Skurðlæknar í Kína hafa beðist afsökunar eftir að lengja rangan fótlegg fimm ára gamals drengs. Aðgerðin var gerð til að laga helti drengsins.
Læknarnir á sjúkrahúsinu í Changsha segja skýringuna vera þá að drengurinn var svæfður þegar hann lá á bakinu, en aðgerðin var gerð með hann liggjandi á maganum.
Faðir drengisins segist hafa tekið eftir því strax og Mingming sonur hans kom út af skurðstofunni að gifsið var á vitlausum fæti. Sjúkrahúsið hefur viðurkennt mistökin og mun taka fulla ábyrgð er haft eftir Xinhua News í Kína.
Drengurinn mun nú þurfa að fara í tvo uppskurði til viðbótar, einn til að lengja hægri fótlegginn, og hinn til að minnka stækkaða vinstri fótinn.