Innlent

Samverustundir foreldra og ungmenna besta vímuefnaforvörnin

Vímuefnaneysla ungmenna í Reykjavík hefur dregist saman síðasta áratug og er nú minni en í mörgum borgum Evrópu, sem sækjast nú eftir því að kynnast íslenskum forvarnaraðferðum. Samverustundir ungmenna og foreldra, eftirlit með samkvæmum og skipulagt tómstundastarf eru lykillinn að velgengni Íslendinga í forvarnarmálum.



Á Bessastöðum í dag voru kynntar niðurstöður rannsóknar sem gerð var fyrir samevrópskt forvarnarverkefni, Youth in Europe. Inga Dóra Sigfúsdóttir deildarforseti í kennslufræði og lýðheilsudeild Háskólans í Reykjavík segir árangur vímuefnaforvarna síðustu 10 ár mjög góðan.

Þegar litið er á hlutfall nemenda í 10. bekk sem reykja daglega eru þeir tæp 10 % í Reykjavík, flestir reykja daglega í Vilnius í Litháen eða 33 % og fæstir í Osló eða 8%.



Þegar bornar eru saman tölur um þá 10.bekkinga sem drukkið hafa áfengi síðustu 30 daga eru það 4,6 % í Reykjavík, flestir eru þeir í Sankti Pétursborg í Rússlandi eða 18,4% en fæstir í Helsinki eða 3,4%

6,8 % reykvískra ungmenna hafa notað hass einu sinni eða oftar. flest þeirra nota hass í Klaipeda í Litháen og fæst þeirra hafa notað hass í Osló eða 6,2 %



Inga Dóra segir helstu forvarnaraðferðir vera að ná til unglinga og foreldra og leggja áherslu á að samverustundir skipti máli. Að virða bæri útivistarreglur og að eftirlitslaus partý væru óæskileg. Þá hefur verið lögð áhersla að tómstundastarf sé skipulagt og samvinna sé með foreldrum, skólum og þeirra sem skipuleggja tómstundastarf unglinga.

Níundu og tíundu bekkingar í Hlíðaskóla í dag sögðu í samtali við Fréttastofu góðan félagsskap og sterka fjölskyldu bestu forvörnina gegn vímuefnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×