Tónlist

Frumsamið R&B á Gauknum

R&B-hljómsveitin Soul 7 æfir sig fyrir tónleikana á Gauki á Stöng í kvöld.
R&B-hljómsveitin Soul 7 æfir sig fyrir tónleikana á Gauki á Stöng í kvöld. MYND/Hörður

Hljómsveitin Soul 7 heldur tónleika á Gauki á Stöng í kvöld. Leikin verða frumsamin lög eftir söngkonuna Katrínu Ýr Óskarsdóttur og Katherine Dawes, samnemanda Katrínar í tónlistarskóla í London. Einnig verða leikin þekkt R&B lög með blús-, fönk- og gospelívafi.

„Ég og gítar- og bassaleikarinn vorum saman í hljómsveit og vorum búin að spila saman í tvö til þrjú ár. Við ákváðum bara að gera eitthvað stærra,“ segir Katrín, sem fer aftur í nám í London eftir þrjár vikur ásamt gítarleikaranum Jónasi Elí Bjarnasyni. „Við erum búin að spila mikið síðasta árið og erum öll tónlistarfólk. Okkur langaði til að gera eitthvað almennilegt áður en við færum út.“

Aðrir meðlimir Soul 7 eru Davíð Jones á bassa, Helgi Hannesson á hljómborð, Símon Geir Geirsson ber húðirnar og Inga Þyri Þórðardóttir og Kjartan Arnald Hlöðversson syngja bakraddir. Alan Jones kemur fram sem gestasöngvari á tónleikunum og einnig spilar Jason Harden á saxófón auk gestarappara.

Á síðunni www.myspace.com/katrinyr má finna eitt af lögunum sem frumflutt verða á tónleikunum, Why’d you lie?, sem er eftir Katrínu Ýr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×