British Airways og umhverfið 9. ágúst 2007 07:30 Íslendingar hafa tekið British Airways opnum örmum síðan félagið hóf reglulegt áætlunarflug milli London og Keflavíkur fyrir rúmu ári síðan. Flugrekstur er ein þeirra atvinnugreina í heiminum, sem áhrif hefur á hitastig jarðar. Umræðan um umhverfismál fer sívaxandi um allan heim og vitund almennings og forráðamanna fyrirtækja um mikilvægi ábyrgari umgengni við náttúruna sömuleiðis. Langar félagið því að gera hér örlitla grein fyrir stefnu sinni, árangri og stöðu í umhverfismálum. Síðastliðin sjö ár hefur British Airways lagt höfuðáherslu á að viðskipti með kolefniskvóta sé árangursríkasta leiðin til að draga úr útblæstri koltvísýrings í flugiðnaðinum í heiminum. Hefur flugfélagið verið í fararbroddi flugfélaga um allan heim að því er varðar áherslu á þetta fyrirkomulag og í raun eina flugfélagið sem tekið hefur þátt í mótun tillagna og stefnu í þessum efnum. Árangur þeirrar vinnu er meðal annars grundvöllur laga á vegum Evrópusambandsins um viðskipti með kolefniskvóta sem taka eiga gildi árið 2011. British Airways hefði kosið að lögin tækju gildi enn þá fyrr.Dregið úr umhverfisáhrifumBritish Airways leitar ávallt leiða til að draga úr umhverfisáhrifum starfsemi sinnar. Sjást þess víða merki, svo sem í vali á nýjum og umhverfismildari þotum og búnaði, bifreiðum og tækjum sem starfsemin þarfnast um allan heim auk orkunotkunar í vinnurýmum svo fátt eitt sé nefnt. Sem dæmi má nefna að eldsneytisnýting flugflota British Airways hefur aukist um 27 prósent frá árinu 1990. Einnig má nefna að hin nýja flugstöð 5 á Heathrowflugvelli við London, sem félagið fær afhenta í september næstkomandi, ber skýr merki umhverfisáherslna í fjárfestingum.British Airways var fyrsta flugfélag heims til að bjóða viðskiptavinum sínum að kolefnisjafna ferðalag sitt með félaginu og eru uppi áform um að gera þá þjónustu við viðskiptavinina enn þægilegri en nú er þannig að fleiri kjósi að taka þátt. Í þessu sambandi má nefna að þær nýju þotur, sem félagið tekur í notkun á næstu árum, hafa í för með sér á bilinu 17-30 prósent minni útblástur koltvísýrings á hvern farþega í samanburði við núverandi flugflota.British Airways er meðal stofnaðila að Sustainable Aviation Group, samtaka flugfélaga og geimfyrirtækja. Samtökin hafa sett sér það markmið að draga úr útblæstri koltvísýrings á hvern farþega um helming á næstu 20 árum. Einnig styrkir British Airways rannsóknir á sviði eldsneytisrannsókna og hefur jafnframt staðið fyrir verklegum tilraunum sem miða m.a. að því að auka eldsneytisnýtingu og draga úr útblæstri. Þá tekur British Airways þátt í rannsóknum ESB, háskóla og flugvélaframleiðenda á áhrifum efri laga lofthjúps jarðar á flugvélar, en markmið þeirra er að auka skilning á þeim lögmálum sem þar ríkja til frekari þróunar flugvéla.British Airways leggur mjög hart að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins að finna leiðir til að straumlínulaga flugumferðarstjórn í því skyni að auka hagræði og draga úr útblæstri í Evrópu. Talið er að þær leiðir sem ræddar hafa verið geti dregið úr útblæstri um 12 prósent.Áhrif flugiðnaðarinsÞess misskilnings hefur gætt í umræðunni að flugstarfsemin í heiminum sé stærsti einstaki áhrifavaldur aukins hita í lofthjúpi jarðar. Staðreyndin er á hinn bóginn sú að áhrifin eru fremur lítil þegar heildarmyndin er skoðuð. Má nefna að umferð um vegi framleiðir sex sinnum meira magn gróðurhúsalofttegunda og heildarorkuframleiðsla heims sextán sinnum meira magn. Samkvæmt Sternskýrslunni svokölluðu (sjá „The Stern Report“ á vefnum), sem hagfræðingurinn Nicholas Stern kynnti fyrir breskum stjórnvöldum seint á síðasta ári, er flugiðnaðurinn ábyrgur fyrir um 1,6% af heildarframleiðslu gróðurhúsalofttegunda. Segir jafnframt að enda þótt iðnaðurinn legði ekkert að mörkum til að draga úr útblæstri muni hlutdeild flugrekstrarins í heildarframleiðslu gróðurhúsalofttegunda ekki verða meiri en sem nemur 5% árið 2050. Er þá tillit tekið til fyrirsjáanlegs vaxtar í greininni og hliðaráhrifa, sem honum tengjast.British Airways er eitt stærsta flugfélag heims og flytur árlega rúmar 33 milljónir farþega til um 140 áfangastaða í áttatíu löndum. Meginstarfsstöð flugfélagsins er á stærsta flugvelli heims, Heathrow við London. Þrátt fyrir að einstök áhrif flugrekstrar í heiminum á aukinn hita í andrúmsloftinu sé ekki mikil í heild tekur British Airways baráttuna gegn auknum gróðurhúsalofttegundum og fyrir mikilvægi aukinnar umhverfisverndar alvarlega og leggur sín lóð á vogarskálarnar í þeim efnum. Frekari upplýsingar um stefnu British Airways í umhverfismálum er að finna á vefsetri þess, ba.com.Upplýsingafulltrúi British Airways á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Íslendingar hafa tekið British Airways opnum örmum síðan félagið hóf reglulegt áætlunarflug milli London og Keflavíkur fyrir rúmu ári síðan. Flugrekstur er ein þeirra atvinnugreina í heiminum, sem áhrif hefur á hitastig jarðar. Umræðan um umhverfismál fer sívaxandi um allan heim og vitund almennings og forráðamanna fyrirtækja um mikilvægi ábyrgari umgengni við náttúruna sömuleiðis. Langar félagið því að gera hér örlitla grein fyrir stefnu sinni, árangri og stöðu í umhverfismálum. Síðastliðin sjö ár hefur British Airways lagt höfuðáherslu á að viðskipti með kolefniskvóta sé árangursríkasta leiðin til að draga úr útblæstri koltvísýrings í flugiðnaðinum í heiminum. Hefur flugfélagið verið í fararbroddi flugfélaga um allan heim að því er varðar áherslu á þetta fyrirkomulag og í raun eina flugfélagið sem tekið hefur þátt í mótun tillagna og stefnu í þessum efnum. Árangur þeirrar vinnu er meðal annars grundvöllur laga á vegum Evrópusambandsins um viðskipti með kolefniskvóta sem taka eiga gildi árið 2011. British Airways hefði kosið að lögin tækju gildi enn þá fyrr.Dregið úr umhverfisáhrifumBritish Airways leitar ávallt leiða til að draga úr umhverfisáhrifum starfsemi sinnar. Sjást þess víða merki, svo sem í vali á nýjum og umhverfismildari þotum og búnaði, bifreiðum og tækjum sem starfsemin þarfnast um allan heim auk orkunotkunar í vinnurýmum svo fátt eitt sé nefnt. Sem dæmi má nefna að eldsneytisnýting flugflota British Airways hefur aukist um 27 prósent frá árinu 1990. Einnig má nefna að hin nýja flugstöð 5 á Heathrowflugvelli við London, sem félagið fær afhenta í september næstkomandi, ber skýr merki umhverfisáherslna í fjárfestingum.British Airways var fyrsta flugfélag heims til að bjóða viðskiptavinum sínum að kolefnisjafna ferðalag sitt með félaginu og eru uppi áform um að gera þá þjónustu við viðskiptavinina enn þægilegri en nú er þannig að fleiri kjósi að taka þátt. Í þessu sambandi má nefna að þær nýju þotur, sem félagið tekur í notkun á næstu árum, hafa í för með sér á bilinu 17-30 prósent minni útblástur koltvísýrings á hvern farþega í samanburði við núverandi flugflota.British Airways er meðal stofnaðila að Sustainable Aviation Group, samtaka flugfélaga og geimfyrirtækja. Samtökin hafa sett sér það markmið að draga úr útblæstri koltvísýrings á hvern farþega um helming á næstu 20 árum. Einnig styrkir British Airways rannsóknir á sviði eldsneytisrannsókna og hefur jafnframt staðið fyrir verklegum tilraunum sem miða m.a. að því að auka eldsneytisnýtingu og draga úr útblæstri. Þá tekur British Airways þátt í rannsóknum ESB, háskóla og flugvélaframleiðenda á áhrifum efri laga lofthjúps jarðar á flugvélar, en markmið þeirra er að auka skilning á þeim lögmálum sem þar ríkja til frekari þróunar flugvéla.British Airways leggur mjög hart að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins að finna leiðir til að straumlínulaga flugumferðarstjórn í því skyni að auka hagræði og draga úr útblæstri í Evrópu. Talið er að þær leiðir sem ræddar hafa verið geti dregið úr útblæstri um 12 prósent.Áhrif flugiðnaðarinsÞess misskilnings hefur gætt í umræðunni að flugstarfsemin í heiminum sé stærsti einstaki áhrifavaldur aukins hita í lofthjúpi jarðar. Staðreyndin er á hinn bóginn sú að áhrifin eru fremur lítil þegar heildarmyndin er skoðuð. Má nefna að umferð um vegi framleiðir sex sinnum meira magn gróðurhúsalofttegunda og heildarorkuframleiðsla heims sextán sinnum meira magn. Samkvæmt Sternskýrslunni svokölluðu (sjá „The Stern Report“ á vefnum), sem hagfræðingurinn Nicholas Stern kynnti fyrir breskum stjórnvöldum seint á síðasta ári, er flugiðnaðurinn ábyrgur fyrir um 1,6% af heildarframleiðslu gróðurhúsalofttegunda. Segir jafnframt að enda þótt iðnaðurinn legði ekkert að mörkum til að draga úr útblæstri muni hlutdeild flugrekstrarins í heildarframleiðslu gróðurhúsalofttegunda ekki verða meiri en sem nemur 5% árið 2050. Er þá tillit tekið til fyrirsjáanlegs vaxtar í greininni og hliðaráhrifa, sem honum tengjast.British Airways er eitt stærsta flugfélag heims og flytur árlega rúmar 33 milljónir farþega til um 140 áfangastaða í áttatíu löndum. Meginstarfsstöð flugfélagsins er á stærsta flugvelli heims, Heathrow við London. Þrátt fyrir að einstök áhrif flugrekstrar í heiminum á aukinn hita í andrúmsloftinu sé ekki mikil í heild tekur British Airways baráttuna gegn auknum gróðurhúsalofttegundum og fyrir mikilvægi aukinnar umhverfisverndar alvarlega og leggur sín lóð á vogarskálarnar í þeim efnum. Frekari upplýsingar um stefnu British Airways í umhverfismálum er að finna á vefsetri þess, ba.com.Upplýsingafulltrúi British Airways á Íslandi.
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun