Innlent

Vinstri grænir krefjast rannsóknar á Kárahnjúkum

Verkamaður við vinnu á Kárahnjúkum.
Verkamaður við vinnu á Kárahnjúkum. MYND/Vísir

Þingflokkur vinstri grænna hefur sent frá sér tilkynningu þar sem segir að flokkurinn krefjist opinberrar rannsóknar á aðbúnaði verkamanna við Kárahnjúka. Fjöldi verkamanna á svæðinu hefur veikst vegna mengunar og matareitrunar. Rannsóknin skuli beinast að alvarlegum ásökunum í fréttum undanfarna daga um: „vítaverða vanrækslu af hálfu Impregilo á vinnusvæðinu við Kárahnjúkavirkjun."

Vinstri grænir vilja að rannsakað verði hvers vegna svo lengi dróst að grípa til viðeigandi ráðstafana eftir að veikindi fóru að koma upp. Þá verði einnig kannað hvernig staðið var að mengunarvörnum á vinnusvæðinu, þar á meðal aðstæður við matar- og hreinlætisstöðu.

Hér fyrir neðan má nálgast tilkynninguna í heild sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×