Alvöru alþjóðafyrirtæki leiðin til vaxtarins 12. september 2007 00:01 Lárus Welding nýr forstjóri Glitnis ætlar bankanum að verða alvöru alþjóðlegt fyrirtæki. MYND/Eyþór Það er kannski tákn hraðans í viðskiptalífinu að Lárus Welding setjist rétt rúmlega þrítugur í stól forstjóra Glitnis og að sá sem hverfur til annarra verkefna sé 39 ára. Á markaðnum var til þess tekið hversu smurt umskiptin gengu. Hvergi virðist hafa verið kastað til höndunum við umskiptin og búið býður heim mörgum tækifærum. Sumarið er að baki og Lárus er búinn að koma sér fyrir. Framundan er ögrandi verkefni við áframhaldandi uppbyggingu bankans með blöndu gamalla og nýrra stjórnenda. „Í mínum huga snúast næstu þrjú til fimm ár um að hafa metnað og vilja til að gera bankann að alvöru alþjóðlegu fyrirtæki. Það er eina leiðin í mínum huga til að búa til raunverulega aukin verðmæti fyrir hluthafana. Til þess þarf að búa til fyrirtæki sem á skilið að vera alþjóðlegt og getur laðað til sín erlenda fjárfesta." Lárus segir bankann í stefnumótunarferli. „Niðurstöður þar sýna að stefnan sem mótuð hefur verið er mjög góð og vel hugsuð." Bankinn hefur skilgreint Ísland og Noreg sem heimamarkað og einbeitt sér að sértækum verkefnum á alþjóðamarkaði í matvælaiðnaði, einkum sjávarútvegi, jarðvarmaorku og skipaiðnaði. „Verkefni okkar á Norðurlöndum, þar sem mikið hefur verið fjárfest í fyrirtækjum og við náð til okkar góðu starfsfólki, er núna að sýna áframhaldandi vöxt og hagnað. Við ætlum okkur að vera eitt fyrirtæki, en ekki móðurfélag með dótturfélög erlendis. Eina leiðin til að ná samlegð út úr rekstrinum er að ná bankanum saman í eina heild. Við höfum verið að kaupa, og nú þurfum við að einbeita okkur að því að reka." Hann segir að með erfiðari markaði verði fókus stjórnenda á hvar hagkvæmast sé að vinna verkin. Þar verði Ísland að vera samkeppnishæft á öllum sviðum ætli menn að halda þeim ávinningi sem hefur náðst undanfarin ár. Lárus þekkir vel til uppbyggingar fjárfestingabankastarfsemi, en hann var lykilmaður í uppbyggingu Landbankans í London. Glitnir hefur sterka stöðu í Noregi og hefur þaðan sótt fram til Svíþjóðar og Finnlands. Hann segir ýmis tækifæri liggja á þeim slóðum. „Þetta eru rík lönd og mikið fjármagn til taks til fjárfestingar. Tækifærin eru mikil í markaðsviðskiptum og við höfum náð sterkri stöðu í miðlun og höfum nýtt þá stöðu á margvíslegan hátt, meðal annars til að koma alþjóðlegum sjávarútvegsfyrirtækjum á markað. Við höfum byggt upp fyrirtækjaráðgjöf til að nýta efnahagslegan styrk okkar, en hins vegar ekker farin að nota afleiður og annað slíkt inn á þessa markaði. Ef við horfum á markaðsviðskipti hér og í heiminum, þá er stærstur hluti þeirra í einhvers konar fjármögnun og afleiðum. Við í Glitni og reyndar almennt hér á landi erum nokkuð þróuð í slíkum fjármálagjörningum. Við erum með banka í Noregi sem hefur sterka stöðu og við getum nýtt betur á þessu sviði. Við höfum náð góðum árangri þar sem við höfum skilgreint okkur vel á mörkuðunum og einbeitt okkur að ákveðnum verkefnum. Þar höfum við náð góðri markaðshlutdeild og ætlum okkur það sama á fleiri sviðum."Öðruvísi fólk Landafræðin er bara einn hluti útrásarinnar. Hinn er að bankinn hefur einbeitt sér að sérhæfðum syllum. „Við komum alltaf að sömu spurningunni varðandi stefnuna. Hvað erum við að reyna að gera? Það sem við þurfum að gera til að auka virði bankans er að vera með trúverðugt og traust eignasafn og vera að vinna á þeim svæðum og í þeim geirum þar sem við höfum eitthvað fram að færa og getum myndað verðmæti. Það er nóg af peningum í heiminum, það vantar ekki þótt menn séu aðeins að hrökkva á hliðarlínuna þessa dagana, það er ekki vandamálið. Við getum ekki keppt í að lána peninga ódýrast. Við getum keppt í því að koma með önnur verðmæti til viðskiptavinanna." Lárus segir verðmætin sem íslensku bankarnir hafi komið með að borðinu liggi meðal annars í flötum stjórnendastrúktúr sem þýði að menn vinni hratt og vel. „Það er það sem við gerum og höfum fengið góð viðbrögð á það í Noregi. Vandinn fyrir okkur og íslensku bankanna er að halda þessu eftir því sem þeir vaxa og verða flóknari. Það sem Glitnir hefur gert til viðbótar er að búa til sérhæfða þekkingu innan bankans með sérhæfingu í greinum sem við þekkjum vel og erum vel settir í svo sem í sjávarútvegi og nú síðast jarðvarmanum og með samstarfinu við Geysi Green Energy." Lárus segir að þetta séu kannski ekki risastór svið á alþjóðlegan mælikvarða, en nægilega stór til að þótt bankinn fái ekki nema brot af viðskiptunum, þá dugi það til vaxtar næstu árin. „Það skiptir máli að við getum horft í augun á viðskiptavinum og sagt að við vitum sitthvað um þessi svið. Við komum því með mikla þekkingu og það færir okkur þessa umfram arðsemi." Í þessu skyni hefur bankinn ráðið til sín fólk sem ekki hefur endilega reynslu af bankastarfsemi, en yfirburðarþekkingu á viðkomandi grein. „Við höfum því ráðið fólk sem bankar erlendis hefðu kannski ekki leitað að og nýtum það með fólki með bankaþekkingu til að greina markaðinn vinna í nánu samstarfi við fyrirtækin í viðkomandi grein."Persónuleg sambönd Glitnir opnaði í síðustu viku starfsstöð í New York. Bandaríkin eru þróað bankaland og ekki auðvelt að finna syllur þar sem ekki eru þegar búið að hreiðra um sig á. Útrás til Bankdaríkjanna hefur gengið misvel, en Glitnir hefur komið sér ágætlega fyrir með þjónustu við sjávarútveg og nú er stefnan sett á jarðvarmann. Þar eru í senn miklir möguleikar og hratt vaxandi áhugi og gildi þekkingarinnar ótvírætt. „Það gildir hér eins og raunar alltaf að maður verður að tala um það sem maður veit eitthvað um. Það hefur enginn tíma til að hlusta á einhvern tala sem ekki veit hvað hann er að tala um. Íslensku bankarnir hafa að mörgu leyti verið talsmenn íslensku fjárfestingarfélagana og þar hafa menn viljað fá að vita á hvaða leið þau eru. Það sem er skemmtilegt við innkomuna í Bandaríkin er að þar erum við að tala um hluti sem við vitum mikið um og finnum fyrir miklum áhuga á að hlusta á okkur." Lárus bæti við að bankinn hafi notið einstaks liðsinnis forseta Íslands við kynningu á sérsviðum bankans. „Úr þessu verða svo til viðskiptasambönd sem leiða vonandi til þess að kúnnunum líkar hversu hratt og vel við vinnum. Við veljum kúnnana út frá sérþekkingu okkar." Lárus segir að framhaldið sé svo það sem allir bankar heimsins reyna að gera að nýta viðskiptasamböndin til að seljakúnnanum síðan aðra þjónustu bankans. „Slík viðbót fæst hins vegar ekki nema við séum sambærileg og samkeppnishæf á alþjóðavettvangi við aðra banka í annarri þjónustu." Lárus segir að augljóslega þurfi öll kerfi og vinnuferlar að vera í fullkomnu lagi í bankastarfsemi. „Á endanum snýst þetta hins vegar fyrst og síðast um fólk. Bankastarfsemi er mjög persónuleg þjónusta," segir hann og bætir því við að íslensku bankarnir þurfi að huga vel að framleiðni í starfseminni og halda öguðum rekstri í ljósi hratt vaxandi umsvifum. Þessi sérhæfða þekkingarþjónusta er býsna langt frá þeirri mynd sem almenningur hér á landi hefur af bankastarsemi. Skuldugur Íslendingur sér bara yfirdrátt og háa vexti. „Eini staðurinn þar sem Glitnir sinnir einstaklingum með ahliða fjármálaþjónustu er á Íslandi. Þetta eru algjörlega aðskildir heimar. Ísland er markaður sem með góða þjónustu og ég held að það sé alveg sama hvernig hún verður skoðuð, þá er ég sannfærður um að hún er mjög samkeppnishæf. Vandamálið á Íslandi er náttúrulega grunnvextirnir. Álagning og þjónusta á þeim markaði er ótrúlega góð fyrir viðskiptavinina miðað við stærð markaðarins." Alls staðar annars staðar fyrir utan smá viðskiptabankastarfsemi í Noregi, er Glitnir fyrst og fremst fyrirtækja- og fjárfestingarbanki." Endurnýjanleg orka er gríðarstórt svið og Glitnir setur brennipunktinn á jarðvarma. Þar höfum við samkeppnisforskot með einstakri þekkingu á nýtingu jarðvarma í orkuöflun. Samkeppnisforskotið er fyrir hendi, en spurningin er hversu langan tíma við höfum í friði fyrir öðrum. „Við erum leiðandi og við höfum verið að skoða verkefni með stórum bönkum. Við erum komin til að vera í þessari grein og ég held að við munum halda stöðu okkar, en við munum vinna með ýmsum að slíkum verkefnum. Ég held að þarna hafi bankinn verið á réttum stað á réttum tíma."Stöðugleiki nauðsyn Lárus tók við af Bjarna Ármannssyni sem var samofinn ímynd bankans og hafði sterka nærveru innan bankans. Lárus þekkti bankann vel frá fyrri tíð og segir að sér hafi verið afar vel tekið. Hann var hjá FBA sem sameinaðist bankanum, en hélt síðan til þess verkefnis að byggja upp starfsemi Landsbankans í London. „Það er margt til í því að það henti okkur Íslendingum vel að byggja upp, Við erum dáldið góð í því. Það sem er spennandi hér er að við þurfum að samþætta, reka og skapa meiri framlegð af því sem við erum að gera. Það finnst mér skemmtileg ögrun. Glitnir hefur tekið meðvitaða ákvörðun um að verða alþjóðlegur banki með því að byggja upp framkvæmdastjórn með fólki frá ýmsum löndum. Það er auðvitað flóknara að vinna með fólki með ólíkan bakgrunn og reynsluheim, en það er klárlega mikill styrkleiki í því verkefni sem er framunda." Á örfáum árum hafa Íslendingar eignast handfylli fyrirtækja sem eru vel sýnileg í alþjóðlegu samhengi. Næstu skref á þeirri braut er að verða ljós með yfirlýsingum um uppgjör í evrum og skráningu hlutabréfa í sömu mynt. „Það hefur ekki verið tekin nein afstaða til þessa í stjórn bankans. Það hefur hins vegar komið fram í þessari umræðu að vandamálið á Íslandi er ekki aðallega myntin, heldur vextirnir og það vandamáls sem við erum komin í þar með vaxtamun og styrk krónunnar. Hvort kemur á undan eggið eða hænan í þeirri umræðu má sjálfsagt deila um. Áður en við tökum stærri skref í því, þá tel ég að við að ná vöxtunum niður til að við höfum raunverulegt val um aðrar myntir. Þegar við horfum lengra og til landa eins og Írlands, þá er erfitt að sjá að við náum til framtíðar alvöru atvinnuuppbyggingu svo sem í þekkingariðnaði án þess að vera með stærri mynt. Ef maður horfir langt fram þá sér maður ekki annað nema það gerist að krónan yrði mun stöðugri en hún hefur verið og sé í raun talin sem evra." Hann bætir við að sveiflurnar feli sér sóun sem einhver verði að borga.Séríslenskt burt MYND/EyþórLárus segir margt hafa færst í rétta átt í endurbótum í Kauphöll og á fleiri sviðum. „Til að fyrirtækin hafi möguleika á að þróa sig áfram og verða alþjóðlegt þurfum við að taka það út sem er séríslenskt í umhverfinu. Heimurinn breytist hratt og ef við ætlum að vera með í alþjóðaviðskiptum verðum að taka burt séríslensk fyrirbæri verðtryggingu, séríslensk lög , Íbúðalánasjóð og fleira. Lykilmarkmiðið er að ná stöðugleika og síðan að fá inn erlent fjármagn til alvöru atvinnuuppbyggingar. Ekki bara vaxtamunafjárfesta sem vilja komast í háu vextina okkar eða eingöngu í stóriðjuna. Ef við ætlum að halda í stór fyrirtæki, þá þurfa þau líklega að skrá sig í erlendri mynt sem er í fínu lagi svo lengi sem þau hafa höfuðstöðvarnar hér. Ef okkur tekst ekki að fá erlent fjármagn til að byggja fyrirtækin okkar upp, þá verður erfitt að halda höfuðstöðvunum í landinu. Ef við getum ekki notað hlutabréfin til greiðslu í kaupum á fyrirtækjum, þá getum við ekki haldið áfram að vaxa. Það er ákjósanlegt að efla þekkingariðnað á Íslandi. Bankar geta stækkað eins mikið og þeir fá fjármagn til og vaxtarmöguleikarnir takmarkast við það. Vandinn hefur ekki verið að finna þeim verkefni."Myntin hefur verið langstærsta hindrunin. „Ég hef reynt að selja íslensk hlutabréf erlendis. Flækjustigið með krónuna fælir fjárfestana frá jafnvel þótt þeim lítist vel á fjárfestingarkostinn. Þetta eru vandamálin sem við verðum að leysa ef við ætlum að bjóða börnunum okkar upp á vellaunuð störf í greinum sem krefjast þekkingar. Hitt sem skiptir framtíð okkar mestu eru menntamálin og að byggja upp þekkingarkjarna utan um svið eins fjármálageiran og orkumálin og fleira þar sem við höfum skapað okkur sérstöðu." Undir smásjánni Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira
Það er kannski tákn hraðans í viðskiptalífinu að Lárus Welding setjist rétt rúmlega þrítugur í stól forstjóra Glitnis og að sá sem hverfur til annarra verkefna sé 39 ára. Á markaðnum var til þess tekið hversu smurt umskiptin gengu. Hvergi virðist hafa verið kastað til höndunum við umskiptin og búið býður heim mörgum tækifærum. Sumarið er að baki og Lárus er búinn að koma sér fyrir. Framundan er ögrandi verkefni við áframhaldandi uppbyggingu bankans með blöndu gamalla og nýrra stjórnenda. „Í mínum huga snúast næstu þrjú til fimm ár um að hafa metnað og vilja til að gera bankann að alvöru alþjóðlegu fyrirtæki. Það er eina leiðin í mínum huga til að búa til raunverulega aukin verðmæti fyrir hluthafana. Til þess þarf að búa til fyrirtæki sem á skilið að vera alþjóðlegt og getur laðað til sín erlenda fjárfesta." Lárus segir bankann í stefnumótunarferli. „Niðurstöður þar sýna að stefnan sem mótuð hefur verið er mjög góð og vel hugsuð." Bankinn hefur skilgreint Ísland og Noreg sem heimamarkað og einbeitt sér að sértækum verkefnum á alþjóðamarkaði í matvælaiðnaði, einkum sjávarútvegi, jarðvarmaorku og skipaiðnaði. „Verkefni okkar á Norðurlöndum, þar sem mikið hefur verið fjárfest í fyrirtækjum og við náð til okkar góðu starfsfólki, er núna að sýna áframhaldandi vöxt og hagnað. Við ætlum okkur að vera eitt fyrirtæki, en ekki móðurfélag með dótturfélög erlendis. Eina leiðin til að ná samlegð út úr rekstrinum er að ná bankanum saman í eina heild. Við höfum verið að kaupa, og nú þurfum við að einbeita okkur að því að reka." Hann segir að með erfiðari markaði verði fókus stjórnenda á hvar hagkvæmast sé að vinna verkin. Þar verði Ísland að vera samkeppnishæft á öllum sviðum ætli menn að halda þeim ávinningi sem hefur náðst undanfarin ár. Lárus þekkir vel til uppbyggingar fjárfestingabankastarfsemi, en hann var lykilmaður í uppbyggingu Landbankans í London. Glitnir hefur sterka stöðu í Noregi og hefur þaðan sótt fram til Svíþjóðar og Finnlands. Hann segir ýmis tækifæri liggja á þeim slóðum. „Þetta eru rík lönd og mikið fjármagn til taks til fjárfestingar. Tækifærin eru mikil í markaðsviðskiptum og við höfum náð sterkri stöðu í miðlun og höfum nýtt þá stöðu á margvíslegan hátt, meðal annars til að koma alþjóðlegum sjávarútvegsfyrirtækjum á markað. Við höfum byggt upp fyrirtækjaráðgjöf til að nýta efnahagslegan styrk okkar, en hins vegar ekker farin að nota afleiður og annað slíkt inn á þessa markaði. Ef við horfum á markaðsviðskipti hér og í heiminum, þá er stærstur hluti þeirra í einhvers konar fjármögnun og afleiðum. Við í Glitni og reyndar almennt hér á landi erum nokkuð þróuð í slíkum fjármálagjörningum. Við erum með banka í Noregi sem hefur sterka stöðu og við getum nýtt betur á þessu sviði. Við höfum náð góðum árangri þar sem við höfum skilgreint okkur vel á mörkuðunum og einbeitt okkur að ákveðnum verkefnum. Þar höfum við náð góðri markaðshlutdeild og ætlum okkur það sama á fleiri sviðum."Öðruvísi fólk Landafræðin er bara einn hluti útrásarinnar. Hinn er að bankinn hefur einbeitt sér að sérhæfðum syllum. „Við komum alltaf að sömu spurningunni varðandi stefnuna. Hvað erum við að reyna að gera? Það sem við þurfum að gera til að auka virði bankans er að vera með trúverðugt og traust eignasafn og vera að vinna á þeim svæðum og í þeim geirum þar sem við höfum eitthvað fram að færa og getum myndað verðmæti. Það er nóg af peningum í heiminum, það vantar ekki þótt menn séu aðeins að hrökkva á hliðarlínuna þessa dagana, það er ekki vandamálið. Við getum ekki keppt í að lána peninga ódýrast. Við getum keppt í því að koma með önnur verðmæti til viðskiptavinanna." Lárus segir verðmætin sem íslensku bankarnir hafi komið með að borðinu liggi meðal annars í flötum stjórnendastrúktúr sem þýði að menn vinni hratt og vel. „Það er það sem við gerum og höfum fengið góð viðbrögð á það í Noregi. Vandinn fyrir okkur og íslensku bankanna er að halda þessu eftir því sem þeir vaxa og verða flóknari. Það sem Glitnir hefur gert til viðbótar er að búa til sérhæfða þekkingu innan bankans með sérhæfingu í greinum sem við þekkjum vel og erum vel settir í svo sem í sjávarútvegi og nú síðast jarðvarmanum og með samstarfinu við Geysi Green Energy." Lárus segir að þetta séu kannski ekki risastór svið á alþjóðlegan mælikvarða, en nægilega stór til að þótt bankinn fái ekki nema brot af viðskiptunum, þá dugi það til vaxtar næstu árin. „Það skiptir máli að við getum horft í augun á viðskiptavinum og sagt að við vitum sitthvað um þessi svið. Við komum því með mikla þekkingu og það færir okkur þessa umfram arðsemi." Í þessu skyni hefur bankinn ráðið til sín fólk sem ekki hefur endilega reynslu af bankastarfsemi, en yfirburðarþekkingu á viðkomandi grein. „Við höfum því ráðið fólk sem bankar erlendis hefðu kannski ekki leitað að og nýtum það með fólki með bankaþekkingu til að greina markaðinn vinna í nánu samstarfi við fyrirtækin í viðkomandi grein."Persónuleg sambönd Glitnir opnaði í síðustu viku starfsstöð í New York. Bandaríkin eru þróað bankaland og ekki auðvelt að finna syllur þar sem ekki eru þegar búið að hreiðra um sig á. Útrás til Bankdaríkjanna hefur gengið misvel, en Glitnir hefur komið sér ágætlega fyrir með þjónustu við sjávarútveg og nú er stefnan sett á jarðvarmann. Þar eru í senn miklir möguleikar og hratt vaxandi áhugi og gildi þekkingarinnar ótvírætt. „Það gildir hér eins og raunar alltaf að maður verður að tala um það sem maður veit eitthvað um. Það hefur enginn tíma til að hlusta á einhvern tala sem ekki veit hvað hann er að tala um. Íslensku bankarnir hafa að mörgu leyti verið talsmenn íslensku fjárfestingarfélagana og þar hafa menn viljað fá að vita á hvaða leið þau eru. Það sem er skemmtilegt við innkomuna í Bandaríkin er að þar erum við að tala um hluti sem við vitum mikið um og finnum fyrir miklum áhuga á að hlusta á okkur." Lárus bæti við að bankinn hafi notið einstaks liðsinnis forseta Íslands við kynningu á sérsviðum bankans. „Úr þessu verða svo til viðskiptasambönd sem leiða vonandi til þess að kúnnunum líkar hversu hratt og vel við vinnum. Við veljum kúnnana út frá sérþekkingu okkar." Lárus segir að framhaldið sé svo það sem allir bankar heimsins reyna að gera að nýta viðskiptasamböndin til að seljakúnnanum síðan aðra þjónustu bankans. „Slík viðbót fæst hins vegar ekki nema við séum sambærileg og samkeppnishæf á alþjóðavettvangi við aðra banka í annarri þjónustu." Lárus segir að augljóslega þurfi öll kerfi og vinnuferlar að vera í fullkomnu lagi í bankastarfsemi. „Á endanum snýst þetta hins vegar fyrst og síðast um fólk. Bankastarfsemi er mjög persónuleg þjónusta," segir hann og bætir því við að íslensku bankarnir þurfi að huga vel að framleiðni í starfseminni og halda öguðum rekstri í ljósi hratt vaxandi umsvifum. Þessi sérhæfða þekkingarþjónusta er býsna langt frá þeirri mynd sem almenningur hér á landi hefur af bankastarsemi. Skuldugur Íslendingur sér bara yfirdrátt og háa vexti. „Eini staðurinn þar sem Glitnir sinnir einstaklingum með ahliða fjármálaþjónustu er á Íslandi. Þetta eru algjörlega aðskildir heimar. Ísland er markaður sem með góða þjónustu og ég held að það sé alveg sama hvernig hún verður skoðuð, þá er ég sannfærður um að hún er mjög samkeppnishæf. Vandamálið á Íslandi er náttúrulega grunnvextirnir. Álagning og þjónusta á þeim markaði er ótrúlega góð fyrir viðskiptavinina miðað við stærð markaðarins." Alls staðar annars staðar fyrir utan smá viðskiptabankastarfsemi í Noregi, er Glitnir fyrst og fremst fyrirtækja- og fjárfestingarbanki." Endurnýjanleg orka er gríðarstórt svið og Glitnir setur brennipunktinn á jarðvarma. Þar höfum við samkeppnisforskot með einstakri þekkingu á nýtingu jarðvarma í orkuöflun. Samkeppnisforskotið er fyrir hendi, en spurningin er hversu langan tíma við höfum í friði fyrir öðrum. „Við erum leiðandi og við höfum verið að skoða verkefni með stórum bönkum. Við erum komin til að vera í þessari grein og ég held að við munum halda stöðu okkar, en við munum vinna með ýmsum að slíkum verkefnum. Ég held að þarna hafi bankinn verið á réttum stað á réttum tíma."Stöðugleiki nauðsyn Lárus tók við af Bjarna Ármannssyni sem var samofinn ímynd bankans og hafði sterka nærveru innan bankans. Lárus þekkti bankann vel frá fyrri tíð og segir að sér hafi verið afar vel tekið. Hann var hjá FBA sem sameinaðist bankanum, en hélt síðan til þess verkefnis að byggja upp starfsemi Landsbankans í London. „Það er margt til í því að það henti okkur Íslendingum vel að byggja upp, Við erum dáldið góð í því. Það sem er spennandi hér er að við þurfum að samþætta, reka og skapa meiri framlegð af því sem við erum að gera. Það finnst mér skemmtileg ögrun. Glitnir hefur tekið meðvitaða ákvörðun um að verða alþjóðlegur banki með því að byggja upp framkvæmdastjórn með fólki frá ýmsum löndum. Það er auðvitað flóknara að vinna með fólki með ólíkan bakgrunn og reynsluheim, en það er klárlega mikill styrkleiki í því verkefni sem er framunda." Á örfáum árum hafa Íslendingar eignast handfylli fyrirtækja sem eru vel sýnileg í alþjóðlegu samhengi. Næstu skref á þeirri braut er að verða ljós með yfirlýsingum um uppgjör í evrum og skráningu hlutabréfa í sömu mynt. „Það hefur ekki verið tekin nein afstaða til þessa í stjórn bankans. Það hefur hins vegar komið fram í þessari umræðu að vandamálið á Íslandi er ekki aðallega myntin, heldur vextirnir og það vandamáls sem við erum komin í þar með vaxtamun og styrk krónunnar. Hvort kemur á undan eggið eða hænan í þeirri umræðu má sjálfsagt deila um. Áður en við tökum stærri skref í því, þá tel ég að við að ná vöxtunum niður til að við höfum raunverulegt val um aðrar myntir. Þegar við horfum lengra og til landa eins og Írlands, þá er erfitt að sjá að við náum til framtíðar alvöru atvinnuuppbyggingu svo sem í þekkingariðnaði án þess að vera með stærri mynt. Ef maður horfir langt fram þá sér maður ekki annað nema það gerist að krónan yrði mun stöðugri en hún hefur verið og sé í raun talin sem evra." Hann bætir við að sveiflurnar feli sér sóun sem einhver verði að borga.Séríslenskt burt MYND/EyþórLárus segir margt hafa færst í rétta átt í endurbótum í Kauphöll og á fleiri sviðum. „Til að fyrirtækin hafi möguleika á að þróa sig áfram og verða alþjóðlegt þurfum við að taka það út sem er séríslenskt í umhverfinu. Heimurinn breytist hratt og ef við ætlum að vera með í alþjóðaviðskiptum verðum að taka burt séríslensk fyrirbæri verðtryggingu, séríslensk lög , Íbúðalánasjóð og fleira. Lykilmarkmiðið er að ná stöðugleika og síðan að fá inn erlent fjármagn til alvöru atvinnuuppbyggingar. Ekki bara vaxtamunafjárfesta sem vilja komast í háu vextina okkar eða eingöngu í stóriðjuna. Ef við ætlum að halda í stór fyrirtæki, þá þurfa þau líklega að skrá sig í erlendri mynt sem er í fínu lagi svo lengi sem þau hafa höfuðstöðvarnar hér. Ef okkur tekst ekki að fá erlent fjármagn til að byggja fyrirtækin okkar upp, þá verður erfitt að halda höfuðstöðvunum í landinu. Ef við getum ekki notað hlutabréfin til greiðslu í kaupum á fyrirtækjum, þá getum við ekki haldið áfram að vaxa. Það er ákjósanlegt að efla þekkingariðnað á Íslandi. Bankar geta stækkað eins mikið og þeir fá fjármagn til og vaxtarmöguleikarnir takmarkast við það. Vandinn hefur ekki verið að finna þeim verkefni."Myntin hefur verið langstærsta hindrunin. „Ég hef reynt að selja íslensk hlutabréf erlendis. Flækjustigið með krónuna fælir fjárfestana frá jafnvel þótt þeim lítist vel á fjárfestingarkostinn. Þetta eru vandamálin sem við verðum að leysa ef við ætlum að bjóða börnunum okkar upp á vellaunuð störf í greinum sem krefjast þekkingar. Hitt sem skiptir framtíð okkar mestu eru menntamálin og að byggja upp þekkingarkjarna utan um svið eins fjármálageiran og orkumálin og fleira þar sem við höfum skapað okkur sérstöðu."
Undir smásjánni Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira