Innlent

Eik sjái um uppbyggingu miðbæjarhúsanna

Fasteignafélagið Eik hefur óskað eftir að taka yfir samningaviðræður borgaryfirvalda við eigendur lóðarinnar að Austurstræti 22. Samkvæmt heimildum fréttastofu kemur það vel til greina af hálfu borgarinnar að eftirláta Eik samningana og framtíðaruppbyggingu, en borgaryfirvöld myndu skipuleggja reitinn í samvinnu við Fasteignafélagið.

Borgin þurfi þá ekki að fara í neinar fjárfestingar, en ráði hins vegar hvernig skipulagið verði. Ólíklegt þykir að skemmtistaðurinn Pravda fái að starfa áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×