Kolefnisjafnaðir rokkarar 15. ágúst 2007 04:00 Valgeir Gestsson, Sveinn Helgi Halldórsson, Viðar Friðriksson og Ágúst Bogason skipa hljómsveitina Jan Mayen MYND/valli Hljómsveitin Jan Mayen hefur gefið út sína aðra breiðskífu sem nefnist So Much Better Than Your Normal Life. Freyr Bjarnason átti umhverfisvænt símaspjall við gítarleikarann Ágúst Bogason. Jan Mayen steig fram á tónlistarsviðið á Íslandi árið 2003 þegar sveitin gaf út fimm laga EP-plötu. Fyrsta plata sveitarinnar í fullri lengd, Home of the Free Indeed, kom út ári síðar á vegum Smekkleysu og fékk hún mjög góðar viðtökur. Var hún meðal annars tilnefnd til þrennra verðlauna á Íslensku tónlistarverðlaununum árið 2005. Hafa því margir beðið nýju plötunnar með mikilli eftirvæntingu, enda Jan Mayen talin ein efnilegasta rokksveit landsins.Æðislegt með EbergTónlistarmaðurinn Eberg stjórnaði upptökum á plötunni og ber gítarleikarinn Ágúst Bogason honum vel söguna. „Það var æðislegt að vinna með honum. Við ætluðum að prófa örfá lög og þreifa á hlutunum en síðan vatt þetta upp á sig og endaði á því að við kláruðum plötuna með honum. Fyrsta „prufusessjónið“ með honum endaði allt á plötunni, þannig að þetta heppnaðist mjög vel,“ segir Ágúst. Reynslan vegur þungtBassaleikarinn Sveinn Helgi Halldórsson hefur bæst í hópinn hjá Jan Mayen síðan síðasta plata kom út. Að sögn Ágústs eru þeir félagar orðnir töluvert reyndari en áður og það hafi skilað sér á plötunni. „Við erum ennþá að reyna að gera tónlist sem okkur finnst skemmtileg en núna kunnum við meira og vitum betur hvernig við eigum að vinna þetta.“Platan var unnin á tveggja ára tímabili. Fjalla textarnir, sem eru eftir söngvarann og gítarleikann Valgeir Gestsson, um mann sem lendir í slysi og verður fyrir miklu áfalli við það. „Þeir fjalla um raunir hans í kjölfar þess. Hann hættir með konunni, gefur skít í allt, fer á fyllerí og fær messíasarkomplex,“ segir Ágúst.Jan Mayen-skógurPlatan er gefin út í umhverfisvænum umbúðum og eru lögin ellefu jafnframt kolefnisjöfnuð. Með fyrstu hundrað eintökunum fylgja ellefu fræ sem fólk er hvatt til að planta áður en vetur gengur í garð til að stuðla að frekari kolefnisjöfnun Íslands. Einnig hafa liðsmenn Jan Mayen heitið því að gróðursetja eitt tré fyrir hverja plötu sem selst.Þrátt fyrir þetta segir Ágúst þá félaga ekki vera umhverfisvæna. „Það eru eiginlega allir aðrir sem virðast vera umhverfisvænir. Við viljum bara ekki vera öðruvísi heldur fylgja straumnum. Ef þetta gengur of vel þurfum við að fá hjálp frá skógræktarfélaginu þannig að úr verði Jan Mayen-skógur, helst á Jan Mayen. Það væri samt æskilegast ef stjórnvöld myndu útvega okkur litla eyju í einhverjum firðinum þar sem engin byggð er.“Tónleikar í kvöldFramundan hjá Jan Mayen eru tónleikar á Organ í kvöld og íBretlandi í lok september og byrjun október. Einnig spilar sveitin á Iceland Airwaves 18. október, þar sem hún mun vonandi láta ljós sitt skína fyrir íslenska og erlenda tónleikagesti. Mest lesið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Fleiri fréttir Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Hljómsveitin Jan Mayen hefur gefið út sína aðra breiðskífu sem nefnist So Much Better Than Your Normal Life. Freyr Bjarnason átti umhverfisvænt símaspjall við gítarleikarann Ágúst Bogason. Jan Mayen steig fram á tónlistarsviðið á Íslandi árið 2003 þegar sveitin gaf út fimm laga EP-plötu. Fyrsta plata sveitarinnar í fullri lengd, Home of the Free Indeed, kom út ári síðar á vegum Smekkleysu og fékk hún mjög góðar viðtökur. Var hún meðal annars tilnefnd til þrennra verðlauna á Íslensku tónlistarverðlaununum árið 2005. Hafa því margir beðið nýju plötunnar með mikilli eftirvæntingu, enda Jan Mayen talin ein efnilegasta rokksveit landsins.Æðislegt með EbergTónlistarmaðurinn Eberg stjórnaði upptökum á plötunni og ber gítarleikarinn Ágúst Bogason honum vel söguna. „Það var æðislegt að vinna með honum. Við ætluðum að prófa örfá lög og þreifa á hlutunum en síðan vatt þetta upp á sig og endaði á því að við kláruðum plötuna með honum. Fyrsta „prufusessjónið“ með honum endaði allt á plötunni, þannig að þetta heppnaðist mjög vel,“ segir Ágúst. Reynslan vegur þungtBassaleikarinn Sveinn Helgi Halldórsson hefur bæst í hópinn hjá Jan Mayen síðan síðasta plata kom út. Að sögn Ágústs eru þeir félagar orðnir töluvert reyndari en áður og það hafi skilað sér á plötunni. „Við erum ennþá að reyna að gera tónlist sem okkur finnst skemmtileg en núna kunnum við meira og vitum betur hvernig við eigum að vinna þetta.“Platan var unnin á tveggja ára tímabili. Fjalla textarnir, sem eru eftir söngvarann og gítarleikann Valgeir Gestsson, um mann sem lendir í slysi og verður fyrir miklu áfalli við það. „Þeir fjalla um raunir hans í kjölfar þess. Hann hættir með konunni, gefur skít í allt, fer á fyllerí og fær messíasarkomplex,“ segir Ágúst.Jan Mayen-skógurPlatan er gefin út í umhverfisvænum umbúðum og eru lögin ellefu jafnframt kolefnisjöfnuð. Með fyrstu hundrað eintökunum fylgja ellefu fræ sem fólk er hvatt til að planta áður en vetur gengur í garð til að stuðla að frekari kolefnisjöfnun Íslands. Einnig hafa liðsmenn Jan Mayen heitið því að gróðursetja eitt tré fyrir hverja plötu sem selst.Þrátt fyrir þetta segir Ágúst þá félaga ekki vera umhverfisvæna. „Það eru eiginlega allir aðrir sem virðast vera umhverfisvænir. Við viljum bara ekki vera öðruvísi heldur fylgja straumnum. Ef þetta gengur of vel þurfum við að fá hjálp frá skógræktarfélaginu þannig að úr verði Jan Mayen-skógur, helst á Jan Mayen. Það væri samt æskilegast ef stjórnvöld myndu útvega okkur litla eyju í einhverjum firðinum þar sem engin byggð er.“Tónleikar í kvöldFramundan hjá Jan Mayen eru tónleikar á Organ í kvöld og íBretlandi í lok september og byrjun október. Einnig spilar sveitin á Iceland Airwaves 18. október, þar sem hún mun vonandi láta ljós sitt skína fyrir íslenska og erlenda tónleikagesti.
Mest lesið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Fleiri fréttir Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira