Innlent

List án landamæra speglaðist í tjörninni

Þátttakendur í gjörningi á vegum listahátíðarinnar List án landamæra tóku höndum saman í dag og mynduðu hring umhverfis tjörnina í Reykjavík. Fólkið gekk síðan saman einn hring í kringum tjörnina og speglaði sig í henni í leiðinni. Hátíðin stuðlar að því að auka menningarþátttöku fólks með fötlun eða þroskaskerðingu. Það hefur ekki verið nógu áberandi í „almennu" menningarumhverfi segir í tilkynningu frá hátíðinni.

Í dag er einnig hægt að bregða sér á Geðveikt kaffihús í Hinu Húsinu í Pósthússtræti 3-5. Þar má fá klikkað kaffi og bilaðan bakstur í létt manísku umhverfi, segir í tilkynningu frá aðstandendum hátíðarinnar.



Hátíðin stendur til 13. maí og á henni eru fjölmörg skemmtileg atriði. Nánari upplýsingar um dagskránna má finna á vefsíðu Hins Hússins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×