðjón Már Guðmundsson Frumkvöðlasetrið brást.. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Fjárfestirinn Ingunn Wernersdóttir hefur keypt eitt fallegasta húsið í Reykjavík, Esjuberg, sem stendur á Þingholtsstræti 29a. Seljandi hússins er einkahlutafélag norska listmálarans Odds Nerdrum, sem á árinu 2002 keypti húsið af félaginu Frumkvöðlaaðstöðunni, sem var í eigu Guðjóns Más Guðmundssonar sem kenndur er við hugbúnaðarfyrirtækið OZ. Nerdrum mun vera fluttur frá Íslandi til býlis í firði í heimalandi hans, Noregi. Guðjón átti hæsta tilboðið þegar Reykjavíkurborg auglýsti húsið til sölu í tengslum við flutninga Borgarbókasafnsins í Grófina. Guðjón keypti húsið í nóvember árið 2000 og sagðist mundu reka þar frumkvöðlasetur fyrir ungt fólk. Ekkert varð úr þeim fyrirætlunum og við söluna til Nerdrums aflétti borgin öllum kvöðum og heimilaði að húsið yrði nýtt sem íbúðarhúsnæði. Guðjón greiddi 70 milljónir króna fyrir húsið en seldi Nerdrum það tæpum tveimur árum síðar á 100 milljónir króna. Viðskiptin með Þingholtsstræti 29a eru enn ekki að fullu frágengin og ekki fæst gefið upp hvað Ingunn Wernersdóttir greiddi Odd Nerdrum fyrir húsið en talið er víst að það sé alls ekki undir 200 milljónum króna og sennilega mun hærra. Nerdrum mun hafa endurnýjað húsið að innan að nokkru leyti þann tíma sem það var í hans eigu. Ekki náðist í Ingunni Wernersdóttur í gær. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun notkun hússins enn ekki endanlega ákveðin. Ingunn hefur sagst mundu fjárfesta í listum og menningu. Fyrir skemmstu keypti hún svokallað Alliance-hús að Grandagarði sem hún hyggst nýta undir listastarfsemi. Um bæði þessi hús gildir að ytra byrði þeirra er friðað. Odd Olav Nerdrum Farinn heim til Noregs. . Guðjón Már Guðmundsson Frumkvöðlasetrið brást..
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira