Erlent

Maturinn borinn fram á járnbraut

Þýskur maður hefur opnað fyrsta sjálfvirka veitingastað heims í borginni Nürnberg. Á staðnum eru engir þjónar, afgreiðslumenn eða gjaldkerar. Matarpantanir fara allar fram með snertiskjám á borðunum og réttirnir eru bornir fram með hjálp járnbrautar sem liggur frá eldhúsinu á efri hæðinni niður í salinn á neðri hæðinni.

Á snertiskjánum má velja af matseðli og er einnig upp gefið hversu langan tíma matreiðslan muni taka. Greiðslan fer svo fram með greiðslukorti sem krafist er í byrjun máltíðar. Eigandinn segist hafa orðið leiður á að bera fram diska. „Ég skil ekki að enginn hafi gert þetta áður,“ segir hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×