Auka þarf jöfnuð og draga úr misskiptingu 9. ágúst 2007 05:00 Ójöfnuður hefur aukist mikið á Íslandi síðustu 14 árin. Ástæðurnar eru margar. Ein helsta ástæðan er sú, að skattleysismörkin hafa ekki fylgt breytingum á verðlagi og kaupgjaldi. Ef skattleysismörkin hefðu fylgt launavísitölu frá 1988 væru þau í dag 140 þúsund á mánuði en þau eru aðeins 90 þúsund á mánuði. Önnur ástæða er sú, að lífeyrir elli-og örokulífeyrisþega hefur dregist aftur úr í launaþróuninni. Kjör þessara hópa hafa versnað mikið miðað við kjör launþega á almennum vinnumarkaði. Og þriðja ástæðan en ekki sú veigaminnsta er sú, að hið rangláta kvótakerfi hefur fært gífurlega fjármuni til í þjóðfélaginu, frá mörgum til fárra. Kvótarnir eru nú á hendi örfárra sem raka saman miklum fjármunum í skjóli þess að hafa umráð yfir kvótanum. Ranglátt skattkerfiSkattkerfið er mjög ranglátt. Skattar hafa verið lækkaðir mikið á fyrirtækjum og fjármagnseigendum en í raun hafa skattar hækkað á einstaklingum, þar eð skattleysismörk hafa ekki fylgt launavísitölu. Miðað við staðtölur OECD jókst skattbyrðin úr 38% af landsframleiðslu 1990 í 48% af landsframleiðslu 2006. Á sama tíma hefur skattbyrðin á evrusvæðinu aukist úr 43% af landsframleiðslu í 45%. Skattbyrðin á Íslandi er því komin upp fyrir Evrópumeðaltal. Hækkun á skattbyrði um 10 prósentustig af landsframleiðslu er mjög mikil hækkun. Ójöfnuður hefur stóraukistÓjöfnuður hefur aukist mjög mikið. Í ítarlegri grein sem Stefán Ólafsson prófessor birti í tímaritinu Stjórnmál og stjórnsýsla haustið 2006 um aukningu ójafnaðar hér á landi, færir hann óyggjandi rök fyrir því, að ójöfnuður hafi aukist mun meira hér á landi en í grannlöndum okkar og raunar meira en í Bandaríkjunum, aðalríki auðvaldsskipulagsins. Ójöfnuður hjá fjölskyldum jókst um 40,7% á Íslandi á tímabilinu 1993-2005, þ.e. fyrir skatta. En eftir skatta hefur ójöfnuður á þessu tímabili aukist um 71,4%. Spurning er hvort réttara sé að miða þessar tölur við tekjur með fjármagnstekjum eða án þeirra. Án fjármagnstekna, eftir skatta, hefur ójöfnuður á umræddu tímabili aukist um 35,8% hér á landi. En með fjármagnstekjum, eftir skatta, hefur ójöfnuður aukist um yfir 70%. Það er því sama hvort miðað er við tekjur með eða án fjármagnstekna: Ójöfnuður hefur aukist mikið. 35,8% aukning ójafnaðar er mjög mikið. Eykur ríkisstjórnin jöfnuð?Ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks lýsir því yfir í stjórnarsáttmála sínum, að stjórnin leggi áherslu á að auka jöfnuð í þjóðfélaginu. Ríkisstjórnin segir, að hún muni stefna að því að lækka skatta á einstaklingum á kjörtímabilinu m.a. með því að hækka persónuafslátt. Það verður fylgst mjög vel með því hvernig það stefnumál að auka jöfnuð verður efnt. Hvernig er auðveldast að auka jöfnuð í þjóðfélaginu? Það verður best gert með aðgerðum á sviði almannatrygginga og skattamála. Það þarf að stórhækka bætur elli-og örorkulífeyrisþega og afnema eða draga mikið úr öllum skerðingum lífeyris almannatrygginga. Skerðingar vegna tekna úr lífeyrissjóðum á að fella niður. Enn hafa engar hækkanir á lífeyri almannatrygginga átt sér stað frá því að nýja ríkisstjórnin tók við völdum. Þess er að vænta, að aðgerðir á þessu sviði sjái dagsins ljós strax í haust. Þá þarf að stóhækka persónuafsláttinn svo skattleysismörkin verði a.m.k 140 þúsund krónur á mánuði. Framangreindar ráðstafanir í trygginga-og skattamálum mundu hafa mikil jöfnunaráhrif.Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Sjá meira
Ójöfnuður hefur aukist mikið á Íslandi síðustu 14 árin. Ástæðurnar eru margar. Ein helsta ástæðan er sú, að skattleysismörkin hafa ekki fylgt breytingum á verðlagi og kaupgjaldi. Ef skattleysismörkin hefðu fylgt launavísitölu frá 1988 væru þau í dag 140 þúsund á mánuði en þau eru aðeins 90 þúsund á mánuði. Önnur ástæða er sú, að lífeyrir elli-og örokulífeyrisþega hefur dregist aftur úr í launaþróuninni. Kjör þessara hópa hafa versnað mikið miðað við kjör launþega á almennum vinnumarkaði. Og þriðja ástæðan en ekki sú veigaminnsta er sú, að hið rangláta kvótakerfi hefur fært gífurlega fjármuni til í þjóðfélaginu, frá mörgum til fárra. Kvótarnir eru nú á hendi örfárra sem raka saman miklum fjármunum í skjóli þess að hafa umráð yfir kvótanum. Ranglátt skattkerfiSkattkerfið er mjög ranglátt. Skattar hafa verið lækkaðir mikið á fyrirtækjum og fjármagnseigendum en í raun hafa skattar hækkað á einstaklingum, þar eð skattleysismörk hafa ekki fylgt launavísitölu. Miðað við staðtölur OECD jókst skattbyrðin úr 38% af landsframleiðslu 1990 í 48% af landsframleiðslu 2006. Á sama tíma hefur skattbyrðin á evrusvæðinu aukist úr 43% af landsframleiðslu í 45%. Skattbyrðin á Íslandi er því komin upp fyrir Evrópumeðaltal. Hækkun á skattbyrði um 10 prósentustig af landsframleiðslu er mjög mikil hækkun. Ójöfnuður hefur stóraukistÓjöfnuður hefur aukist mjög mikið. Í ítarlegri grein sem Stefán Ólafsson prófessor birti í tímaritinu Stjórnmál og stjórnsýsla haustið 2006 um aukningu ójafnaðar hér á landi, færir hann óyggjandi rök fyrir því, að ójöfnuður hafi aukist mun meira hér á landi en í grannlöndum okkar og raunar meira en í Bandaríkjunum, aðalríki auðvaldsskipulagsins. Ójöfnuður hjá fjölskyldum jókst um 40,7% á Íslandi á tímabilinu 1993-2005, þ.e. fyrir skatta. En eftir skatta hefur ójöfnuður á þessu tímabili aukist um 71,4%. Spurning er hvort réttara sé að miða þessar tölur við tekjur með fjármagnstekjum eða án þeirra. Án fjármagnstekna, eftir skatta, hefur ójöfnuður á umræddu tímabili aukist um 35,8% hér á landi. En með fjármagnstekjum, eftir skatta, hefur ójöfnuður aukist um yfir 70%. Það er því sama hvort miðað er við tekjur með eða án fjármagnstekna: Ójöfnuður hefur aukist mikið. 35,8% aukning ójafnaðar er mjög mikið. Eykur ríkisstjórnin jöfnuð?Ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks lýsir því yfir í stjórnarsáttmála sínum, að stjórnin leggi áherslu á að auka jöfnuð í þjóðfélaginu. Ríkisstjórnin segir, að hún muni stefna að því að lækka skatta á einstaklingum á kjörtímabilinu m.a. með því að hækka persónuafslátt. Það verður fylgst mjög vel með því hvernig það stefnumál að auka jöfnuð verður efnt. Hvernig er auðveldast að auka jöfnuð í þjóðfélaginu? Það verður best gert með aðgerðum á sviði almannatrygginga og skattamála. Það þarf að stórhækka bætur elli-og örorkulífeyrisþega og afnema eða draga mikið úr öllum skerðingum lífeyris almannatrygginga. Skerðingar vegna tekna úr lífeyrissjóðum á að fella niður. Enn hafa engar hækkanir á lífeyri almannatrygginga átt sér stað frá því að nýja ríkisstjórnin tók við völdum. Þess er að vænta, að aðgerðir á þessu sviði sjái dagsins ljós strax í haust. Þá þarf að stóhækka persónuafsláttinn svo skattleysismörkin verði a.m.k 140 þúsund krónur á mánuði. Framangreindar ráðstafanir í trygginga-og skattamálum mundu hafa mikil jöfnunaráhrif.Höfundur er viðskiptafræðingur.
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar