Innlent

Nordisk Mobil Ísland fær úthlutað tíðniheimild fyrir farsíma á Íslandi

MYND/RJ

Fjarskiptafyrirtækið Nordisk Mobil Ísland ehf. hefur fengið úthlutað tíðniheimild fyrir landrægt stafrænt farsímakerfi á Íslandi. Um er að ræða arftaka gamla NMT farsímakerfisins en gert er ráð fyrir að fullri útbreiðslu verði náð strax í byrjun næsta árs.

Samkvæmt tilkynningu frá Nordisk Mobil er tíðnisviðinu ætlað að þjóna landinu öllu og miðunum. Tilboð Nordisk Mobil var það eina sem barst og hefur Póst- og fjarskiptastofnun sannreynt að það uppfylli öll skilyrði í útboðslýsingu.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×