Innlent

Strandsiglingar frá Akureyri

Guðjón Helgason skrifar

Norðlendingar hafa ákveðið að hefja strandsiglingar hringinn í kringum landið. Siglt verður héðan til Danmerkur og Eystrasaltsríkjanna.

Það er fyrirtækið Dregg sem hefur fest kaup á 3.200 tonna dönsku fjölnota flutningaskipi og verður því siglt hingað til lands frá Lettlandi eftir helgi. Áhöfn þess verður að mestu eistnesk en skipið, Greenland Saga, skrá á eyjunni Mön.

Dregg framleiðir fráveitulagnir og ýmsa járnvöru. Skipinu verður siglt til og frá Eystrasaltsríkjunum, Danmörku og jafnvel Bretlands og þegar til Íslands er komið verður farið hringinn í kringum landið, á Austfirði, til Akureyrar, Ísafjarðar, Sandgerðis og fleiri staða sem kunni að bætast við. Farið verði með vörur til og frá landinu og milli staða.

Ari Jónsson, forstjóri Dreggs, segir fyrirtækið þjónusti allt landið með pípur í gatnagerð og kóaklangnir. Hann hafi rekið sig fljótt á að erfitt væri að búa við samgönguleysið á Íslandi og því gripið til aðgerða. Flutningar fyrirtækisins séu miklir, meðal annars gerður stór samningur við Dani. Þar með sé komin hálfur grunvöllur fyrir rekstur skipsins og þeir ákveðið að búa til það sem á vantaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×