Innlent

Olíumengaðir sjófuglar finnast

Enn er óljóst hvað veldur því að talsvert er um olíumengaðan sjófugl á svæðinu frá Garðskaga og alveg inn á Njarðvíkurfitjar. Ekki fannst þó dauður fugl af völdum oíumengunar, en hundruð fulga sáust olíusmitaðir.

Mengunarvakt umhverfisstofnunar var gert viðvart á laugardag og stendur til að taka sýni af olíunni og jafnvel að fá Landhelgisgæsluna til að fljúga yfir og kanna málið nánar. Ekki varð vart olíumengunar í grennd við strandaða flutningaskipið Wilson Muuga og er ekkert vitað um uppruna hennar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×