Innlent

Forseti skuldar ekki Alþingi skýringar

 

Forsetinn skuldar Alþingi engar skýringar vegna setu sinnar í Þróunarráði Indlands að mati Þorsteins Pálssonar, ritstjóra Fréttablaðsins. Segir hann að þau indversku stórfyrirtæki sem annist rekstur Þróunarráðs Indlands fylgi öll metnaðarfullri stefnu í umhverfismálum og standast þau fyllilega samanburð við stefnu Alcoa í Reyðarfirði. Þetta kemur fram í leiðara Þorsteins í dag en tilefnið er kurr innan utnaríkismálanefndar með þá ákvörðun Forseta Íslans að taka sæti í Þróunarráðinu án samráðs eða tilkynninga til utnaríkisráðuneytið.



Það er einkum Halldór Blöndal, formaður utanríkismálanefndar sem hefur gert athugasemdir við þetta mál og hefur hann tilkynnt að utanríkisráðherra yrði boðaður á fund nefndarinnar vegna málsins og mögulega forsetaritari í framhaldinu.

Á skrifstofu Alþingis í gær fengust þær upplýsingar að engin boðun hefði verið sendi forsetaritara. Í leiðara Fréttablaðsins í dag verður þingræðisreglan, Þorsteini Pálssyni ritstjóra umræðuefni og segir hann að forsetinn skuldi Alþingi engar skýringar. Ráðherrar geri það aftur á móti.

Segir Þorsteinn: "Þegar fulltrúi framkvæmdavaldsins tekur sæti í þróunarráði indverskra stórfyrirtækja ber utnaríkisráðherra ábyrgð á því gagnvart Alþingi". Ræðir ritstjórinn svo um þau fyrirtæki sem standi að baki ráðinu og segir: " Þau indversku stórfyrirtæki sem annast rekstur Þróunarráðs Indlands fylgja öll metnaðarfullri stefnu í umhverfismálum. Þau standast fyllilega samanburð við stefnu Alcoa í Reyðarfirði, sem á alþjóðavísu þykir skara framúr á þessu sviði".




Fleiri fréttir

Sjá meira


×