Erlent

8000 morðingjum sleppt úr fangelsi

Fórnarlömb þjóðarmorðsins í Rúanda.
Fórnarlömb þjóðarmorðsins í Rúanda. MYND/AP

Átta þúsund föngum var sleppt úr fangelsum í Rúanda, í dag, en þeir höfðu verið sakaðir um aðild að þjóðarmorðinu árið 1994. Frelsun þeirra hefur vakið mikla reiði meðal ættingja þeirra sem myrtir voru í blóðbaðinu. Fangelsi í Rúanda eru yfirfull af föngum sem hafa annaðhvort verið sakfelldir eða bíða eftir réttarhöldum.

Tútsar í Rúanda, sem voru fórnarlömg þjóðarmorðsins, segja að margir Hútúar gangi enn með hugmyndir um að útrýma þeim í nýjum fjöldamorðum. Sárin eru fráleitt gróin eftir þrettán ár.

Frá árinu 2003 hefur yfir 60 þúsund mönnum, grunuðum um aðild að fjöldamorðum, verið sleppt úr fangelsum landsins. Það hefur verið gert í samræmi við ný lög sem heimila mönnum að afplána helming dóms síns utan fangelsismúra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×