Einkageirinn er með áhættufjármagnið Óli Kristján Ármannsson skrifar 6. október 2007 09:00 Bjarni Ármannsson og Hannes Smárason Bjarni Ármannsson, stjórnarformaður REI og Hannes Smárason, forstjóri FL Group, notuðu tækifærið á fjárfestakynningu FL Group í Lundúnum á fimmtudag til að kynna nánar framtíðarsýn og stefnu sameinaðs félags REI og Geysis Green Energy. Bjarni Ármannsson stjórnarformaður Reykjavik Energy Invest og Hannes Smárason forstjóri FL Group, fyrrum stjórnarformaður Geysir Green Energy, segja skynsemina hafa ráðið í að búa til öflugt fyrirtæki sem reiðubúið sé til stórra hluta í orkuiðnaði um heim allan. „Sameining félaganna er bæði skynsamleg og rosalega spennandi,“ segir Bjarni Ármannsson, stjórnarformaður Reykjavik Energy Invest (REI). Með því segir hann hægt að nýta til fullnustu þekkingu sem til staðar sé í báðum félögum, orkuvinnslu og í fjárfestingum. „Einkaaðilar koma þarna með áhættufjármagnið og Orkuveitan fær endurgjald fyrir þekkingu sína, reynslu og hugvit.“ Bjarni og Hannes Smárason forstjóri FL Group, sem var stjórnarformaður Geysis Green Energy, kynntu nánar samruna REI og Geysis á fjárfestakynningu FL Group í Lundúnum (Capital Markets Day) á fimmtudag. Þá segir Hannes Smárason skynsemi felast í því að sameina í einu félagi útrásina í orkugeiranum sem sé á viðkvæmu stigi. „Með þessu eykst slagkraftur félagsins.“ Bjarni áréttar aukinheldur að REI horfi ekki til Íslands heldur til alþjóðlegra fjárfestinga. „Við erum þegar með í pípunum fjárfestingar í fjórum heimsálfum og verulega metnaðarfull markmið til komandi ára sem krefjast bæði sérþekkingar og stuðning allra sem að þessu koma.“ Undir þetta tekur Hannes og segir skýr skil á milli REI og starfsemi orkufyrirtækja á Íslandi. „Þetta snýst um að fjárfesta í virkjunum víðsvegar um heim og kemur Íslandi ekki við, nema að því leyti sem snýr að þekkingunni og baklandinu hvað það snertir.“ Bjarni segir að samstarfið við Orkuveituna skipti þannig miklu máli enda erfitt að setja verðmiða á hversu mikils virði það sé að geta farið með erlenda gesti og sýnt þeim Hellisheiðarvirkjun og Svartsengi. „Það er mikils virði. Rétt eins og mikils virði er að ríkisstjórning og forsetaembætti styðji við bakið á þessum verkefnum. En þá er líka mikils virði að fá hjálp frá einkageiranum og að menn standi saman að þessum málun í stað þess að vinna tvist og bast.“ Bjarni og Hannes segja líka óraunhæft að setja dæmið þannig upp að einkafyrirtæki keyptu bara þjónustu af Orkuveitunni, án þess að aðkoma hennar væri meiri. „Er ekki bara eðlilegt að fyrir Orkuveituna að fá eitthvað fyrir þessi verðmæti sem í henni felast. Um það snerist stofnun REI á sínum tíma. En auðvitað hefði verið lítið mál fyrir Orkuveituna að sleppa þessu algjörlega og leyfa okkur hinum að dansa frjálsum, en þá er líka ljóst að minna hefði setið eftir,“ segir Hannes. Mest lesið Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Viðskipti innlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Sjá meira
Bjarni Ármannsson stjórnarformaður Reykjavik Energy Invest og Hannes Smárason forstjóri FL Group, fyrrum stjórnarformaður Geysir Green Energy, segja skynsemina hafa ráðið í að búa til öflugt fyrirtæki sem reiðubúið sé til stórra hluta í orkuiðnaði um heim allan. „Sameining félaganna er bæði skynsamleg og rosalega spennandi,“ segir Bjarni Ármannsson, stjórnarformaður Reykjavik Energy Invest (REI). Með því segir hann hægt að nýta til fullnustu þekkingu sem til staðar sé í báðum félögum, orkuvinnslu og í fjárfestingum. „Einkaaðilar koma þarna með áhættufjármagnið og Orkuveitan fær endurgjald fyrir þekkingu sína, reynslu og hugvit.“ Bjarni og Hannes Smárason forstjóri FL Group, sem var stjórnarformaður Geysis Green Energy, kynntu nánar samruna REI og Geysis á fjárfestakynningu FL Group í Lundúnum (Capital Markets Day) á fimmtudag. Þá segir Hannes Smárason skynsemi felast í því að sameina í einu félagi útrásina í orkugeiranum sem sé á viðkvæmu stigi. „Með þessu eykst slagkraftur félagsins.“ Bjarni áréttar aukinheldur að REI horfi ekki til Íslands heldur til alþjóðlegra fjárfestinga. „Við erum þegar með í pípunum fjárfestingar í fjórum heimsálfum og verulega metnaðarfull markmið til komandi ára sem krefjast bæði sérþekkingar og stuðning allra sem að þessu koma.“ Undir þetta tekur Hannes og segir skýr skil á milli REI og starfsemi orkufyrirtækja á Íslandi. „Þetta snýst um að fjárfesta í virkjunum víðsvegar um heim og kemur Íslandi ekki við, nema að því leyti sem snýr að þekkingunni og baklandinu hvað það snertir.“ Bjarni segir að samstarfið við Orkuveituna skipti þannig miklu máli enda erfitt að setja verðmiða á hversu mikils virði það sé að geta farið með erlenda gesti og sýnt þeim Hellisheiðarvirkjun og Svartsengi. „Það er mikils virði. Rétt eins og mikils virði er að ríkisstjórning og forsetaembætti styðji við bakið á þessum verkefnum. En þá er líka mikils virði að fá hjálp frá einkageiranum og að menn standi saman að þessum málun í stað þess að vinna tvist og bast.“ Bjarni og Hannes segja líka óraunhæft að setja dæmið þannig upp að einkafyrirtæki keyptu bara þjónustu af Orkuveitunni, án þess að aðkoma hennar væri meiri. „Er ekki bara eðlilegt að fyrir Orkuveituna að fá eitthvað fyrir þessi verðmæti sem í henni felast. Um það snerist stofnun REI á sínum tíma. En auðvitað hefði verið lítið mál fyrir Orkuveituna að sleppa þessu algjörlega og leyfa okkur hinum að dansa frjálsum, en þá er líka ljóst að minna hefði setið eftir,“ segir Hannes.
Mest lesið Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Viðskipti innlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Sjá meira