Journal rennur Murdoch úr greipum 1. ágúst 2007 01:30 Rupert Murdoch Ólíklegt þykir að News Corp, fyrirtæki ástralska fjölmiðlamógúlsins Ruperts Murdoch, geti yfirtekið bandaríska fjölmiðlafyrirtækið Dow Jones, sem meðal annars gefur út hið víðfræga viðskiptatímarit Wall Street Journal. Bancroft-fjölskyldan sem á 64 prósenta hlut í Dow Jones, er sögð hafa horn í síðu Murdochs, og vill heldur að félagið komist í hendur þóknanlegri manna. Brad Greenspan, stofnandi MySpace-tengslanetsins, hefur lýst því yfir að hann hafi áhuga á að komast yfir ráðandi hluta í Dow Jones. Viðræður milli Dow Jones og News Corp hafa nú staðið í nokkrar vikur, og hafði stjórn Dow Jones lagt blessun sína yfir hugsanlega yfirtöku á félaginu. Nú virðist hins vegar hafa komið babb í bátinn. Rupert Murdoch hefur lýst því yfir að ritstjórnarlegt sjálfstæði Wall Street Journal verði tryggt komist hann yfir ráðandi hlut í News Corp. Murdoch hefur legið undir ámæli fyrir að skipta sér um of af efnistökum fjölmiðla sinna; þá sérstaklega bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar Fox, sem raunar er sú bandaríska fréttastöð sem hefur mest áhorf. Viðskipti Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Ólíklegt þykir að News Corp, fyrirtæki ástralska fjölmiðlamógúlsins Ruperts Murdoch, geti yfirtekið bandaríska fjölmiðlafyrirtækið Dow Jones, sem meðal annars gefur út hið víðfræga viðskiptatímarit Wall Street Journal. Bancroft-fjölskyldan sem á 64 prósenta hlut í Dow Jones, er sögð hafa horn í síðu Murdochs, og vill heldur að félagið komist í hendur þóknanlegri manna. Brad Greenspan, stofnandi MySpace-tengslanetsins, hefur lýst því yfir að hann hafi áhuga á að komast yfir ráðandi hluta í Dow Jones. Viðræður milli Dow Jones og News Corp hafa nú staðið í nokkrar vikur, og hafði stjórn Dow Jones lagt blessun sína yfir hugsanlega yfirtöku á félaginu. Nú virðist hins vegar hafa komið babb í bátinn. Rupert Murdoch hefur lýst því yfir að ritstjórnarlegt sjálfstæði Wall Street Journal verði tryggt komist hann yfir ráðandi hlut í News Corp. Murdoch hefur legið undir ámæli fyrir að skipta sér um of af efnistökum fjölmiðla sinna; þá sérstaklega bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar Fox, sem raunar er sú bandaríska fréttastöð sem hefur mest áhorf.
Viðskipti Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira