Erlent

N-Kórea skaut eldflaugum á Japanshaf

Óli Tynes skrifar
Japönum er illa við eldflaugaskot Norður-Kóreu.
Japönum er illa við eldflaugaskot Norður-Kóreu.

Norður-Kóreumenn skutu allmörgum skammdrægum eldflaugum út á Japanshaf í morgun. Japanska Kyodo fréttastofan hefur þetta eftir bandarískum og japönskum embættismönnum. Japönum er mjög illa við eldflaugatilraunir norðanmanna. Enda er Japan það skotmark sem næst er Norður-Kóreu, að Suður-Kóreu frátaldri.

Norðanmenn hrella Japana reglulega með eldflaugaskotum sínum. Fyrir nokkrum árum skutu þeir langdrægum eldflaugum sem flugu yfir japanskt land. Það leiddi til endurskoðunar Japana á loftvörnum sínum, sem voru efldar í kjölfarið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×