Sölumet slegin 23. ágúst 2007 04:00 Volkswagen Tiguan-jeppinn hefur verið kallaður litli bróðir Touareg-jeppans. Bíllinn verður kynntur á bílasýningunni í Frankfurt á næstunni. VW slær sölumet sjöunda mánuðinn í röð. Sala hefur aukist mikið á fyrstu sjö mánuðum ársins hjá Volkswagen-samstæðunni. Sett var sölumet í júlí þegar seldust 522 þúsund bílar, sem er 10,2% söluaukning miðað við sama mánuð í fyrra. Þetta var jafnframt sjöundi mánuðurinn í röð sem sölumet var slegið. Fyrstu sjö mánuðina seldi Volkswagen-samstæðan 3,61 milljón bíla úti um allan heim sem er 8,1 prósenti meiri sala en fyrir sama tímabil í fyrra. Von er á nýjum gerðum frá framleiðandanum sem kynntar verða á bílasýningunni í Frankfurt í næsta mánuði. Þar á meðal er nýi Volkswagen-jeppinn Tiguan en talað hefur verið um þann bíl sem litla bróðir Touareg-jeppans. Sala hefur aukist mikið á fyrstu sjö mánuðum ársins hjá Volkswagen-samstæðunni. Í Evrópu jókst salan fyrstu sjö mánuðina um 3,7%, fór í 2,17 milljónir bíla. 22,5% aukning varð í sölu fyrstu sjö mánuðina í Asíu og Kyrrahafslöndunum og nam salan 591 þúsund bílum. Þá jókst salan um 28,7% í Suður-Ameríku og um 2,1% í Norður-Ameríku. Volkswagen var söluhæsta gerð samstæðunnar með 2,11 milljón bíla sölu fyrstu sjö mánuðina, sem er 7,9% aukning milli ára. Söluaukning Audi var 9,7% á sama tímabili en enn meiri varð hún hjá Skoda, 13,3%. Mestu söluaukningu í sögu samstæðunnar skilaði þó Bentley með 23% aukningu á tímabilinu en að baki því hlutfalli stendur sala á 6.500 bílum, og Lamborghini með 24% aukningu með sölu á 1.400 bílum. Bílar Mest lesið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Lífið Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Lífið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Lífið Kári og Eva eru hjón Lífið Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Lífið Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Lífið Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Lífið „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
VW slær sölumet sjöunda mánuðinn í röð. Sala hefur aukist mikið á fyrstu sjö mánuðum ársins hjá Volkswagen-samstæðunni. Sett var sölumet í júlí þegar seldust 522 þúsund bílar, sem er 10,2% söluaukning miðað við sama mánuð í fyrra. Þetta var jafnframt sjöundi mánuðurinn í röð sem sölumet var slegið. Fyrstu sjö mánuðina seldi Volkswagen-samstæðan 3,61 milljón bíla úti um allan heim sem er 8,1 prósenti meiri sala en fyrir sama tímabil í fyrra. Von er á nýjum gerðum frá framleiðandanum sem kynntar verða á bílasýningunni í Frankfurt í næsta mánuði. Þar á meðal er nýi Volkswagen-jeppinn Tiguan en talað hefur verið um þann bíl sem litla bróðir Touareg-jeppans. Sala hefur aukist mikið á fyrstu sjö mánuðum ársins hjá Volkswagen-samstæðunni. Í Evrópu jókst salan fyrstu sjö mánuðina um 3,7%, fór í 2,17 milljónir bíla. 22,5% aukning varð í sölu fyrstu sjö mánuðina í Asíu og Kyrrahafslöndunum og nam salan 591 þúsund bílum. Þá jókst salan um 28,7% í Suður-Ameríku og um 2,1% í Norður-Ameríku. Volkswagen var söluhæsta gerð samstæðunnar með 2,11 milljón bíla sölu fyrstu sjö mánuðina, sem er 7,9% aukning milli ára. Söluaukning Audi var 9,7% á sama tímabili en enn meiri varð hún hjá Skoda, 13,3%. Mestu söluaukningu í sögu samstæðunnar skilaði þó Bentley með 23% aukningu á tímabilinu en að baki því hlutfalli stendur sala á 6.500 bílum, og Lamborghini með 24% aukningu með sölu á 1.400 bílum.
Bílar Mest lesið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Lífið Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Lífið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Lífið Kári og Eva eru hjón Lífið Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Lífið Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Lífið Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Lífið „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira