Einar Snorri með stuttmynd á Live Earth 31. júlí 2007 02:30 Söngkonan Fergie syngur á Live Earth-tónleikunum á Wembley fyrr í sumar. Leikstjórinn Einar Snorri Einarsson leikstýrði á dögunum stuttmynd í tilefni Live Earth-tónleikanna sem voru haldnir um allan heim þann 7. júlí síðastliðinn. Einar Snorri leikstýrði stuttmynd sem deilir harðlega á neysluheiminn. Einar játar að um góða kynningu hafi verið að ræða fyrir sig og fyrirtæki hans Snorra Bros. „Þetta er ágætis áminning fyrir okkur en það er fyrst og fremst heiður að fá að taka þátt í svona mikilvægu átaki." Myndin var á meðal fimmtíu stuttmynda sem voru spilaðar fyrir milljónir áhorfenda á milli atriða á tónleikunum. Einnig voru allar stuttmyndirnar sýndar á kvikmyndahátíð í Los Angeles. Kollegar Einars Snorra úr Snorri Bros, Eiður Snorri og Snorri Sturluson, sendu einnig inn hugmyndir að stuttmyndum en á endanum var mynd Einars valin. „Við komum með þrjár hugmyndir og mín var valin," segir Einar Snorri og útskýrir að mynd hans sé ádeila á neysluheiminn. „Hún sýnir hvað lífið er orðið dapurt og hvað mannkynið er orðið sjúkt. Hún sýnir hvað fólk er búið að tapa sér í veraldlegum hlutum og útliti. Það vill eiga alls konar drasl og fær aldrei nóg. Það kaupir meira og meira þótt það eigi fullt," segir hann. Þeir félagar í Snorri Bros hafa verið duglegir við að leikstýra auglýsingum í gegnum árin, auk þess sem tónlistarmyndbönd fyrir stór nöfn á borð við R.E.M. og The Streets hafa dottið inn á borð þeirra. „Það er hressandi að fá að deila á þá sem maður hefur verið að vinna fyrir. Þetta réttlætir kannski aðeins þann skaða sem maður hefur gert með því að gera auglýsingar eins og til dæmis fyrir Hummer," segir Einar og hlær. Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Leikstjórinn Einar Snorri Einarsson leikstýrði á dögunum stuttmynd í tilefni Live Earth-tónleikanna sem voru haldnir um allan heim þann 7. júlí síðastliðinn. Einar Snorri leikstýrði stuttmynd sem deilir harðlega á neysluheiminn. Einar játar að um góða kynningu hafi verið að ræða fyrir sig og fyrirtæki hans Snorra Bros. „Þetta er ágætis áminning fyrir okkur en það er fyrst og fremst heiður að fá að taka þátt í svona mikilvægu átaki." Myndin var á meðal fimmtíu stuttmynda sem voru spilaðar fyrir milljónir áhorfenda á milli atriða á tónleikunum. Einnig voru allar stuttmyndirnar sýndar á kvikmyndahátíð í Los Angeles. Kollegar Einars Snorra úr Snorri Bros, Eiður Snorri og Snorri Sturluson, sendu einnig inn hugmyndir að stuttmyndum en á endanum var mynd Einars valin. „Við komum með þrjár hugmyndir og mín var valin," segir Einar Snorri og útskýrir að mynd hans sé ádeila á neysluheiminn. „Hún sýnir hvað lífið er orðið dapurt og hvað mannkynið er orðið sjúkt. Hún sýnir hvað fólk er búið að tapa sér í veraldlegum hlutum og útliti. Það vill eiga alls konar drasl og fær aldrei nóg. Það kaupir meira og meira þótt það eigi fullt," segir hann. Þeir félagar í Snorri Bros hafa verið duglegir við að leikstýra auglýsingum í gegnum árin, auk þess sem tónlistarmyndbönd fyrir stór nöfn á borð við R.E.M. og The Streets hafa dottið inn á borð þeirra. „Það er hressandi að fá að deila á þá sem maður hefur verið að vinna fyrir. Þetta réttlætir kannski aðeins þann skaða sem maður hefur gert með því að gera auglýsingar eins og til dæmis fyrir Hummer," segir Einar og hlær.
Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira