Hugleiðing um háðung 19. ágúst 2007 06:15 Nýlega var kvikmyndin um Simpson fjölskylduna talsett á íslensku. Ekki eru allir á einu máli um ágæti þeirrar ráðstöfunar. Af ýmsu sem látið hefur verið flakka mætti hreinlega halda að hér sé ekki um það að ræða að myndin sé sýnd með íslensku tali auk frummálsins og að í tilefni þess hafi fjögurhundruðasti þátturinn verið sýndur á íslensku auk frumútgáfunnar, en ekki bara á ensku eins og hinir 399. Nei, af viðbrögðum sumra mætti ætla að teiknuð hafi verið skopmynd af þeirra persónulega Múhameð. Að vísu virðist andúð fólks á talsetningunni vera meiri eftir því sem það er verr skrifandi á íslensku. Þannig agnúast einn netverji út í talsetninguna í næstu færslu á eftir frásögn af keppnisferð „til Akranesar". Guð forði honum frá því að heyra íslensku talaða. Annar netverji er svo góður í ensku að hann segir: „Simpsons á íslensku er discrace [sic]". Hann bætir við: „ ... dicrace [sic] fyrir þáttinn ömurlega sett inná hljóðið ömurlegar raddir bara átti ekki að setja það á islensku [sic]". Stafsetning og greinarmerkjasetningar eru bloggarans. Enn einn fullyrðir að þeir sem tóku þýðinguna að sér ættu að skammast sín. Nú var það aðeins sá sem þetta skrifar sem tók hana að sér og hefði verið hægðarleikur að komast að því. Fyrir hvað ég á að skammast mín veit ég hins vegar ekki. Líklega fyrir að vera í þessu starfi og þiggja krefjandi verkefni sem mér eru boðin - í þeirri trú að ekkert verði úr þeim hafi ég bara manndóm í mér til að segja „nei takk". Loks kallar einn þetta peningasóun án þess að geta þess hvernig 20th Century Fox kvikmyndasamsteypan hefði getað varið fé til íslenskrar tungu án þess að sóa því. Alltaf lá fyrir að talsetningin var að kröfu og á kostnað hennar. Einhvern veginn er ég ekkert miður mín yfir þessum viðbrögðum. Í ljósi staðreynda er frekar ástæða til að vera þakklátur fyrir að vera ekki kallaður „hvítnegri" eða hótað lífláti og líkamsmeiðingum, eins og alsiða er í netheimum þegar fólki þar er misboðið. Þegar upp er staðið er nefnilega fátt íslenskri þjóð til jafnmikillar háðungar (e. disgrace) og netgasprið sem hér líðst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þór Jónsson Mest lesið Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun
Nýlega var kvikmyndin um Simpson fjölskylduna talsett á íslensku. Ekki eru allir á einu máli um ágæti þeirrar ráðstöfunar. Af ýmsu sem látið hefur verið flakka mætti hreinlega halda að hér sé ekki um það að ræða að myndin sé sýnd með íslensku tali auk frummálsins og að í tilefni þess hafi fjögurhundruðasti þátturinn verið sýndur á íslensku auk frumútgáfunnar, en ekki bara á ensku eins og hinir 399. Nei, af viðbrögðum sumra mætti ætla að teiknuð hafi verið skopmynd af þeirra persónulega Múhameð. Að vísu virðist andúð fólks á talsetningunni vera meiri eftir því sem það er verr skrifandi á íslensku. Þannig agnúast einn netverji út í talsetninguna í næstu færslu á eftir frásögn af keppnisferð „til Akranesar". Guð forði honum frá því að heyra íslensku talaða. Annar netverji er svo góður í ensku að hann segir: „Simpsons á íslensku er discrace [sic]". Hann bætir við: „ ... dicrace [sic] fyrir þáttinn ömurlega sett inná hljóðið ömurlegar raddir bara átti ekki að setja það á islensku [sic]". Stafsetning og greinarmerkjasetningar eru bloggarans. Enn einn fullyrðir að þeir sem tóku þýðinguna að sér ættu að skammast sín. Nú var það aðeins sá sem þetta skrifar sem tók hana að sér og hefði verið hægðarleikur að komast að því. Fyrir hvað ég á að skammast mín veit ég hins vegar ekki. Líklega fyrir að vera í þessu starfi og þiggja krefjandi verkefni sem mér eru boðin - í þeirri trú að ekkert verði úr þeim hafi ég bara manndóm í mér til að segja „nei takk". Loks kallar einn þetta peningasóun án þess að geta þess hvernig 20th Century Fox kvikmyndasamsteypan hefði getað varið fé til íslenskrar tungu án þess að sóa því. Alltaf lá fyrir að talsetningin var að kröfu og á kostnað hennar. Einhvern veginn er ég ekkert miður mín yfir þessum viðbrögðum. Í ljósi staðreynda er frekar ástæða til að vera þakklátur fyrir að vera ekki kallaður „hvítnegri" eða hótað lífláti og líkamsmeiðingum, eins og alsiða er í netheimum þegar fólki þar er misboðið. Þegar upp er staðið er nefnilega fátt íslenskri þjóð til jafnmikillar háðungar (e. disgrace) og netgasprið sem hér líðst.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun