Innlent

Vorhreinsun Reykjavíkurborgar hófst í morgun

Starfsmaður borgarinnar fjarlægir greinar sem bundnar hafa verið saman.
Starfsmaður borgarinnar fjarlægir greinar sem bundnar hafa verið saman. MYND/Reykjavíkurborg

Árleg vorhreinsun Reykjavíkurborgar hófst í morgun og stendur til 5. maí. Hverfstöðvar munu sjá um að fjarlægja garðaúrgang sem settur hefur verið út fyrir lóðarmörk. Garðeigendur eru beðnir um að nýta tækifærið og klippa grópur sem vex út fyrir lóðamörk og hindrar umferð.

Eingöngu verður fjarlægður garðaúrgangur en ekki almennt rusl, laus jarðvegur eða stór tré og trjástofnar. Þá eru garðeigendur beðnir að ganga vel frá úrgangi með því að binda greinaafklippur í knippi og setja lauf og plöntuleifar í poka.

Allt að fimmtíu starfsmenn hverfastöðva verða á ferð um borgina alla vikuna. Þeir munu nýta til þess sextán vinnuflokkabíla, fimm vörubíla og átta traktorsgröfur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×