Viðskipti innlent

Ekkifréttir

Samkeppni á bankamarkaði á sér ýmsar birtingarmyndir. Bankarnir slást um viðskiptavinina og sparisjóðirnir veita þeim verðuga samkeppni. Ekki á öllum sviðum þó. Vikulega sendir SPRON frá sér rafrænar fjármálafréttir. Þær berast iðulega á mánudagsmorgnum – en stundum ekki fyrr en á þriðjudögum – og fjalla um tíðindi af markaði í vikunni á undan. Greiningardeildir bankanna þriggja senda frá sér svipuð fréttabréf. Þau berast hins vegar daglega og fjalla um fréttir dagsins. Óhjákvæmilega lenda því fjármálafréttir SPRON í ruslakörfunni. Það er synd og skömm. Ágætt gagn væri af þeim ef þær kæmu á þeim tíma sem þær væru enn fréttir en ekki ekkifréttir.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×