Söng fyrir uppáhaldsliðið sitt 4. ágúst 2007 05:00 Óperusöngvarinn knái söng fyrir uppáhaldslið sitt, Manchester United. Óperusöngvarinn Garðar Thor Cortes hafði sérstaklega gaman af því að syngja fyrir vináttuleik Manchester United og Inter Milan á Old Trafford á dögunum vegna þess að hann hefur verið aðdáandi United síðan hann var lítill polli. Ómþýður söngur Garðars Thors dugði ekki til að tryggja United sigur í leiknum. Á meðal þeirra sem hlýddu á Garðar Thor hefja upp raust sína voru Wayne Rooney, Ryan Giggs og Ronaldo en það dugði ekki til því United tapaði leiknum, 3-2. Garðar segist ekki hafa fengið að hitta hetjurnar sínar fyrir leikinn, hvað sem síðar verði. „Þeir eru að vinna og ég er að vinna, þannig er það bara," segir Garðar, sem söng fyrir tæplega 75 þúsund manns. „Þetta var bara gaman. Ég söng Granada og Nessun Dorma og það voru allir voða hrifnir." Þetta var þriðji leikurinn á Englandi þar sem Garðar Thor þenur raddbönd sín því áður hafði hann sungið fyrir úrslitaleik fyrstudeildarliða um sæti í úrvalsdeildinni og á heimavelli West Ham. Fjórði leikurinn þar sem Garðar lætur ljós sitt skína verður á bikarúrslitaleik enska ruðningsins hinn 25. ágúst. Segja má að Garðar sé orðinn sérfræðingur í leikjum sem þessum en hann gefur þó lítið fyrir það. Hefur hann þó lúmskt gaman af því að stíga fæti á marga af frægustu völlum Englands. „Allir þessir vellir eru í rauninni skemmtilegir. Þetta er allt svo stórt miðað við heima." Auk úrslitaleiksins 25. ágúst er Garðar með margt á prjónunum, þar á meðal tónleikaferðalag um Bretland og heimsóknir í hina ýmsu sjónvarps- og útvarpsþætti. „Dagbókin er að fyllast, sem er gott. Ég er mjög heppinn með það." Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Fleiri fréttir Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Óperusöngvarinn Garðar Thor Cortes hafði sérstaklega gaman af því að syngja fyrir vináttuleik Manchester United og Inter Milan á Old Trafford á dögunum vegna þess að hann hefur verið aðdáandi United síðan hann var lítill polli. Ómþýður söngur Garðars Thors dugði ekki til að tryggja United sigur í leiknum. Á meðal þeirra sem hlýddu á Garðar Thor hefja upp raust sína voru Wayne Rooney, Ryan Giggs og Ronaldo en það dugði ekki til því United tapaði leiknum, 3-2. Garðar segist ekki hafa fengið að hitta hetjurnar sínar fyrir leikinn, hvað sem síðar verði. „Þeir eru að vinna og ég er að vinna, þannig er það bara," segir Garðar, sem söng fyrir tæplega 75 þúsund manns. „Þetta var bara gaman. Ég söng Granada og Nessun Dorma og það voru allir voða hrifnir." Þetta var þriðji leikurinn á Englandi þar sem Garðar Thor þenur raddbönd sín því áður hafði hann sungið fyrir úrslitaleik fyrstudeildarliða um sæti í úrvalsdeildinni og á heimavelli West Ham. Fjórði leikurinn þar sem Garðar lætur ljós sitt skína verður á bikarúrslitaleik enska ruðningsins hinn 25. ágúst. Segja má að Garðar sé orðinn sérfræðingur í leikjum sem þessum en hann gefur þó lítið fyrir það. Hefur hann þó lúmskt gaman af því að stíga fæti á marga af frægustu völlum Englands. „Allir þessir vellir eru í rauninni skemmtilegir. Þetta er allt svo stórt miðað við heima." Auk úrslitaleiksins 25. ágúst er Garðar með margt á prjónunum, þar á meðal tónleikaferðalag um Bretland og heimsóknir í hina ýmsu sjónvarps- og útvarpsþætti. „Dagbókin er að fyllast, sem er gott. Ég er mjög heppinn með það."
Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Fleiri fréttir Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira