Viljum hafa sem flesta KR-inga úti 18. ágúst 2007 07:30 Helgi Már Magnússon lék síðast með KR veturinn 2001-02. MYND/Hilmar þór Landsliðsmennirnir Helgi Már Magnússon og Jakob Örn Sigurðarson eru hvorugur komnir með lið erlendis og hafa báðir sagt það að þeir spili með KR í vetur ef ekkert breytist í þeim efnum. Þjálfara Íslandsmeistara KR er alveg rólegur yfir þróun mála og hann er að gera sitt í að hjálpa strákunum til þess að komast út. „Við erum alveg rólegir yfir þessu. Það er alveg vitað að þeir verða í KR ef þeir verða hérna heima. Þeir eru ekki búnir að afskrifa það að fara út og eru á fullu að leita," segir Benedikt Guðmundsson þjálfari KR-liðsins en á hans fyrsta tímabili með KR vann liðið Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn í sjö ár á síðasta tímabili. Jakob Örn Sigurðarson lék síðast með KR veturinn 1999-2000 og varð þá Íslandsmeistari með liðinu.MYND/Hilmar þór Benedikt hefur ekki áhyggjur af miklum áhuga annarra íslenskra liða á strákunum. „Ég veit að Fjölnir og Snæfell eru búnir að bera víjunar Í Jakob og Sigurður Ingimundarson, Friðrik Ragnarsson og einhverjir til viðbótar eru búnir að heyra í Helga. Það eru menn sem vilja fá þá í önnur lið en þetta eru bara það miklir KR-ingar að þeir spila hvergi annarsstaðar en hérna. Þeir hafa margsagt það sjálfir að þeir séu ekki að gefa færi á sér annarsstaðar," segir Benedikt sem þjálfaði strákana í mörg ár þegar þeir voru yngri. „Ef við værum með alla KR-ingana í liðinu þá værum við með ansi sterkt lið. Okkar yngri flokka þjálfun hefur byggst á því að reyna að búa til leikmenn sem eru nógu góðir til þess að spila erlendis og við viljum hafa sem flesta þar," segir Benedikt en það er ekki öruggt að KR-ingar verði með þrjá erlenda leikmenn komi Helgi og Jakob. „Við endurskoðum útlendingamálin ef að þetta gerist en eins og staðan er núna þá er maður á fullu að hjálpa þeim að komast út. Ég er að koma Helga í samband við hina og þessa umboðsmenn. Þetta eru strákar sem vilja vera úti og eiga að vera úti. Auðvitað væri frábært fyrir KR að hafa þá hérna heima en það er líka mjög gott fyrir KR að eiga þessa atvinnumenn úti," segir Benedikt en hann segir veturinn hjá KR bjóða upp á góða möguleika. Benedikt Guðmundsson gerði KR að meisturum á sínu fyrsta tímabili með liðið. MYND/Hörður „Þótt að ég sem gamall þjálfari þeirra vill hafa þá úti og finnst að þeir eigi að vera úti þá tek ég vel á móti þeim ef þeir koma í KR. Þetta er varaplan hjá þeim en það hittir samt þannig á að það yrði ekkert slæmt fyrir þá að spila heima sérstaklega þar sem KR er að fara í Evrópukeppnina. Það yrði ljósið í myrkrinu að það eru spennandi hlutir að gerast hérna í KR. Þeir eru því í fínum málum. Helgi er sem dæmi með tilboð frá 3. deildarliði í Frakklandi en eins og hann metur þetta núna þá er fær hann meira út úr því að fara með KR í Evrópukeppni og taka þátt í þessum pakka með okkur í staðinn fyrir að spila þar fyrir lítinn pening," segir Benedikt. Benedikt ætlar að bíða með að breyta skipulagi vetrarins þangað til að það er pottþétt að þeir Helgi og Jakob verði í KR. „Ef að þeir koma hingað þá skoðum við það hvernig þetta verður, hvort að þeir verði með opinn samning eða hvernig sem það verður. Ég nenni bara ekki að velta því fyrir mér fyrr en þeir koma hingað og segjast ætla að vera með okkur. Þangað til höldum við bara ótrauðir áfram í því sem við erum búnir að vera að gera," sagði Benedikt að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira
Landsliðsmennirnir Helgi Már Magnússon og Jakob Örn Sigurðarson eru hvorugur komnir með lið erlendis og hafa báðir sagt það að þeir spili með KR í vetur ef ekkert breytist í þeim efnum. Þjálfara Íslandsmeistara KR er alveg rólegur yfir þróun mála og hann er að gera sitt í að hjálpa strákunum til þess að komast út. „Við erum alveg rólegir yfir þessu. Það er alveg vitað að þeir verða í KR ef þeir verða hérna heima. Þeir eru ekki búnir að afskrifa það að fara út og eru á fullu að leita," segir Benedikt Guðmundsson þjálfari KR-liðsins en á hans fyrsta tímabili með KR vann liðið Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn í sjö ár á síðasta tímabili. Jakob Örn Sigurðarson lék síðast með KR veturinn 1999-2000 og varð þá Íslandsmeistari með liðinu.MYND/Hilmar þór Benedikt hefur ekki áhyggjur af miklum áhuga annarra íslenskra liða á strákunum. „Ég veit að Fjölnir og Snæfell eru búnir að bera víjunar Í Jakob og Sigurður Ingimundarson, Friðrik Ragnarsson og einhverjir til viðbótar eru búnir að heyra í Helga. Það eru menn sem vilja fá þá í önnur lið en þetta eru bara það miklir KR-ingar að þeir spila hvergi annarsstaðar en hérna. Þeir hafa margsagt það sjálfir að þeir séu ekki að gefa færi á sér annarsstaðar," segir Benedikt sem þjálfaði strákana í mörg ár þegar þeir voru yngri. „Ef við værum með alla KR-ingana í liðinu þá værum við með ansi sterkt lið. Okkar yngri flokka þjálfun hefur byggst á því að reyna að búa til leikmenn sem eru nógu góðir til þess að spila erlendis og við viljum hafa sem flesta þar," segir Benedikt en það er ekki öruggt að KR-ingar verði með þrjá erlenda leikmenn komi Helgi og Jakob. „Við endurskoðum útlendingamálin ef að þetta gerist en eins og staðan er núna þá er maður á fullu að hjálpa þeim að komast út. Ég er að koma Helga í samband við hina og þessa umboðsmenn. Þetta eru strákar sem vilja vera úti og eiga að vera úti. Auðvitað væri frábært fyrir KR að hafa þá hérna heima en það er líka mjög gott fyrir KR að eiga þessa atvinnumenn úti," segir Benedikt en hann segir veturinn hjá KR bjóða upp á góða möguleika. Benedikt Guðmundsson gerði KR að meisturum á sínu fyrsta tímabili með liðið. MYND/Hörður „Þótt að ég sem gamall þjálfari þeirra vill hafa þá úti og finnst að þeir eigi að vera úti þá tek ég vel á móti þeim ef þeir koma í KR. Þetta er varaplan hjá þeim en það hittir samt þannig á að það yrði ekkert slæmt fyrir þá að spila heima sérstaklega þar sem KR er að fara í Evrópukeppnina. Það yrði ljósið í myrkrinu að það eru spennandi hlutir að gerast hérna í KR. Þeir eru því í fínum málum. Helgi er sem dæmi með tilboð frá 3. deildarliði í Frakklandi en eins og hann metur þetta núna þá er fær hann meira út úr því að fara með KR í Evrópukeppni og taka þátt í þessum pakka með okkur í staðinn fyrir að spila þar fyrir lítinn pening," segir Benedikt. Benedikt ætlar að bíða með að breyta skipulagi vetrarins þangað til að það er pottþétt að þeir Helgi og Jakob verði í KR. „Ef að þeir koma hingað þá skoðum við það hvernig þetta verður, hvort að þeir verði með opinn samning eða hvernig sem það verður. Ég nenni bara ekki að velta því fyrir mér fyrr en þeir koma hingað og segjast ætla að vera með okkur. Þangað til höldum við bara ótrauðir áfram í því sem við erum búnir að vera að gera," sagði Benedikt að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira