Handbolti

Stjarnan kveður Ásgarð

 Íslandsmeistarar Vals mæta með laskað lið í Meistarakeppnina í kvöld.
Íslandsmeistarar Vals mæta með laskað lið í Meistarakeppnina í kvöld. Valli

Meistarakeppni HSÍ fer fram í kvöld og báðir leikirnir verða spilaðir í Ásgarði í Garðabæ. Konurnar ríða á vaðið klukkan 18 þegar Stjarnan og Haukar mætast en klukkan 20 mætast Stjarnan og Valur í karlaflokki.

Miðaverð á báða leikina er 500 krónur en ágóði leikjanna mun renna til liðanna sem taka þátt í Evrópukeppninni í vetur.

Þetta verða síðustu leikir Stjörnunnar í Ásgarði því liðið mun flytja yfir í Mýrina eftir þessa leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×