Viðskipti innlent

Litlir milljónerar

Rússneska dagblaðið Finans hefur tekið saman lista um þau börn rússneskra nýríkra auðkýfinga sem erfa muni mestan auð að foreldrum sínum látnum. Þau börn ein eru gjaldgeng á listann sem munu erfa jafnvirði eins milljarðs Bandaríkjadala, rúma 64 milljarða íslenskra króna.

Rússnesku auðkýfingarnir eru gjarnan kallaðir „olígarkar“ enda byggist auður þeirra á rússneskum olíufyrirtækjum sem þeir tryggðu sér í kjölfar einkavæðingar ríkisins. Börn þeirra, sem flest eru undir tvítugu, eru eðli málsins samkvæmt kölluð „mini-garkar“.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×