Erlent

Risademantur fannst á Grænlandi

Kanadamenn vonast til að verða ríkir á grænlenskum demöntum.
Kanadamenn vonast til að verða ríkir á grænlenskum demöntum.

Risademantur hefur fundist á Grænlandi og er hann sá stærsti sem hefur fundist þar til þessa. Demanturinn er 2.392 karöt. Það er kanadiska fyrirtækið Hudson Resources sem grefur demantsnámur á Grænlandi og þar eru menn giska ánægðir með stóra steininn. Hann fannst um 100 kílómetra norðan við heimskautsbaug. Demanturinn hefur ekki verið verðlagður ennþá, en hann er sagður mjög fagur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×