Löng leið niður 23. ágúst 2007 07:00 Ewan McGregor og Charlie Boorman kátir á leiðarenda. Nordicphotos/afp Ewan McGregor og Charlie Boorman eru komnir á leiðarenda eftir 24 þúsund kílómetra langa hjólaferð. Leikarinn Ewan McGregor lagði í maí af stað í mikið mótorhjólaferðalag ásamt besta vini sínum Charlie Boorman frá o’Groats í Skotlandi. Í byrjun ágúst komu þeir á áfangastað í Höfðaborg í Suður-Afríku eftir að hafa lagt að baki 24 þúsund kílómetra. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þeir félagar leggja land undir hjól. Árið 2004 fóru þeir frækna för frá London til New York í gegnum Evrópu, Rússland og Kanada. Afraksturinn af því voru sjónvarpsþættir og metsölubók undir heitinu Long Way Round. Ferðin sem þeir luku nú gengur hins vegar undir heitinu Long Way Down. McGregor og Boorman lögðu eins og áður sagði af stað frá Skotlandi og sem leið lá um England, Frakkland, Sviss, Ítalíu, Sikiley, Túnis, Líbíu, Egyptaland, Súdan, Eþíópíu, Keníu, Úganda, Rúanda, Kongó, Tansaníu, Malaví, Sambíu, Namibíu, Botsvana og enduðu í Höfðaborg í Suður-Afríku. Fákar þeirra félaga eru af gerðinni BMW R1200 Gs Adventure en það eru greinilega traust hjól því þau báru þá einnig í fyrri ferð þeirra. Hjólin hafa þó verið peppuð upp með ýmsum aukahlutum en þekkja má hjólin í sundur á því að hjól McGregors er málað með sebraröndum en Boorman er á hjóli með hlébarðamynstri. Bílar Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Ewan McGregor og Charlie Boorman eru komnir á leiðarenda eftir 24 þúsund kílómetra langa hjólaferð. Leikarinn Ewan McGregor lagði í maí af stað í mikið mótorhjólaferðalag ásamt besta vini sínum Charlie Boorman frá o’Groats í Skotlandi. Í byrjun ágúst komu þeir á áfangastað í Höfðaborg í Suður-Afríku eftir að hafa lagt að baki 24 þúsund kílómetra. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þeir félagar leggja land undir hjól. Árið 2004 fóru þeir frækna för frá London til New York í gegnum Evrópu, Rússland og Kanada. Afraksturinn af því voru sjónvarpsþættir og metsölubók undir heitinu Long Way Round. Ferðin sem þeir luku nú gengur hins vegar undir heitinu Long Way Down. McGregor og Boorman lögðu eins og áður sagði af stað frá Skotlandi og sem leið lá um England, Frakkland, Sviss, Ítalíu, Sikiley, Túnis, Líbíu, Egyptaland, Súdan, Eþíópíu, Keníu, Úganda, Rúanda, Kongó, Tansaníu, Malaví, Sambíu, Namibíu, Botsvana og enduðu í Höfðaborg í Suður-Afríku. Fákar þeirra félaga eru af gerðinni BMW R1200 Gs Adventure en það eru greinilega traust hjól því þau báru þá einnig í fyrri ferð þeirra. Hjólin hafa þó verið peppuð upp með ýmsum aukahlutum en þekkja má hjólin í sundur á því að hjól McGregors er málað með sebraröndum en Boorman er á hjóli með hlébarðamynstri.
Bílar Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira