Golf

Reynir fyrir sér í atvinnumennsku

Spilar á úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina í september.
Spilar á úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina í september. fréttablaðið/daníel

Örn Ævar Hjartarson mun í haust taka þátt í úrtökumóti fyrir evrópsku mótaröðina í golfi. Mörg þúsund kylfingar sækja um á ári hverju en aðeins um þrjátíu komast inn á mótaröðina.



„Ég hef verið að æfa vel og mikið í ár. Ég hef náð góðum hringjum inn á milli, til dæmis í Meistaramóti GS þar sem ég spilaði á ellefu höggum undir pari. Þetta sýnir að ég á alveg heima á meðal þeirra bestu í Evrópu þegar vel gengur,“ sagði Örn Ævar í samtali við Víkurfréttir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×