Sport

Þriðji sigur Róberts í röð

Róbert Halldórsson
Róbert Halldórsson Mynd/E.Ól
Róbert Fannar Halldórsson og Rósa Jónsdóttir urðu í dag Íslandsmeistarar í skvassi. Íslandsmótið fór fram um helgina í húsakynnum Veggsports við Stórhöfða. Rósa Jónsdóttir sigraði í kvennaflokki.

Róbert sem er 21 árs mætti Kim Magnúsi Nielsen í úrlsitaleik í meistaraflokki í dag. Róbert fór með öruggan sigur af hólmi en hann vann með þremur settum gegn engu. Þetta er þriðji Íslandsmeistaratitill Róberts á jafnmörgum árum. Í meistaraflokki kvenna mættust Rósa Jónsdóttir og Hildur Ágústa Ólafsdóttir. Eins og hjá Róberti vann hin 24 ára Rósa öruggan sigur með þremur settum gegn engu og varði þannig titil sinn vsem var hennar fimmti í röð.

Meðal keppenda að þessu sinni voru sjónvarpsmaður Auðunn Blöndal og fyrrum landsliðsmaðurinn í handbolta, Valdimar Grímsson. Valdimar hafnaði í öðru sæti í A-flokki eftir að hafa tapað 3-0 fyrir Helga Geirharðssyni í úrslitleik. Að lokum varð Þrándur Arnþórsson Íslandsmeistari í flokki 40 ára og eldri en í þeim flokki keppti Valdimar einnig og hafnaði þar í þriðja sæti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×