Unnið að komu Pearl Jam 1. september 2007 12:30 Chris Cornell ætlar ásamt eiginkonu sinni að skoða landið og skella sér jafnvel á snjósleða ef veður leyfir. Rokkarinn Chris Cornell hyggst nýta væntanlega Íslandsferð sína vel en hann heldur tónleika í Laugardalshöll laugardaginn 8.september. Rokkarinn kemur hingað ásamt eiginkonu sinni, Vicky Karayiannis, á fimmtudaginn og fer ekki fyrr en á sunnudeginum. Til stendur að fara með skötuhjúin á snjósleða og fjórhjól og má fastlega gera ráð fyrir að hann ætli einnig að ná ferðaþreytunni úr sér í Bláa Lóninu. Jafnframt verður blásið til mikillar veislu strax eftir tónleikana á laugardeginum á skemmtistaðnum REX en hann hefur hýst flestöll teiti þeirra stórstjarna sem leggja leið sína hingað. Með Cornell í för verður einnig umboðsmaður hans og til stórtíðinda gæti því dregið í íslensku tónleikahaldi. Sá sér víst einnig um að binda alla lausa hnúta hjá grungerokksveitinni Pearl Jam og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur hann í hyggju að skoða hér aðstæður fyrir Eddie Vedder og félaga. Pearl Jam á sér dyggan aðdáendahóp hér á landi sem myndi væntanlega fylla eina tónleikahöll eða svo. Fjölmargir tónleikahaldara hafa reynt að fá Pearl Jam til landsins og heimildir Fréttablaðsins herma að nú sé hafið vinnuferli sem miðar að því að fá rokkgoðsagnirnar hingað til lands, fyrr en seinna. „Ég get ekkert tjáð mig um þetta mál," segir Ísleifur B. Þórhallsson, framkvæmdarstjóri Concert og var þögull sem gröfin þegar Fréttablaðið bar þetta undir hann. Chris Cornell og Pearl Jam eru hins vegar bundnir miklum vinaböndum og hefur verið töluverður samgangur þar á milli. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að starfsmenn Concert muni því leggja sig enn meira fram við að gera allt sem best úr garði. Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Fleiri fréttir Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Rokkarinn Chris Cornell hyggst nýta væntanlega Íslandsferð sína vel en hann heldur tónleika í Laugardalshöll laugardaginn 8.september. Rokkarinn kemur hingað ásamt eiginkonu sinni, Vicky Karayiannis, á fimmtudaginn og fer ekki fyrr en á sunnudeginum. Til stendur að fara með skötuhjúin á snjósleða og fjórhjól og má fastlega gera ráð fyrir að hann ætli einnig að ná ferðaþreytunni úr sér í Bláa Lóninu. Jafnframt verður blásið til mikillar veislu strax eftir tónleikana á laugardeginum á skemmtistaðnum REX en hann hefur hýst flestöll teiti þeirra stórstjarna sem leggja leið sína hingað. Með Cornell í för verður einnig umboðsmaður hans og til stórtíðinda gæti því dregið í íslensku tónleikahaldi. Sá sér víst einnig um að binda alla lausa hnúta hjá grungerokksveitinni Pearl Jam og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur hann í hyggju að skoða hér aðstæður fyrir Eddie Vedder og félaga. Pearl Jam á sér dyggan aðdáendahóp hér á landi sem myndi væntanlega fylla eina tónleikahöll eða svo. Fjölmargir tónleikahaldara hafa reynt að fá Pearl Jam til landsins og heimildir Fréttablaðsins herma að nú sé hafið vinnuferli sem miðar að því að fá rokkgoðsagnirnar hingað til lands, fyrr en seinna. „Ég get ekkert tjáð mig um þetta mál," segir Ísleifur B. Þórhallsson, framkvæmdarstjóri Concert og var þögull sem gröfin þegar Fréttablaðið bar þetta undir hann. Chris Cornell og Pearl Jam eru hins vegar bundnir miklum vinaböndum og hefur verið töluverður samgangur þar á milli. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að starfsmenn Concert muni því leggja sig enn meira fram við að gera allt sem best úr garði.
Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Fleiri fréttir Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira