Þankar um sparisjóði 24. ágúst 2007 06:00 Sparisjóðirnir hafa verið nokkuð í umræðunni að undanförnu. Viðskiptaráð telur þá staðnaða og á fallanda fæti, deilur hafa verið um formbreytingar Sparisjóðs Skagafjarðar, Spron er að breytast í öflugt hlutaféag og eftirspurn er eftir stofnfjárhlutum margra sparisjóða. Aukinn áhugi á sparisjóðunum á sér mjög eðlilegar skýringar þ.e. að rekstur þeirra hefur almennt gengið vel á undanförnum árum, þeir hafa vaxið mjög að umfangi og eigin fé og veita viðskipavinum betri þjónustu en aðrar fjármálastofnanir. Ef til vill stafar gremja Viðskiptaráðs ekki síst af því að augljóst er af árangri sparisjóðanna að unnt er að reka fjármálastofnanir með góðum árangri í öðrum formi en sem hlutafélag. Eðli og tilgangi sparisjóðann er vel lýst af fyrrverandi stjórnarformanni Sparisjóðs Mýrasýslu Magnúsi Sigurðssyni á Gilsbakka í formála bókar um 90 ára sögu Sparisjóðs Mýrasýslu sem út kom árið 2003, en þar segir Magnús m.a. “Mestu máli skiptir þó, að hér má lesa, bæði með beinum orðum, en ekki síður milli línanna, að sparisjóðurinn er af grunni risinn sem félagsleg stofnun; honum var og er ætlað það hlutverk að þjóna héraðinu, með því að ávaxta aflögufé manna í þörfum verkefnum fyrirtækja og einstaklinga í héraði. Hann hefur því engan veginn eðli hlutafélagsbanka, sem reknir eru til ábata fyrir eigendur hlutafjár. Samskipti hans við einstaklinga og fyrirtæki hafa jafnan mótast af þessarri hugsun”. Um stofnfé sparisjóðanna segir Magnús: “Af þeirri félagslegu hugmyndafræði, sem sparisjóðir byggjast á, leiðir líka, að stofnfjáreigendur, sem nú eiga að lögum að standa að hverjum sparisjóði, eru engan veginn eigendur sjóðanna, heldur trúnaðarmenn umhverfisins, sem falið er að gæta þessa fjöreggs byggðanna. Ræki þeir hlutverk sitt eins og til er ætlast í þeirri hugmyndafræði, verða sparisjóðirnir aldrei “fé án hirðis” Þetta er mikilvægt að allir skilji.” Vert er að hugleiða frekar stöðu og hlutverk sparisjóða á landbyggðinni. Einkavæðing og fénýting síðustu ára hefur ekki reynst landsbyggðinni heilladrjúg. Hún hefur í flestum tilfellum fært fyrstu eigendum fénýtingarinnar mikla fjármuni en síðari notendur þurfa síðan að bera kostnaðinn af mikilli fjárbyndingu. Má þar nefna fénýtingu fiskveiðikvóta og mjólkurkvóta, sölu grunnnets fjarskipta og sala ríkisbankanna hefur ekki bætt þjónustu þeirra á landsbyggðinni. Fénýting eigin fjár sparisjóðanna í þágu stofnfjáreigenda, sem Viðskiptaráð virðist telja sjálfsagða, mun með sama hætti leiða af sér mikla fjárbindingu sem bera þarf kostnað af. Nálægð við fjármálaþjónustu og aðgangur að lánsfé er forsenda atvinnu og mannlífs í hverri byggð. Þessa þjónustu hafa sparisjóðirninr veitt hver á sínu starfssvæði. Er ekki eðlilegt að þeir sem notið hafa þjónustu Sparisjóðs Mýrasýslu eða annarra sparisjóða geri kröfu um að það rekstrarform sparisjóðanna sem reynst hefur vel í 100 ár eigi völ á að lifa í friði, og viðurkennt sé að það hefur kosti ekki síður en græðgi og fénýting? Höfundur er stjórnarformaður Sparisjóðs Suður-Þingeyinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Sparisjóðirnir hafa verið nokkuð í umræðunni að undanförnu. Viðskiptaráð telur þá staðnaða og á fallanda fæti, deilur hafa verið um formbreytingar Sparisjóðs Skagafjarðar, Spron er að breytast í öflugt hlutaféag og eftirspurn er eftir stofnfjárhlutum margra sparisjóða. Aukinn áhugi á sparisjóðunum á sér mjög eðlilegar skýringar þ.e. að rekstur þeirra hefur almennt gengið vel á undanförnum árum, þeir hafa vaxið mjög að umfangi og eigin fé og veita viðskipavinum betri þjónustu en aðrar fjármálastofnanir. Ef til vill stafar gremja Viðskiptaráðs ekki síst af því að augljóst er af árangri sparisjóðanna að unnt er að reka fjármálastofnanir með góðum árangri í öðrum formi en sem hlutafélag. Eðli og tilgangi sparisjóðann er vel lýst af fyrrverandi stjórnarformanni Sparisjóðs Mýrasýslu Magnúsi Sigurðssyni á Gilsbakka í formála bókar um 90 ára sögu Sparisjóðs Mýrasýslu sem út kom árið 2003, en þar segir Magnús m.a. “Mestu máli skiptir þó, að hér má lesa, bæði með beinum orðum, en ekki síður milli línanna, að sparisjóðurinn er af grunni risinn sem félagsleg stofnun; honum var og er ætlað það hlutverk að þjóna héraðinu, með því að ávaxta aflögufé manna í þörfum verkefnum fyrirtækja og einstaklinga í héraði. Hann hefur því engan veginn eðli hlutafélagsbanka, sem reknir eru til ábata fyrir eigendur hlutafjár. Samskipti hans við einstaklinga og fyrirtæki hafa jafnan mótast af þessarri hugsun”. Um stofnfé sparisjóðanna segir Magnús: “Af þeirri félagslegu hugmyndafræði, sem sparisjóðir byggjast á, leiðir líka, að stofnfjáreigendur, sem nú eiga að lögum að standa að hverjum sparisjóði, eru engan veginn eigendur sjóðanna, heldur trúnaðarmenn umhverfisins, sem falið er að gæta þessa fjöreggs byggðanna. Ræki þeir hlutverk sitt eins og til er ætlast í þeirri hugmyndafræði, verða sparisjóðirnir aldrei “fé án hirðis” Þetta er mikilvægt að allir skilji.” Vert er að hugleiða frekar stöðu og hlutverk sparisjóða á landbyggðinni. Einkavæðing og fénýting síðustu ára hefur ekki reynst landsbyggðinni heilladrjúg. Hún hefur í flestum tilfellum fært fyrstu eigendum fénýtingarinnar mikla fjármuni en síðari notendur þurfa síðan að bera kostnaðinn af mikilli fjárbyndingu. Má þar nefna fénýtingu fiskveiðikvóta og mjólkurkvóta, sölu grunnnets fjarskipta og sala ríkisbankanna hefur ekki bætt þjónustu þeirra á landsbyggðinni. Fénýting eigin fjár sparisjóðanna í þágu stofnfjáreigenda, sem Viðskiptaráð virðist telja sjálfsagða, mun með sama hætti leiða af sér mikla fjárbindingu sem bera þarf kostnað af. Nálægð við fjármálaþjónustu og aðgangur að lánsfé er forsenda atvinnu og mannlífs í hverri byggð. Þessa þjónustu hafa sparisjóðirninr veitt hver á sínu starfssvæði. Er ekki eðlilegt að þeir sem notið hafa þjónustu Sparisjóðs Mýrasýslu eða annarra sparisjóða geri kröfu um að það rekstrarform sparisjóðanna sem reynst hefur vel í 100 ár eigi völ á að lifa í friði, og viðurkennt sé að það hefur kosti ekki síður en græðgi og fénýting? Höfundur er stjórnarformaður Sparisjóðs Suður-Þingeyinga.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar