Innlent

Undrabörn fá nýjan skóla

Hinn heimsþekkti ljósmyndari Mary Ellen Mark sést hér í bakgrunni samgleðjast þeim félögum Guðlaugi og Alexander.
Hinn heimsþekkti ljósmyndari Mary Ellen Mark sést hér í bakgrunni samgleðjast þeim félögum Guðlaugi og Alexander. Vísir/Anton
Nýr skóli fyrir börn með fötlun mun rísa innan skamms. Skólinn mun sameina starfsemi Öskuhlíðarskóla og Safamýraskóla þar sem þeir þykja ekki lengur uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til skóla sem annast menntun fatlaðra barna.

Júlíus Vífill Ingvarsson, formaður menntaráðs, tilkynnti þetta á fundi í Þjóðminjasafninu í gær sem boðað hafði verið til vegna opnunar ljósmyndasýningar Mary Ellen Mark. Sýningin ber nafnið Undrabörn og á henni má sjá myndir sem teknar voru af fötluðum börnum á Íslandi.

„Mér þótti við hæfi að tilkynna um ákvörðunina á þessari stundu þar sem flest af því fólki sem þetta skipir mestu máli var samankomið við þetta tilefni," segir hann.

Skólinn mun rísa á óbyggða svæðinu í grennd við höfuðstöðvar Íþróttafélags Reykjavíkur. Umhverfis skólann mun verða útbúið stórt útivistarsvæði.

Ljóst er að miklum fjármunum verður varið til verksins og staðfesti Júlíus að fjársterkir einstaklingar kæmu það fjármörnun þess. Af virðingu við óskir þeirra kvaðst hann ekki gefa upp nöfn þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×