Erlend sérfræðiþekking lykill að samkeppnishæfni Íslands 5. september 2007 00:01 Einn er sá minnihlutahópur á Íslandi sem fer lágt og litlar sem engar upplýsingar eru til um. Þetta eru erlendu sérfræðingarnir sem íslensk fyrirtæki leita í síauknum mæli til og skipta nú hundruðum á landi. Ný rýnihóparannsókn sem Capacent vann fyrir Fjárfestingarstofuna og Útflutningsráð, og kynnt var á morgunverðarfundi í gær, gefur ýmsar nýjar og þarfar vísbendingar um þennan ört vaxandi hóp. Niðurstöður úr rýnihóparannsóknum gefa oft dýpri niðurstöður en aðrar rannsóknir. Þær má hins vegar ekki meðhöndla öðruvísi en sem vísbendingar en ekki alhæfingar um hópinn í heild sinni. Fjórtán menn og konur frá tólf löndum, sem höfðu búið hér frá átta mánuðum upp í sjö ár, tóku þátt í rannsókninni. Flest þeirra voru hér vegna þess að þau höfðu einhverja tengingu við landið, í gegnum vini, fjölskyldu eða maka. Í hópnum voru meðal annars verkfræðingar, markaðsstjórar, lögfræðingar, fjármálasérfræðingar og landfræðingar. Jákvæðar hliðar og neikvæðarYfir heildina litið voru þátttakendur í rannsókninni jákvæðir um veru sína á Íslandi, að sögn Guðnýjar Rutar Isaksen, ráðgjafa hjá Capacent, sem hafði yfirumsjón með rannsókninni. Hins vegar voru oft neikvæðar hliðar á því sem þeir töldu jákvætt.Þátttakendur voru sammála um að tækifærin væru mörg í atvinnulífinu hér og meiri ábyrgð fengist á styttri tíma en annars staðar. Þeir töluðu einnig um að almennt væru vinnuskilyrði, laun og vinnuandi góð á íslenskum vinnustöðum. Mikill sveigjanleiki einkenndi umhverfið og viðhorf virtist almennt jákvætt til framtíðarinnar.Ekki var þó allt jákvætt í svörum sérfræðinganna. „Tengslanetin á Íslandi þykja þeim vera úr járni og ómögulegt að brjóta sér leið í gegnum þau," segir Guðný. „Þá þykir þeim áberandi að ágreiningur og uppbyggileg gagnrýni sé litin hornauga. Vegna tungumálsins þykir þeim oft erfitt að komast inn í málin á vinnustaðnum. Oftar en ekki sé tölvupóstur eingöngu á íslensku og innanhússtöður séu oft ekki auglýstar. Menntun og reynsla virðist þeim hafa minna að segja en kunningsskapurinn um hver hlýtur starfið."Mörgum sérfræðinganna hefur þótt erfitt að nálgast íslenskukennslu við hæfi. Margir þeirra hafa því ekki séð sér annan kost en að fara í einkatíma. Í einhverjum tilfellum var íslenskukennsla innan fyrirtækjanna sem hafði reynst vel. Tungumálið sjá þeir sem lykil að tengslanetunum.Sama að segja um daglegt lífUm reynslu sína af daglegu lífi á Íslandi sögðu sérfræðingarnir meðal annars heilbrigðiskerfið til fyrirmyndar, að hér ríkti mikið öryggi og lítið væri um glæpi. Hér væri því gott að ala upp börn. Þá þykir þeim samfélagið vinalegt og opið. Í daglega lífinu hafa þau þó líka rekist á hindranir. Sérstaklega finnst þeim lítið til samgangna og vegakerfisins koma. Þeim þykir slæmt að skjöl og pappírar sem þeim berast frá ríki og sveitarfélögum séu alltaf á íslensku. Þá varð þeim tíðrætt um óstöðugleika íslensku krónunnar.Þátttakendur í könnuninni voru sammála um mikilvægi þess að hafa stuðningsnet í vinnunni. Þetta segja þeir stytta verulega aðlögunartíma og fólk geti fyrr farið að einbeita sér að vinnunni. Slíkt stuðningsnet virðist vera til staðar á flestum vinnustöðum, þótt það sé víðast óformlegt. Þá nefndu þeir að markviss aðstoð við að byggja upp eigið tengslanet myndi nýtast vel.Fáir hvatar til á ÍslandiRannsóknin á líðan erlendra sérfræðinga á Íslandi var unnin að frumkvæði Fjárfestingarstofunnar. Hún gegnir því hlutverki að aðstoða erlend fyrirtæki sem hafa áhuga á að koma á fót starfsemi hér á landi. Þórður Hilmarsson, forstöðumaður Fjárfestingarstofu, segir það verða æ algengara að hér á landi sé einfaldlega ekki fólk á lausu til að sú starfsemi sem þessi fyrirtæki vilji koma á fót verði rétt mönnuð. Þá sé eina ráðið að flytja inn fólk. „Oft fáum við spurningar um hvernig aðstæður eru fyrir erlenda sérfræðinga hér á landi. Við getum bent á að við séum aðilar að EES og því sé frítt flæði vinnuafls á milli landanna. En það er ansi fátt annað sem við getum bent á sem gert er hér á landi til að laða að erlenda sérfræðinga. Annars staðar eru þeim veittir skattafrádrættir, tungumálakennsla við hæfi og önnur fríðindi. Við höfum séð að það er þörf fyrir meira en gott samkeppnisumhverfi og spennandi þjóðfélag til að fólk rífi sig upp með rótum. Það er því vaxandi þörf til að viðurkenna þennan hóp og fara að hlúa betur að honum. Þetta eru toppríkisborgarar; fólk sem íslenskt þjóðfélag hagnast á að laða hingað. Það kemur ekki af sjálfu sér. Það lítur á heiminn allan sem sitt vinnusvæði og fer þangað sem bestu tækifærin bjóðast." Forsenda samkeppnishæfni ÍslandsÞað er einnig hlutverk Fjárfestingarstofunnar að vera stjórnvöldum ráðgjafi um hvað betur megi fara í sambandi við samkeppnishæfni Íslands. „Við teljum að erlendir sérfræðingar séu einn lykillinn að því að auka samkeppnishæfni landsins. Nýjar atvinnugreinar á Íslandi byggja á mikilli og sérhæfðri þekkingu frekar en vinnuafli. Við teljum að stjórnvöld þurfi að huga markvisst að því hvernig megi tryggja þessum fyrirtækjum að nægur mannafli verði tiltækur hér."Nokkur hundruð erlendra sérfræðinga eru við störf á Íslandi. Nákvæmar tölur um fjölda þeirra eru hins vegar ekki til. Lausleg könnun Fjárfestingarstofunnar, þar sem haft var samband við fimmtán þekkingarfyrirtæki, sýndi að níu þeirra höfðu erlenda sérfræðinga við störf. Öll höfðu fyrirtækin þörf fyrir nokkra tugi til viðbótar strax og kvörtuðu undan því að of langan tíma tæki að fá þá til starfa. „Enginn greinarmunur er gerður á því fólki sem sækir um landvistarleyfi utan EES-svæðisins. Allir fá sömu meðhöndlun, óháð því á hvaða forsendum þeir sækja um landvistarleyfi. Okkar litli vinnumarkaður kallar á að við lítum út fyrir landsteinana, ekki bara til að nálgast erlent vinnuafl heldur ekki síður hámenntað fólk. Þær vaxtargreinar sem hafa rutt sér til rúms á Íslandi eru í eðli sínu alþjóðlegar. Þar af leiðandi erum við ekki staðbundin þegar kemur að uppruna vinnuafls, þekkingar eða markaða."Þórður bendir á að í samanburði við ýmis önnur lönd sé bein erlend fjárfesting tiltölulega lítil í öðrum greinum en stóriðju hér á landi. Með því að virkja erlenda fjárfestingu megi byggja ýmsa starfsemi upp hratt án þess að þurfa að byrja á grunninum. Á sama hátt geti fjárfesting skapað möguleika á landsbyggðinni og sé þar af leiðandi ein fljótlegasta mótvægisaðgerðin sem fær er til að laða fyrirtæki inn á ákveðin atvinnusvæði. „Meiri erlendri fjárfestingu fylgja fleiri erlendir sérfræðingar. Það er því nauðsynlegt að skapa strax góðar aðstæður fyrir þá."Háskólarnir spila stórt hlutverkAð auðvelda erlendum sérfræðingum að koma til starfa á Íslandi snertir öllum svið þjóðfélagsins. Svafa Grönfeldt, rektor Háskólans í Reykjavík, benti á þetta á morgunverðarfundi Fjárfestingarstofu og Útflutningsráðs í gær, þar sem málefni erlendra sérfræðinga voru rædd. „Þekkingarfyrirtæki þurfa stuðning stjórnvalda til að fá inn til landsins nýja þekkingu með ráðningu erlendra sérfræðinga. Sé litið á háskólana er flæði nemenda mjög auðvelt á milli landa. Flæði kennara er það hins vegar ekki." Hún nefnir dæmi um kennara sem HR er að fá til liðs við sig um þessar mundir. Fjölskylda hans geti ekki komið til Íslands fyrr en eftir tólf mánuði. „Hindranir á borð við þessa gera íslenskum fyrirtækjum erfitt um vik að laða til sín erlenda sérfræðinga," segir Svafa.Ekki er síður nauðsynlegt að tryggja að íslenskt starfsumhverfi standist fullkomlega alþjóðlegan samanburð svo að íslenskir sérfræðingar flýi ekki annað. Svafa segir að þekkingartap sé enn ekki orðið vandamál á Íslandi, enda hafi hingað til langflestir Íslendingar sem stundað hafi nám erlendis snúið aftur. Hins vegar sé ekkert sem segi að þetta verði viðvarandi ástand. „Við tökum eftir því að þeir sem eru að útskrifast úr háskóla núna líta á sig sem Evrópubúa ekkert síður en Reykvíkinga. Það er ekkert gefið að það sem er núna verði eftir tíu ár, nema við sköpum réttu skilyrðin."Háskólinn í Reykjavík hefur háleit markmið um stöðu sína í háskólaflóru heimsins á næstu árum. Til þess að markmiðin náist er nauðsynlegt að aðgengi fræðimanna að Íslandi verði auðveldað. „Við ætlum að nýta strategíska legu Íslands á milli austurs og vesturs til að raða saman því sem best gerist hér á landi og því besta sem gerist í Asíu, Evrópu og Bandaríkjunum. Með þessu erum við að fylgja fordæmi annarra jaðarþjóða sem eru að berjast í bökkum við að halda í sitt fólk. Til þess þurfum við greiðari aðgang að alþjóðlegum kennurum. Stjórnvöld hafa sýnt vilja til að vinna í þessum málum. Nú er það skólanna og fyrirtækjanna að skapa þann þrýsting sem þarf til að sýna fram á hvernig tækifærin yrðu nýtt ef vinnumarkaðurinn yrði opnaður erlendum sérfræðingum frekar." Undir smásjánni Úttekt Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Viðskipti innlent Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Viðskipti innlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira
Einn er sá minnihlutahópur á Íslandi sem fer lágt og litlar sem engar upplýsingar eru til um. Þetta eru erlendu sérfræðingarnir sem íslensk fyrirtæki leita í síauknum mæli til og skipta nú hundruðum á landi. Ný rýnihóparannsókn sem Capacent vann fyrir Fjárfestingarstofuna og Útflutningsráð, og kynnt var á morgunverðarfundi í gær, gefur ýmsar nýjar og þarfar vísbendingar um þennan ört vaxandi hóp. Niðurstöður úr rýnihóparannsóknum gefa oft dýpri niðurstöður en aðrar rannsóknir. Þær má hins vegar ekki meðhöndla öðruvísi en sem vísbendingar en ekki alhæfingar um hópinn í heild sinni. Fjórtán menn og konur frá tólf löndum, sem höfðu búið hér frá átta mánuðum upp í sjö ár, tóku þátt í rannsókninni. Flest þeirra voru hér vegna þess að þau höfðu einhverja tengingu við landið, í gegnum vini, fjölskyldu eða maka. Í hópnum voru meðal annars verkfræðingar, markaðsstjórar, lögfræðingar, fjármálasérfræðingar og landfræðingar. Jákvæðar hliðar og neikvæðarYfir heildina litið voru þátttakendur í rannsókninni jákvæðir um veru sína á Íslandi, að sögn Guðnýjar Rutar Isaksen, ráðgjafa hjá Capacent, sem hafði yfirumsjón með rannsókninni. Hins vegar voru oft neikvæðar hliðar á því sem þeir töldu jákvætt.Þátttakendur voru sammála um að tækifærin væru mörg í atvinnulífinu hér og meiri ábyrgð fengist á styttri tíma en annars staðar. Þeir töluðu einnig um að almennt væru vinnuskilyrði, laun og vinnuandi góð á íslenskum vinnustöðum. Mikill sveigjanleiki einkenndi umhverfið og viðhorf virtist almennt jákvætt til framtíðarinnar.Ekki var þó allt jákvætt í svörum sérfræðinganna. „Tengslanetin á Íslandi þykja þeim vera úr járni og ómögulegt að brjóta sér leið í gegnum þau," segir Guðný. „Þá þykir þeim áberandi að ágreiningur og uppbyggileg gagnrýni sé litin hornauga. Vegna tungumálsins þykir þeim oft erfitt að komast inn í málin á vinnustaðnum. Oftar en ekki sé tölvupóstur eingöngu á íslensku og innanhússtöður séu oft ekki auglýstar. Menntun og reynsla virðist þeim hafa minna að segja en kunningsskapurinn um hver hlýtur starfið."Mörgum sérfræðinganna hefur þótt erfitt að nálgast íslenskukennslu við hæfi. Margir þeirra hafa því ekki séð sér annan kost en að fara í einkatíma. Í einhverjum tilfellum var íslenskukennsla innan fyrirtækjanna sem hafði reynst vel. Tungumálið sjá þeir sem lykil að tengslanetunum.Sama að segja um daglegt lífUm reynslu sína af daglegu lífi á Íslandi sögðu sérfræðingarnir meðal annars heilbrigðiskerfið til fyrirmyndar, að hér ríkti mikið öryggi og lítið væri um glæpi. Hér væri því gott að ala upp börn. Þá þykir þeim samfélagið vinalegt og opið. Í daglega lífinu hafa þau þó líka rekist á hindranir. Sérstaklega finnst þeim lítið til samgangna og vegakerfisins koma. Þeim þykir slæmt að skjöl og pappírar sem þeim berast frá ríki og sveitarfélögum séu alltaf á íslensku. Þá varð þeim tíðrætt um óstöðugleika íslensku krónunnar.Þátttakendur í könnuninni voru sammála um mikilvægi þess að hafa stuðningsnet í vinnunni. Þetta segja þeir stytta verulega aðlögunartíma og fólk geti fyrr farið að einbeita sér að vinnunni. Slíkt stuðningsnet virðist vera til staðar á flestum vinnustöðum, þótt það sé víðast óformlegt. Þá nefndu þeir að markviss aðstoð við að byggja upp eigið tengslanet myndi nýtast vel.Fáir hvatar til á ÍslandiRannsóknin á líðan erlendra sérfræðinga á Íslandi var unnin að frumkvæði Fjárfestingarstofunnar. Hún gegnir því hlutverki að aðstoða erlend fyrirtæki sem hafa áhuga á að koma á fót starfsemi hér á landi. Þórður Hilmarsson, forstöðumaður Fjárfestingarstofu, segir það verða æ algengara að hér á landi sé einfaldlega ekki fólk á lausu til að sú starfsemi sem þessi fyrirtæki vilji koma á fót verði rétt mönnuð. Þá sé eina ráðið að flytja inn fólk. „Oft fáum við spurningar um hvernig aðstæður eru fyrir erlenda sérfræðinga hér á landi. Við getum bent á að við séum aðilar að EES og því sé frítt flæði vinnuafls á milli landanna. En það er ansi fátt annað sem við getum bent á sem gert er hér á landi til að laða að erlenda sérfræðinga. Annars staðar eru þeim veittir skattafrádrættir, tungumálakennsla við hæfi og önnur fríðindi. Við höfum séð að það er þörf fyrir meira en gott samkeppnisumhverfi og spennandi þjóðfélag til að fólk rífi sig upp með rótum. Það er því vaxandi þörf til að viðurkenna þennan hóp og fara að hlúa betur að honum. Þetta eru toppríkisborgarar; fólk sem íslenskt þjóðfélag hagnast á að laða hingað. Það kemur ekki af sjálfu sér. Það lítur á heiminn allan sem sitt vinnusvæði og fer þangað sem bestu tækifærin bjóðast." Forsenda samkeppnishæfni ÍslandsÞað er einnig hlutverk Fjárfestingarstofunnar að vera stjórnvöldum ráðgjafi um hvað betur megi fara í sambandi við samkeppnishæfni Íslands. „Við teljum að erlendir sérfræðingar séu einn lykillinn að því að auka samkeppnishæfni landsins. Nýjar atvinnugreinar á Íslandi byggja á mikilli og sérhæfðri þekkingu frekar en vinnuafli. Við teljum að stjórnvöld þurfi að huga markvisst að því hvernig megi tryggja þessum fyrirtækjum að nægur mannafli verði tiltækur hér."Nokkur hundruð erlendra sérfræðinga eru við störf á Íslandi. Nákvæmar tölur um fjölda þeirra eru hins vegar ekki til. Lausleg könnun Fjárfestingarstofunnar, þar sem haft var samband við fimmtán þekkingarfyrirtæki, sýndi að níu þeirra höfðu erlenda sérfræðinga við störf. Öll höfðu fyrirtækin þörf fyrir nokkra tugi til viðbótar strax og kvörtuðu undan því að of langan tíma tæki að fá þá til starfa. „Enginn greinarmunur er gerður á því fólki sem sækir um landvistarleyfi utan EES-svæðisins. Allir fá sömu meðhöndlun, óháð því á hvaða forsendum þeir sækja um landvistarleyfi. Okkar litli vinnumarkaður kallar á að við lítum út fyrir landsteinana, ekki bara til að nálgast erlent vinnuafl heldur ekki síður hámenntað fólk. Þær vaxtargreinar sem hafa rutt sér til rúms á Íslandi eru í eðli sínu alþjóðlegar. Þar af leiðandi erum við ekki staðbundin þegar kemur að uppruna vinnuafls, þekkingar eða markaða."Þórður bendir á að í samanburði við ýmis önnur lönd sé bein erlend fjárfesting tiltölulega lítil í öðrum greinum en stóriðju hér á landi. Með því að virkja erlenda fjárfestingu megi byggja ýmsa starfsemi upp hratt án þess að þurfa að byrja á grunninum. Á sama hátt geti fjárfesting skapað möguleika á landsbyggðinni og sé þar af leiðandi ein fljótlegasta mótvægisaðgerðin sem fær er til að laða fyrirtæki inn á ákveðin atvinnusvæði. „Meiri erlendri fjárfestingu fylgja fleiri erlendir sérfræðingar. Það er því nauðsynlegt að skapa strax góðar aðstæður fyrir þá."Háskólarnir spila stórt hlutverkAð auðvelda erlendum sérfræðingum að koma til starfa á Íslandi snertir öllum svið þjóðfélagsins. Svafa Grönfeldt, rektor Háskólans í Reykjavík, benti á þetta á morgunverðarfundi Fjárfestingarstofu og Útflutningsráðs í gær, þar sem málefni erlendra sérfræðinga voru rædd. „Þekkingarfyrirtæki þurfa stuðning stjórnvalda til að fá inn til landsins nýja þekkingu með ráðningu erlendra sérfræðinga. Sé litið á háskólana er flæði nemenda mjög auðvelt á milli landa. Flæði kennara er það hins vegar ekki." Hún nefnir dæmi um kennara sem HR er að fá til liðs við sig um þessar mundir. Fjölskylda hans geti ekki komið til Íslands fyrr en eftir tólf mánuði. „Hindranir á borð við þessa gera íslenskum fyrirtækjum erfitt um vik að laða til sín erlenda sérfræðinga," segir Svafa.Ekki er síður nauðsynlegt að tryggja að íslenskt starfsumhverfi standist fullkomlega alþjóðlegan samanburð svo að íslenskir sérfræðingar flýi ekki annað. Svafa segir að þekkingartap sé enn ekki orðið vandamál á Íslandi, enda hafi hingað til langflestir Íslendingar sem stundað hafi nám erlendis snúið aftur. Hins vegar sé ekkert sem segi að þetta verði viðvarandi ástand. „Við tökum eftir því að þeir sem eru að útskrifast úr háskóla núna líta á sig sem Evrópubúa ekkert síður en Reykvíkinga. Það er ekkert gefið að það sem er núna verði eftir tíu ár, nema við sköpum réttu skilyrðin."Háskólinn í Reykjavík hefur háleit markmið um stöðu sína í háskólaflóru heimsins á næstu árum. Til þess að markmiðin náist er nauðsynlegt að aðgengi fræðimanna að Íslandi verði auðveldað. „Við ætlum að nýta strategíska legu Íslands á milli austurs og vesturs til að raða saman því sem best gerist hér á landi og því besta sem gerist í Asíu, Evrópu og Bandaríkjunum. Með þessu erum við að fylgja fordæmi annarra jaðarþjóða sem eru að berjast í bökkum við að halda í sitt fólk. Til þess þurfum við greiðari aðgang að alþjóðlegum kennurum. Stjórnvöld hafa sýnt vilja til að vinna í þessum málum. Nú er það skólanna og fyrirtækjanna að skapa þann þrýsting sem þarf til að sýna fram á hvernig tækifærin yrðu nýtt ef vinnumarkaðurinn yrði opnaður erlendum sérfræðingum frekar."
Undir smásjánni Úttekt Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Viðskipti innlent Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Viðskipti innlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira