Kaupþing eða Kápþíng? 8. ágúst 2007 00:01 Íslenskt viðskiptalíf verður alþjóðlegra með hverjum deginum. Þessi alþjóðlegu áhrif eiga sér ýmsar birtingarmyndir; til að mynda stórkostleg umsvif íslensku útrásarfyrirtækjanna á erlendri grundu og auknar fjárfestingar erlendra aðila hér á landi. Áhrifanna verður þó ekki síður vart í tungutaki áhrifamanna í viðskiptalífinu. Þannig hafa góð og gild íslensk orð á borð við vanmat og skuldsetning, vikið fyrir hinum engilsaxnesku undervalued og leveraged. Höfuðvíkingurinn sjálfur, Hreiðar Már Sigurðsson í Kaupþingi, lætur ekki sitt eftir liggja og kallaði fyrirtækið Kápþíng upp á enska vísu á uppgjörsfundi sem fram fór á dögunum. Herramanns- máltíðEgill Helgason, þáttastjórnandi, ríkisstarfsmaður og Eyjubloggari með meiru, bendir lesendum síðu sinnar á hluti sem einungis er á færi auðkýfinga að eignast; eða ógeðslega ríkra manna sem alls ekki vilja eyða peningum í góðgerðarstarf, líkt og Egill kemst að orði. Mælir bloggarinn sérstaklega með dýrustu pitsu í veröldinni sem verðlögð er á rúmar sextíu þúsund krónur. Flatbakan er með fjórum mismunandi tegundum af kavíar, humri, eðallaxi og örlitlu japönsku wasabi. Fyrir áhugasama þá er pitsan fáanleg á veitingahúsinu Nino"s Bellissima Pizza, í New York-borg. Ekki fylgir sögunni hvort Egill hafi sjálfur bragðað á bökunni.Öll spjót á NorðmönnumNorski olíusjóðurinn sætir um þessar mundir töluverðri gagnrýni heimafyrir vegna fjárfestinga í námafyrirtækinu Barrick Gold. Norðmenn hafa nefnilega lagt nokkuð upp úr „siðlegum“ fjárfestingum, það er að eiga ekki viðskipti við fyrirtæki sem stunda umhverfissóðaskap eða eru á annan hátt brotleg.Norska ríkissjónvarpið gerði því nokkuð úr því þegar í ljós kom að Olíusjóðurinn hafði lagt sem svarar tæpum 9,4 milljörðum íslenskra króna, eða 860 milljónum norskra, í Barrick Gold, en félagið er sagt bera ábyrgð á meiriháttar umhverfisspjöllum á Filippseyjum. Við bætist svo vandræðagangur Norsk Hydro vegna „óhóflegra“ kaupréttarsamninga við stjórnendur. Spurning hvort tekið sé að falla á geislabauginn. Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Sjá meira
Íslenskt viðskiptalíf verður alþjóðlegra með hverjum deginum. Þessi alþjóðlegu áhrif eiga sér ýmsar birtingarmyndir; til að mynda stórkostleg umsvif íslensku útrásarfyrirtækjanna á erlendri grundu og auknar fjárfestingar erlendra aðila hér á landi. Áhrifanna verður þó ekki síður vart í tungutaki áhrifamanna í viðskiptalífinu. Þannig hafa góð og gild íslensk orð á borð við vanmat og skuldsetning, vikið fyrir hinum engilsaxnesku undervalued og leveraged. Höfuðvíkingurinn sjálfur, Hreiðar Már Sigurðsson í Kaupþingi, lætur ekki sitt eftir liggja og kallaði fyrirtækið Kápþíng upp á enska vísu á uppgjörsfundi sem fram fór á dögunum. Herramanns- máltíðEgill Helgason, þáttastjórnandi, ríkisstarfsmaður og Eyjubloggari með meiru, bendir lesendum síðu sinnar á hluti sem einungis er á færi auðkýfinga að eignast; eða ógeðslega ríkra manna sem alls ekki vilja eyða peningum í góðgerðarstarf, líkt og Egill kemst að orði. Mælir bloggarinn sérstaklega með dýrustu pitsu í veröldinni sem verðlögð er á rúmar sextíu þúsund krónur. Flatbakan er með fjórum mismunandi tegundum af kavíar, humri, eðallaxi og örlitlu japönsku wasabi. Fyrir áhugasama þá er pitsan fáanleg á veitingahúsinu Nino"s Bellissima Pizza, í New York-borg. Ekki fylgir sögunni hvort Egill hafi sjálfur bragðað á bökunni.Öll spjót á NorðmönnumNorski olíusjóðurinn sætir um þessar mundir töluverðri gagnrýni heimafyrir vegna fjárfestinga í námafyrirtækinu Barrick Gold. Norðmenn hafa nefnilega lagt nokkuð upp úr „siðlegum“ fjárfestingum, það er að eiga ekki viðskipti við fyrirtæki sem stunda umhverfissóðaskap eða eru á annan hátt brotleg.Norska ríkissjónvarpið gerði því nokkuð úr því þegar í ljós kom að Olíusjóðurinn hafði lagt sem svarar tæpum 9,4 milljörðum íslenskra króna, eða 860 milljónum norskra, í Barrick Gold, en félagið er sagt bera ábyrgð á meiriháttar umhverfisspjöllum á Filippseyjum. Við bætist svo vandræðagangur Norsk Hydro vegna „óhóflegra“ kaupréttarsamninga við stjórnendur. Spurning hvort tekið sé að falla á geislabauginn.
Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Sjá meira